Alltaf verið himinlifandi með uppsetninguna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. janúar 2019 08:15 Bergrún Íris er með myndir úr tveimur nýjustu bókum sínum á sýningunni. Fréttablaðið/Ernir Sýningin Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð í sautjánda sinn í Borgarbókasafninu, menningarhúsi Gerðubergi á morgun, sunnudag, klukkan 14. Þar eru myndlýsingar í íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2018 og sýningin birtir glöggt þá fjölbreytni og fagmennsku sem er að finna í íslenskri barnabókaútgáfu. Að þessu sinni taka nítján myndhöfundar þátt. Einn þeirra er Bergrún Íris Sævarsdóttir sem oft hefur sýnt áður, enda er hún mikilvirk og myndskreytir bækur fyrir marga en í þetta sinn kveðst hún einungis vera með myndir úr eigin bókum á sýningunni. „Þær eru úr nýjustu bókunum mínum, Næturdýrin og Langelstur í leynifélaginu sem er framhald af bók sem kom út í fyrra og hét Langelstur í bekknum,“ útskýrir hún. Bergrún Íris er ekki búin að sjá hvernig myndirnar taka sig út á veggnum í Gerðubergi. „En ég hef oft tekið þátt áður og hef alltaf verið himinlifandi með uppsetninguna. Svo er líka svo skemmtilegt að sýningin fer hringinn í kringum landið.“ Það passar. Í Gerðubergi stendur hún til 31. mars en fer þá á flakk og fyrsti viðkomustaður verður Amtsbókasafnið á Akureyri. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýningin Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð í sautjánda sinn í Borgarbókasafninu, menningarhúsi Gerðubergi á morgun, sunnudag, klukkan 14. Þar eru myndlýsingar í íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2018 og sýningin birtir glöggt þá fjölbreytni og fagmennsku sem er að finna í íslenskri barnabókaútgáfu. Að þessu sinni taka nítján myndhöfundar þátt. Einn þeirra er Bergrún Íris Sævarsdóttir sem oft hefur sýnt áður, enda er hún mikilvirk og myndskreytir bækur fyrir marga en í þetta sinn kveðst hún einungis vera með myndir úr eigin bókum á sýningunni. „Þær eru úr nýjustu bókunum mínum, Næturdýrin og Langelstur í leynifélaginu sem er framhald af bók sem kom út í fyrra og hét Langelstur í bekknum,“ útskýrir hún. Bergrún Íris er ekki búin að sjá hvernig myndirnar taka sig út á veggnum í Gerðubergi. „En ég hef oft tekið þátt áður og hef alltaf verið himinlifandi með uppsetninguna. Svo er líka svo skemmtilegt að sýningin fer hringinn í kringum landið.“ Það passar. Í Gerðubergi stendur hún til 31. mars en fer þá á flakk og fyrsti viðkomustaður verður Amtsbókasafnið á Akureyri.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira