Tónleikarnir voru sýndir í heild sinni á Stöð 2 á nýárskvöld og má með sanni segja að þeir hafi heppnast einstaklega vel.
Í síðasta skipti er líklega vinsælasta lag Friðriks Dórs og þakið hreinlega ætlaði af Kaplakrika þegar hann tók lagið. Eins og sjá má hér að neðan sungu mörg þúsund manns með.