Skrifaðu veggjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar 17. janúar 2019 07:00 „Skrifaðu flugvöll“, er þekktur frasi sem gjarnan er nefndur sem dæmi um vinsældakaup og óraunsæi stjórnmálamanna. Á síðustu vikum hefur lifnað ný útgáfa af frasanum; skrifaðu veggjöld. Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem fyrir nokkrum mánuðum var kynnt sem fullfjármögnuð stórsókn í samgöngumálum með ítarlegri forgangsröðun var sett í öndunarvél á dögunum fyrir jól. Lífsvonin virðist fólgin í risalántöku sem á svo að greiða með viðbótarskattlagningu í formi veggjalda. Í grófum dráttum felur hugmyndin í sér að lögð verði veggjöld á allar stofnbrautir sem tengjast höfuðborgarsvæðinu til að tryggja framkvæmdir þar. Það fjármagn sem var tilgreint í þessar sömu framkvæmdir í hinni löskuðu samgönguáætlun er tekið út og nýtt í framkvæmdir víða um land. Ef marka má viðbrögð sveitarstjórnarmanna af landsbyggðinni sbr. fréttir Stöðvar 2 í vikunni, eru þeir eðlilega margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar varðandi vegabætur sem þessi tilfærsla gæti fjármagnað. Forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem ríkisstjórnin hyggst færa fjármagn til vegaframkvæmda út úr samgönguáætlun og yfir í veggjöld eru eðlilega ekki jafnkátir. Þess utan er ekkert í nýjum tillögum um að ríkið skuldbindi sig til að tryggja fjármögnun á Borgarlínu. Bara eitthvað óljóst um að það eigi eftir að finna fjármagn. Og þeir sem hefðu haldið að svona róttækum breytingum fylgdu almennt skýrar áherslur í almenningssamgöngum eða umhverfismálum koma að tómum kofanum. Það var svo ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin gerði mikið úr því að hafa lagt fram full fjármagnaða samgönguáætlun í haust. Samkvæmt lögum um opinber fjármál frá 2016 vinna stjórnvöld nú eftir fjármálastefnu og fjármálaáætlun til viðbótar við fjárlög. Markmiðið er m.a. að tryggja heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum til lengri og skemmri tíma og tryggja vandaðan undirbúning áætlana og meðferð opinbers fjár. Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn? Má þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
„Skrifaðu flugvöll“, er þekktur frasi sem gjarnan er nefndur sem dæmi um vinsældakaup og óraunsæi stjórnmálamanna. Á síðustu vikum hefur lifnað ný útgáfa af frasanum; skrifaðu veggjöld. Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem fyrir nokkrum mánuðum var kynnt sem fullfjármögnuð stórsókn í samgöngumálum með ítarlegri forgangsröðun var sett í öndunarvél á dögunum fyrir jól. Lífsvonin virðist fólgin í risalántöku sem á svo að greiða með viðbótarskattlagningu í formi veggjalda. Í grófum dráttum felur hugmyndin í sér að lögð verði veggjöld á allar stofnbrautir sem tengjast höfuðborgarsvæðinu til að tryggja framkvæmdir þar. Það fjármagn sem var tilgreint í þessar sömu framkvæmdir í hinni löskuðu samgönguáætlun er tekið út og nýtt í framkvæmdir víða um land. Ef marka má viðbrögð sveitarstjórnarmanna af landsbyggðinni sbr. fréttir Stöðvar 2 í vikunni, eru þeir eðlilega margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar varðandi vegabætur sem þessi tilfærsla gæti fjármagnað. Forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem ríkisstjórnin hyggst færa fjármagn til vegaframkvæmda út úr samgönguáætlun og yfir í veggjöld eru eðlilega ekki jafnkátir. Þess utan er ekkert í nýjum tillögum um að ríkið skuldbindi sig til að tryggja fjármögnun á Borgarlínu. Bara eitthvað óljóst um að það eigi eftir að finna fjármagn. Og þeir sem hefðu haldið að svona róttækum breytingum fylgdu almennt skýrar áherslur í almenningssamgöngum eða umhverfismálum koma að tómum kofanum. Það var svo ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin gerði mikið úr því að hafa lagt fram full fjármagnaða samgönguáætlun í haust. Samkvæmt lögum um opinber fjármál frá 2016 vinna stjórnvöld nú eftir fjármálastefnu og fjármálaáætlun til viðbótar við fjárlög. Markmiðið er m.a. að tryggja heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum til lengri og skemmri tíma og tryggja vandaðan undirbúning áætlana og meðferð opinbers fjár. Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn? Má þetta?
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar