Tækifæri í ferðaþjónustu Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 17. janúar 2019 06:30 Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti. Mikill kraftur einkennir ferðaþjónustuna eins og áður og eru fyrirtæki frá landshlutunum 270 talsins en þeim fylgir hópur hátt í 400 einstaklinga sem munu taka á móti gestum sínum frá höfuðborgarsvæðinu og kynna fyrir þeim þjónustu, spennandi áfangastaði og ýmsar nýjungar. Mannamót hefur vaxið hratt frá því að vera lítil hugmynd um að búa til ákjósanlegan vettvang fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni til að kynna sig fyrir ferðaþjónustuaðilunum í Reykjavík, yfir í það að vera ein af lykilstoðum vaxtar og nýsköpunar í ferðaþjónustu. Á þessum vettvangi verða á hverju ári til gríðarlega mikil viðskipti, nýjar hugmyndir fæðast og samstarf verður til um ýmis verkefni. Tengsl styrkjast, auk þess að myndast á staðnum, enda er Mannamót frábær stökkpallur fyrir ný fyrirtæki inn í atvinnugreinina. Sérstaða ferðaþjónustunnar á Íslandi felst í mannauðnum sem skapar eftirsótta þjónustu og vinnur sig í gegnum ýmsar áskoranir sem tengjast því að koma erlendum ferðamönnum á áfangastaðinn og heim aftur með frábæra upplifun í farteskinu. Undanfarin ár hefur ferðaþjónustan þurft að vinna hratt að því að þróa þjónustu sína og byggja upp innviði þar sem vöxtur í komum erlendra ferðamanna til Íslands hefur verið gríðarlega hraður. Mörg svæði hafa náð að byggja upp kröftuga ferðaþjónustu en í flestum landshlutum er enn mikil þörf á þróun og uppbyggingu, þar sem við höfum ekki náð að byggja upp heilsársferðaþjónustu um allt land. Síðastliðin ár hefur hvert svæði sett ákveðin verkefni í forgang sem nauðsynlegt er að vinna til að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu um allt landið en þessi verkefni tengjast samgöngum, uppbyggingu og skipulagi við nátttúruperlur, fjármögnun innviða og nýsköpunar, markaðssetningu og upplýsingagjöf svo eitthvað sé nefnt. Þessi verkefni verða aðeins unnin í góðu samstarfi ríkis og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ef horft er til fjölda þátttakenda í Mannamóti þá er engan bilbug að finna á ferðaþjónustuaðilum og við getum áfram horft með bjartsýni til ferðaþjónustunnar sem einnar meginatvinnugreinar Íslendinga. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og talsmaður markaðsstofa landshlutanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Arnheiður Jóhannsdóttir Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti. Mikill kraftur einkennir ferðaþjónustuna eins og áður og eru fyrirtæki frá landshlutunum 270 talsins en þeim fylgir hópur hátt í 400 einstaklinga sem munu taka á móti gestum sínum frá höfuðborgarsvæðinu og kynna fyrir þeim þjónustu, spennandi áfangastaði og ýmsar nýjungar. Mannamót hefur vaxið hratt frá því að vera lítil hugmynd um að búa til ákjósanlegan vettvang fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni til að kynna sig fyrir ferðaþjónustuaðilunum í Reykjavík, yfir í það að vera ein af lykilstoðum vaxtar og nýsköpunar í ferðaþjónustu. Á þessum vettvangi verða á hverju ári til gríðarlega mikil viðskipti, nýjar hugmyndir fæðast og samstarf verður til um ýmis verkefni. Tengsl styrkjast, auk þess að myndast á staðnum, enda er Mannamót frábær stökkpallur fyrir ný fyrirtæki inn í atvinnugreinina. Sérstaða ferðaþjónustunnar á Íslandi felst í mannauðnum sem skapar eftirsótta þjónustu og vinnur sig í gegnum ýmsar áskoranir sem tengjast því að koma erlendum ferðamönnum á áfangastaðinn og heim aftur með frábæra upplifun í farteskinu. Undanfarin ár hefur ferðaþjónustan þurft að vinna hratt að því að þróa þjónustu sína og byggja upp innviði þar sem vöxtur í komum erlendra ferðamanna til Íslands hefur verið gríðarlega hraður. Mörg svæði hafa náð að byggja upp kröftuga ferðaþjónustu en í flestum landshlutum er enn mikil þörf á þróun og uppbyggingu, þar sem við höfum ekki náð að byggja upp heilsársferðaþjónustu um allt land. Síðastliðin ár hefur hvert svæði sett ákveðin verkefni í forgang sem nauðsynlegt er að vinna til að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu um allt landið en þessi verkefni tengjast samgöngum, uppbyggingu og skipulagi við nátttúruperlur, fjármögnun innviða og nýsköpunar, markaðssetningu og upplýsingagjöf svo eitthvað sé nefnt. Þessi verkefni verða aðeins unnin í góðu samstarfi ríkis og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ef horft er til fjölda þátttakenda í Mannamóti þá er engan bilbug að finna á ferðaþjónustuaðilum og við getum áfram horft með bjartsýni til ferðaþjónustunnar sem einnar meginatvinnugreinar Íslendinga. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og talsmaður markaðsstofa landshlutanna.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar