Katrín: „Við verðum ekki öll friðarverðlaunahafar Nóbels“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 1. janúar 2019 12:15 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Allir geta lagt sitt af mörkum til að gera samfélagið aðeins betra og heiminn aðeins fallegri að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hún gerði horfur á vinnumarkaði, loftslagsmál og tæknibreytingar einnig að umræðuefni í áramótaávarpi sínu í gær. Katrín ræddi í ávarpi sínu um nauðsyn þess að tryggja almenningi lífskjarabata með því að auka jöfnuð og hagsæld. „Fullveldissagan er saga framfara, raunar er allt svo gjörbreytt að stundum er eins og 19. öldin hafi aldrei verið. En íslenska samfélagið hefur þó aldrei aðeins snúist um efnahagslega velferð eingöngu heldur almenna velferð og jöfnuð.”Áskoranir framundan Katrín gerði þær áskoranir sem eru framundan eru á sviði loftslagsmála og tæknibreytinga einnig að umræðuefni sem og ferðaþjónustuna, eina stærstu atvinnugrein og tekjulind þjóðarinnar. „Hingað kemur fólk til að berja einstaka náttúru augum. Hluti af sjálfbærri ferðaþjónustu er að vernda þessa sömu náttúru fyrir utan þá skyldu sem á okkur hvílir að vernda náttúruna og víðernin þeirra fyrir komandi kynslóðir. Vegna þess að sala náttúruauðlinda er og verður hverful atvinnugrein hefur aldrei verið mikilvægara að við Íslendingar horfum til hugvits og nýsköpunar til lengri tíma.” Þá minnti hún á það fólk og sjálfboðaliða sem eru reiðubúnir að koma öðrum til bjargar á nóttu sem degi en það sýni hvernig allir geti haft áhrif, samfélaginu til góða. Gerum samfélagið betra „Við verðum ekki öll friðarverðlaunahafar Nóbels en við, sem eigum því láni að fagna að búa í einu friðsælasta landi heims, getum öll lagt okkar af mörkum, munað hvert eftir öðru, hlúð hvert að öðru og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að gera samfélagið aðeins betra; heiminn aðeins fallegri,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu í gær.Lesa má ávarpið í heild sinni hér. Alþingi Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Allir geta lagt sitt af mörkum til að gera samfélagið aðeins betra og heiminn aðeins fallegri að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hún gerði horfur á vinnumarkaði, loftslagsmál og tæknibreytingar einnig að umræðuefni í áramótaávarpi sínu í gær. Katrín ræddi í ávarpi sínu um nauðsyn þess að tryggja almenningi lífskjarabata með því að auka jöfnuð og hagsæld. „Fullveldissagan er saga framfara, raunar er allt svo gjörbreytt að stundum er eins og 19. öldin hafi aldrei verið. En íslenska samfélagið hefur þó aldrei aðeins snúist um efnahagslega velferð eingöngu heldur almenna velferð og jöfnuð.”Áskoranir framundan Katrín gerði þær áskoranir sem eru framundan eru á sviði loftslagsmála og tæknibreytinga einnig að umræðuefni sem og ferðaþjónustuna, eina stærstu atvinnugrein og tekjulind þjóðarinnar. „Hingað kemur fólk til að berja einstaka náttúru augum. Hluti af sjálfbærri ferðaþjónustu er að vernda þessa sömu náttúru fyrir utan þá skyldu sem á okkur hvílir að vernda náttúruna og víðernin þeirra fyrir komandi kynslóðir. Vegna þess að sala náttúruauðlinda er og verður hverful atvinnugrein hefur aldrei verið mikilvægara að við Íslendingar horfum til hugvits og nýsköpunar til lengri tíma.” Þá minnti hún á það fólk og sjálfboðaliða sem eru reiðubúnir að koma öðrum til bjargar á nóttu sem degi en það sýni hvernig allir geti haft áhrif, samfélaginu til góða. Gerum samfélagið betra „Við verðum ekki öll friðarverðlaunahafar Nóbels en við, sem eigum því láni að fagna að búa í einu friðsælasta landi heims, getum öll lagt okkar af mörkum, munað hvert eftir öðru, hlúð hvert að öðru og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að gera samfélagið aðeins betra; heiminn aðeins fallegri,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu í gær.Lesa má ávarpið í heild sinni hér.
Alþingi Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira