Þar segir hún: „Bjóðum 2019 innilega velkomið! Þessi tvö ætla síðan að skella sér í ný hlutverk og verða foreldrar í júní.“
Parið er um þessar mundir saman í fríi í Orlando.
Sverrir Ingi er atvinnumaður í knattspyrnu og leikur með Rostov í Rússlandi.
Hrefna Dís er einn besti dansari landsins og vakti hún athygli í skemmtiþáttunum Allir geta dansað sem voru á dagskrá Stöðvar 2 á síðasta ári. Þar var hún í slagitogi með Jóni Arnari Magnússyni.
