Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 13:27 Gillibrand hefur verið einarður andstæðingur Trump forseta og greitt atkvæði gegn stefnumálum hans oftar í þinginu en flestir aðrir demókratar. Vísir/EPA Öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand frá frá New York segist ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Nokkrir aðrir demókratar hafa þegar tilkynnt um framboð og búist er við því að fleiri bætist í hópinn á næstu misserum. Gillibrand tilkynnti um fyrirætlanir sínar um að stofna undirbúningsnefnd fyrir forsetaframboð í viðtali hjá spjallþáttastjórnandanum Stephen Colbert í gær. Sagðist hún telja að hún hefði „samúðina, hugrekkið og óttalausa áræðni“ sem þarf til að berjast um embætti forseta Bandaríkjanna, að sögn Washington Post. Málefni kynjanna eru Gillibrand, sem er 52 ára gömul, ofarlega í huga. Hún er þekkt fyrir baráttu gegn kynferðisofbeldi í hernum og í háskólum. Hún hefur jafnframt var framarlega í flokki þeirra sem tala fyrir því að samkynhneigðir í hernum þurfi ekki að leyna kynhneigð sinni. „Ég ætla að bjóða mig fram til forseta Bandaríkjanna, vegna þess að sem ung móðir, ætla ég að berjast fyrir börn annars fólks af jafnmikilli hörku og ég gerði fyrir mín eigin,“ sagði Gillibrand sem telur að heilsugæsla ætti að vera réttur en ekki forréttindi í Bandaríkjunum. Fyrir hafa nokkrir aðrir demókratar tilkynnt um framboð, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Massachusetts, og Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í tíð Baracks Obama. Fastlega er gert ráð fyrir að fleiri bætist í hópinn. Þar hafa nöfn Bernie Sanders, sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton árið 2016, Joe Biden, varaforseta Obama, og Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanns frá Texas, borið hæst. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Innlent Fleiri fréttir Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Sjá meira
Öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand frá frá New York segist ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Nokkrir aðrir demókratar hafa þegar tilkynnt um framboð og búist er við því að fleiri bætist í hópinn á næstu misserum. Gillibrand tilkynnti um fyrirætlanir sínar um að stofna undirbúningsnefnd fyrir forsetaframboð í viðtali hjá spjallþáttastjórnandanum Stephen Colbert í gær. Sagðist hún telja að hún hefði „samúðina, hugrekkið og óttalausa áræðni“ sem þarf til að berjast um embætti forseta Bandaríkjanna, að sögn Washington Post. Málefni kynjanna eru Gillibrand, sem er 52 ára gömul, ofarlega í huga. Hún er þekkt fyrir baráttu gegn kynferðisofbeldi í hernum og í háskólum. Hún hefur jafnframt var framarlega í flokki þeirra sem tala fyrir því að samkynhneigðir í hernum þurfi ekki að leyna kynhneigð sinni. „Ég ætla að bjóða mig fram til forseta Bandaríkjanna, vegna þess að sem ung móðir, ætla ég að berjast fyrir börn annars fólks af jafnmikilli hörku og ég gerði fyrir mín eigin,“ sagði Gillibrand sem telur að heilsugæsla ætti að vera réttur en ekki forréttindi í Bandaríkjunum. Fyrir hafa nokkrir aðrir demókratar tilkynnt um framboð, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Massachusetts, og Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í tíð Baracks Obama. Fastlega er gert ráð fyrir að fleiri bætist í hópinn. Þar hafa nöfn Bernie Sanders, sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton árið 2016, Joe Biden, varaforseta Obama, og Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanns frá Texas, borið hæst.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Innlent Fleiri fréttir Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09