Næstu skref Framsýnar í kjaramálum skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. janúar 2019 06:00 Framsýn er enn með í samfloti félaga innan SGS. Fréttablaðið/Auðunn „Ég ber þá von í brjósti að stéttarfélögin innan Starfsgreinasambandsins muni öll vísa núna fyrir miðjan janúar ef fer sem horfir og það gerist ekkert. Framsýn mun aldrei sætta sig við að sitja við eitthvert eldhúsborð og drekka kaffi. Við viljum vera við sjálft samningaborðið,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Samþykkt var á fjölmennum fundi félagsmanna fyrir helgi að veita Aðalsteini umboð til þess að draga samningsumboðið til baka frá SGS komist ekki skriður á kjaraviðræður nú í byrjun janúar eða SGS verði ekki þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þetta mun skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins. Við ætlum að gefa þessu þann tíma vegna þess að það er búið að setja upp stífa dagskrá og svo sjáum við hvernig staðan verður þá. Það er samt alveg ljóst að Framsýn er í startholunum með þetta.“ Aðalsteinn segir að draumur Framsýnar hafi orðið að veruleika þegar ljóst varð að Starfsgreinasambandið færi fram sem ein heild. „Við börðumst mikið fyrir því en síðan kemur á daginn að innan okkar raða eru aðilar sem eru herskárri en aðrir. Það vildu sjö félög vísa til ríkissáttasemjara fyrir jól til að reyna að fá verkstjórn á þetta og láta þetta ganga. Því miður brást það.“ Hann segist ekki vera svartsýnn á framhaldið þótt leiðir hafi skilið milli aðila innan SGS en Efling og Verkalýðsfélag Akraness drógu sig út úr samstarfi SGS fyrir jól og hafa tekið upp samstarf við VR. „Ég fagna harðari verkalýðsbaráttu. Ástæðan fyrir því að okkar fólk er svona illa statt í dag er sú að það hefur vantað meiri hörku í íslenska verkalýðsbaráttu. Ég hef fulla trú á því að ef SGS vísar núna um miðjan mánuðinn þá muni þessir aðilar vinna mjög náið saman í sérmálum og öðrum sem tengjast ekki beint launaliðnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
„Ég ber þá von í brjósti að stéttarfélögin innan Starfsgreinasambandsins muni öll vísa núna fyrir miðjan janúar ef fer sem horfir og það gerist ekkert. Framsýn mun aldrei sætta sig við að sitja við eitthvert eldhúsborð og drekka kaffi. Við viljum vera við sjálft samningaborðið,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Samþykkt var á fjölmennum fundi félagsmanna fyrir helgi að veita Aðalsteini umboð til þess að draga samningsumboðið til baka frá SGS komist ekki skriður á kjaraviðræður nú í byrjun janúar eða SGS verði ekki þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þetta mun skýrast á fyrstu tveimur vikum ársins. Við ætlum að gefa þessu þann tíma vegna þess að það er búið að setja upp stífa dagskrá og svo sjáum við hvernig staðan verður þá. Það er samt alveg ljóst að Framsýn er í startholunum með þetta.“ Aðalsteinn segir að draumur Framsýnar hafi orðið að veruleika þegar ljóst varð að Starfsgreinasambandið færi fram sem ein heild. „Við börðumst mikið fyrir því en síðan kemur á daginn að innan okkar raða eru aðilar sem eru herskárri en aðrir. Það vildu sjö félög vísa til ríkissáttasemjara fyrir jól til að reyna að fá verkstjórn á þetta og láta þetta ganga. Því miður brást það.“ Hann segist ekki vera svartsýnn á framhaldið þótt leiðir hafi skilið milli aðila innan SGS en Efling og Verkalýðsfélag Akraness drógu sig út úr samstarfi SGS fyrir jól og hafa tekið upp samstarf við VR. „Ég fagna harðari verkalýðsbaráttu. Ástæðan fyrir því að okkar fólk er svona illa statt í dag er sú að það hefur vantað meiri hörku í íslenska verkalýðsbaráttu. Ég hef fulla trú á því að ef SGS vísar núna um miðjan mánuðinn þá muni þessir aðilar vinna mjög náið saman í sérmálum og öðrum sem tengjast ekki beint launaliðnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira