„Við munum sakna þín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 12:30 Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir á eins og aðrar íslenska CrossFit konur eftir að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst en í ár er farin ný leið í baráttunni um laus sæti. Katrín Tanja var ekki með Dúbaí í desember og verður heldur ekki með á Wodapalooza mótinu í Miami um helgina. Katrín Tanja vann Wodapalooza CrossFit mótið í fyrra en þá gaf það ekki sæti á heimsleikunum eins og nú. Það er ekki hægt að heyra annað á henni en að hún sakni þess að vera ekki aftur með í ár. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég svolítið leið yfir því að missa af heilsuræktarpartýinu um næstu helgi. Minnist þess í stað frábæra tíma og vænum skammt af adrennalíni undir flóðljósunum,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram síðu sína. Mótshaldarar voru líka fljótir til að svara okkar konu á Instagram. Þeir deildu myndinni af henni og auglýstu eftir því hvort einhver önnur dóttir ætlaði að leika eftir afrek Katrínar Tönju frá því í fyrra. „Við munum sakna þín Katrín Tanja .. en mun ný dóttir standa efst upp á palli í ár?“ var svarið frá fólkinu sem sér um samfélagsmiðla Wodapalooza CrossFit mótsins í ár eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja er þó ekkert að verða of sein því það er nóg af mótum eftir sem gefa farseðil á heimsleikana í Madison. Eftir mótið í Miami verða þrettán mót eftir sem gefa heimsleikasæti og eitt af þeim fer fram í Reykjavík í maímánuði. Samantha Briggs var fyrsta konan til að tryggja sér sæti á heimsleikunum en það gerði hún á mótinu í Dúbaí í desember. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þar í þriðja sæti og Sara ætlar að reyna aftur við sætið á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina. Hún er kannski dóttirinn sem Wodapalooza fólkið var að auglýsa eftir. Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í Miami á Flórída 17. til 20. janúar og er Ragnheiður Sara eini íslenski keppandinn í kvennaflokki. Íslendingar eiga aftur á móti fulltrúa í liðakeppni mótsins en á því er keppt í öllum aldursflokkum. View this post on InstagramWe will miss you.. but will a new Dottir stand atop the podium this year?! #Repost @katrintanja To be honest, I’m a little sad I am missing this one hell of a fitness party next weekend Throwback to good tiiiiiiimes & adrenaline under the bright lights! @thewodapalooza // Photo by: @jblaisphoto A post shared by Wodapalooza (@thewodapalooza) on Jan 13, 2019 at 3:00pm PST CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir á eins og aðrar íslenska CrossFit konur eftir að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst en í ár er farin ný leið í baráttunni um laus sæti. Katrín Tanja var ekki með Dúbaí í desember og verður heldur ekki með á Wodapalooza mótinu í Miami um helgina. Katrín Tanja vann Wodapalooza CrossFit mótið í fyrra en þá gaf það ekki sæti á heimsleikunum eins og nú. Það er ekki hægt að heyra annað á henni en að hún sakni þess að vera ekki aftur með í ár. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég svolítið leið yfir því að missa af heilsuræktarpartýinu um næstu helgi. Minnist þess í stað frábæra tíma og vænum skammt af adrennalíni undir flóðljósunum,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram síðu sína. Mótshaldarar voru líka fljótir til að svara okkar konu á Instagram. Þeir deildu myndinni af henni og auglýstu eftir því hvort einhver önnur dóttir ætlaði að leika eftir afrek Katrínar Tönju frá því í fyrra. „Við munum sakna þín Katrín Tanja .. en mun ný dóttir standa efst upp á palli í ár?“ var svarið frá fólkinu sem sér um samfélagsmiðla Wodapalooza CrossFit mótsins í ár eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja er þó ekkert að verða of sein því það er nóg af mótum eftir sem gefa farseðil á heimsleikana í Madison. Eftir mótið í Miami verða þrettán mót eftir sem gefa heimsleikasæti og eitt af þeim fer fram í Reykjavík í maímánuði. Samantha Briggs var fyrsta konan til að tryggja sér sæti á heimsleikunum en það gerði hún á mótinu í Dúbaí í desember. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þar í þriðja sæti og Sara ætlar að reyna aftur við sætið á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina. Hún er kannski dóttirinn sem Wodapalooza fólkið var að auglýsa eftir. Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í Miami á Flórída 17. til 20. janúar og er Ragnheiður Sara eini íslenski keppandinn í kvennaflokki. Íslendingar eiga aftur á móti fulltrúa í liðakeppni mótsins en á því er keppt í öllum aldursflokkum. View this post on InstagramWe will miss you.. but will a new Dottir stand atop the podium this year?! #Repost @katrintanja To be honest, I’m a little sad I am missing this one hell of a fitness party next weekend Throwback to good tiiiiiiimes & adrenaline under the bright lights! @thewodapalooza // Photo by: @jblaisphoto A post shared by Wodapalooza (@thewodapalooza) on Jan 13, 2019 at 3:00pm PST
CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sjá meira