Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2019 11:19 Íbúasamtökin leggja til að á gatnamótum sé rautt fyrir umferð í allar áttir á meðan gangandi geti gengið beint jafnt sem á ská yfir gatnamótin. Myndin er dæmi um slík gatnamót í Sao Paulo í Brasilíu en þekkjast meðal annars í Tókíó og víðar. Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. Í þeim felst meðal annars að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir bíla, gangandi og hjólandi geti gengið á ská yfir gatnamót enda sé rautt á umferð í allar áttir meðan grænt er fyrir gangandi og stórum hringtorgum við Hringbraut verði breytt í gatnamót með góðum gangbrautum. Frá þessu skýrir Birgir Þröstur Jóhannsson, meðstjórnandi í samtökunum, sem sat fundinn í gær. Hann kynnir hugmyndina í Facebook-hópnum Íbúasamtök Vesturbæjar. „Hringbraut er stór stofnbraut sem klífur Vesturbæ og er mjög hættuleg gangandi og hjólandi sem eiga leið sína yfir hana. Hún er farartálmi sem bæði setur sérstaklega börn í lífshættu og grefur undan íþrótta- og félagsstarfi vegna þess hvað hún er erfið yfirferðar. Íbúasamtök Vesturbæjar vilja að gerðar verði sem fyrst öruggar og notendavænar útfærslur fyrir gangandi og hjólandi á leið yfir Hringbraut,“ segir Birgir Þröstur.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiTillögurnar eru nokkrar: • Að þegar það er grænt ljós fyrir gangandi og hjólandi sé rautt ljós fyrir bíla í allar áttir (líka fyrir beygjur). Að gangandi og hjólandi geti einnig gengið á ská þvert yfir gatanamótin • Að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir ökutækin • Að gangbrautir séu vel merktar með öðru efnisvali, lit og áferð en malbik götunnar • Að lýsing sé öðru vísi á litinn og hönnuð sérstaklega fyrir gangbrautir. Að ljósastaurar séu lágir og í heildina mun meiri lýsing þar sem þveranir gangandi og hjólandi eru • Að bílarnir séu látnir stoppa í góðri fjarlægð frá gangbrautum • Að settar verði upp hraðamælitæki og myndavélarGrænu göturnar eru þær sem lagt er til að skoða að gera að einstefnu eða vistgötum. Gatnamót og gönguljós eru merkt með rauðu.Mikil umræða hefur skapast meðal Vesturbæinga um öryggi við Hringbraut í kjölfar þess að ekið var á þrettán ára stúlku á gönguljósum við Meistaravelli í síðustu viku. Skiptar skoðanir eru um málið og hafa Vesturbæingar og aðrir skipst á skoðunum í hópnum Vesturbærinn. Sýnist sitt hverjum. Leggja samtökin til að fyrrnefndar göngu- og hjólaþveranir verði gerðar fyrst á fjórum stöðum. Gatnamótum við Framnesveg, þar sem Bræðraborgarstígur og Kaplaskjólsvegur mætast, þar sem Ljósvallagata og Birkimelur mætast og á Hringbraut við Bjarkagötu/Sæmundargötu. Auk þess verði gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu endurgerð. Þá telja samtökin ákjósanlegt að hringtorgin við Suðurgötu og beggja vegna Ánanausta verði fjarlægð. Hringtorg auki aðeins öryggi bíla en séu hættuleg gangandi og hjólandi. Vilja samtökin umferðarljós með góðum gangbrautum þeirra í stað. Fulltrúar Vegagerðarinnar mæta á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingi klukkan 16 í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir brýnt að heyra hvernig Vegagerðin sjái öryggismálin við Hringbrautina fyrir sér en gatan heyrir undir Vegagerðina. Samgöngur Skipulag Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. Í þeim felst meðal annars að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir bíla, gangandi og hjólandi geti gengið á ská yfir gatnamót enda sé rautt á umferð í allar áttir meðan grænt er fyrir gangandi og stórum hringtorgum við Hringbraut verði breytt í gatnamót með góðum gangbrautum. Frá þessu skýrir Birgir Þröstur Jóhannsson, meðstjórnandi í samtökunum, sem sat fundinn í gær. Hann kynnir hugmyndina í Facebook-hópnum Íbúasamtök Vesturbæjar. „Hringbraut er stór stofnbraut sem klífur Vesturbæ og er mjög hættuleg gangandi og hjólandi sem eiga leið sína yfir hana. Hún er farartálmi sem bæði setur sérstaklega börn í lífshættu og grefur undan íþrótta- og félagsstarfi vegna þess hvað hún er erfið yfirferðar. Íbúasamtök Vesturbæjar vilja að gerðar verði sem fyrst öruggar og notendavænar útfærslur fyrir gangandi og hjólandi á leið yfir Hringbraut,“ segir Birgir Þröstur.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiTillögurnar eru nokkrar: • Að þegar það er grænt ljós fyrir gangandi og hjólandi sé rautt ljós fyrir bíla í allar áttir (líka fyrir beygjur). Að gangandi og hjólandi geti einnig gengið á ská þvert yfir gatanamótin • Að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir ökutækin • Að gangbrautir séu vel merktar með öðru efnisvali, lit og áferð en malbik götunnar • Að lýsing sé öðru vísi á litinn og hönnuð sérstaklega fyrir gangbrautir. Að ljósastaurar séu lágir og í heildina mun meiri lýsing þar sem þveranir gangandi og hjólandi eru • Að bílarnir séu látnir stoppa í góðri fjarlægð frá gangbrautum • Að settar verði upp hraðamælitæki og myndavélarGrænu göturnar eru þær sem lagt er til að skoða að gera að einstefnu eða vistgötum. Gatnamót og gönguljós eru merkt með rauðu.Mikil umræða hefur skapast meðal Vesturbæinga um öryggi við Hringbraut í kjölfar þess að ekið var á þrettán ára stúlku á gönguljósum við Meistaravelli í síðustu viku. Skiptar skoðanir eru um málið og hafa Vesturbæingar og aðrir skipst á skoðunum í hópnum Vesturbærinn. Sýnist sitt hverjum. Leggja samtökin til að fyrrnefndar göngu- og hjólaþveranir verði gerðar fyrst á fjórum stöðum. Gatnamótum við Framnesveg, þar sem Bræðraborgarstígur og Kaplaskjólsvegur mætast, þar sem Ljósvallagata og Birkimelur mætast og á Hringbraut við Bjarkagötu/Sæmundargötu. Auk þess verði gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu endurgerð. Þá telja samtökin ákjósanlegt að hringtorgin við Suðurgötu og beggja vegna Ánanausta verði fjarlægð. Hringtorg auki aðeins öryggi bíla en séu hættuleg gangandi og hjólandi. Vilja samtökin umferðarljós með góðum gangbrautum þeirra í stað. Fulltrúar Vegagerðarinnar mæta á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingi klukkan 16 í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir brýnt að heyra hvernig Vegagerðin sjái öryggismálin við Hringbrautina fyrir sér en gatan heyrir undir Vegagerðina.
Samgöngur Skipulag Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira