Félagar í SÍ búa sig til brottfarar Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2019 10:37 Heiðveig María niðri á kæa. Málaferli hennar gegn SÍ eru nú yfirstandandi en víst er að margir félagar hennar horfa nú til þess að yfirgefa félagið. visir/vilhelm Fyrir liggur að nýrrar stjórnar í Sjómannafélagi Íslands bíða krefjandi verkefni. Nokkrir félagar þar búa sig til brottfarar úr félaginu. Þeir eru ósáttir við það hvernig þeir í brúnni, stjórn félagsins, hafa stýrt skipinu. Jónas Garðarsson formaður hefur stigið til hliðar en menn sjá ekki að það breyti miklu; hægri hönd hans, fyrrverandi gjaldkeri félagsins, Bergur Þorkelsson, var sjálfkjörinn á aðalfundi sem fram fór í síðasta mánuði. Vísir hefur heimildir fyrir því að allstór hópur undirbúi það að skipta um félag þá er niðurstaða liggur fyrir í málum Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem hefur stefnt SÍ fyrir félagsdóm í kjölfar þess að komið var í veg fyrir að hún fengi að bjóða sig fram, fundnir voru á því ýmsir meinbugir og gott betur; hún var rekin úr félaginu vegna gagnrýni sem hún setti fram á stjórn félagsins. Heiðveig María vann á dögunum áfangasigur í því máli.Sjómenn ómyrkir í máli „Ég ætla að gera eins og aðrir og halda félagsgjöldunum mínum frá Sjómannafélagi Íslands næstu mánaðarmót þangað til ég sé hvað ég ætla að gera. Því þessi A listi er ekki minn listi, ef mér er neitað um lýðræði árið 2018 þá neita ég ykkur um peningana mína,“ segir Ingi Þór Hafdísarson sjómaður. Og þannig má áfram telja.Arnar Leó um borð, að gera að netum. Hann segist vera að íhuga stöðu sína innan félagsins og svo er um marga aðra félaga hans.„Þetta er ekkert nema eftirlaunasjóður fyrir nokkra vel valda kalla sem hafa lykillinn að skúffunni sjálfir og vaða í hana þegar þeim hentar,“ segir Kjartan A Mula sjómaður úr Eyjum í athugasemd á Facebook. Þar tekur einnig Sigurður Jóhann Atlason til máls: „Ég hef sýnt fádæma þolinmæði, ásamt mörgum sjómönnum, því ég vildi getað treyst stéttarfélaginu mínu. Sú þolinmæði er þrotin. Strax í fyrramálið mun ég senda ykkur úrsögn úr félaginu þar sem ég mun áskilja mér rétt til að sækja félagsgjöld mín til baka ef það kemur upp úr krafsinu að ólögleg athæfi hafi átt sér stað innan félagsins.“ Sjómennirnir skafa ekki af því. Einn þeirra sem Vísir hefur rætt við, Arnar Leó Árnason, háseti á Höfrungi III, segist vera að íhuga stöðu sína en hann hefur verið í félaginu í rúman áratug. Og hafi, í barnalegri trú, eins og hann orðar það sjálfur, talið að þarna væri allt með felldu en hafi svo komist að því sér til skelfingar að þannig væri því ekki farið. Það hafi komið á daginn þegar Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, vildi bjóða sig fram. Þá hafi stjórnin róið að því öllum árum að koma í veg fyrir það með brögðum sem væru nánast atlaga að heilbrigðri skynsemi. Svo kjánaleg hafi þau mörg hver verið.Tvennum sögum fer af aðalfundi Aðalfundur SÍ var haldinn 27. desember 2018, í síðasta mánuði, á Grand Hótel. Tvennum sögum fer af því hvernig sá fundur fór fram. Hann var haldinn í skugga málaferla á hendur félaginu, sem snúa meðal annars að brottrekstri Heiðveigar Maríu úr félaginu.Bergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot kastljósMeðan ýmsir halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum segir Helgi Kristinsson, starfandi formaður SÍ, hann hafa farið fram með friði og spekt. Fréttastofa Ríkisútvarpsins spurði hann út í ummæli Rúnars Gunnarssonar sjómanns, varðandi læti á fundinum en Helgi svarar því til að Rúnar hafi bara verið „svolítið svekktur með að hans fólk hafi ekkert mætt. Hann rauk út, eða einhverjir á hans vegum, og þeir vildu ekki, eða voru svona tregir til að fara í pontu – voru bara í frammíköllum – þetta pirraði þá eitthvað.“ Fréttamaður RÚV spyr þá Helga hvað hafi pirrað þá? „Að þeir gætu ekki bara hleypt fundinum upp. Ég held að það hafi verið planið. Þeir byrjuðu í einhverjum köllum og látum en svo bara lagaðist það,“ svarar Helgi.Ólýðræðislegt félag Á fundinum voru um 60 manns, samkvæmt heimildum Vísis voru þeir flestir vel við aldur. Svo voru þarna um hálfur tugur sem hafði eitt og annað við stjórn félagsins að athuga. Arnar Leó er einn þeirra fjögurra sem gengu út af fundinum. Hann segir að sér hafi ofboðið; segist furðu lostinn eftir að hafa áttað sig á því hversu ólýðræðislegt félag hans er og hversu erfitt er að nálgast upplýsingar.Heiðveig María í héraðsdómi. Fyrirhugað framboð hennar ætlar að draga dilk á eftir sér fyrir Sjómannafélag Íslands.visir/vilhelmBergur Þorkelsson, er fyrrverandi gjaldkeri SÍ og nú sjálfkjörinn formaður eftir að komið var í veg fyrir framboð Heiðveigar Maríu. Arnar Leó segir að það hafi farið ágætlega á með honum og Bergi fram til þessa. En, svo fremi að spurningar sem að honum sé beint séu þægilegar. „Hann svarar sumu, öðru ekki. Og sakaði mig eitt sinn um persónuárásir þegar ég sendi inn fyrirspurn,“ segir Arnar Leó en þá var um að ræða spurningu sem Bergi þótti greinilega óþægilegt að svara.Frumlegar aðferðir til að koma í veg fyrir framboð Arnar Leó segir þetta sem hann kallar sósíalistabull, sú kenning sem Bergur hélt svo á loft í sjónvarpsviðtali og var undirliggjandi þegar samþykkt var að vísa Heiðveigu Maríu úr félaginu, svo fáránlegt að vandséð sé að menn sem trúi slíku geti ráðið sér sjálfir, hvað þá heilu félagi. „Þeir trúa þessu sumir!? Fyrst átti hún að vera útsendari útgerðarinnar og svo þegar það gekk ekki upp þá var hún orðin útsendari einhvers blaðamanns sem á að vera að sölsa undir sig verkalýðshreyfinguna.“Jónas Garðarsson situr áfram sem formaður þar til Bergur tekur við seinna í ár, það er ef Heiðveigu Maríu tekst ekki að hnekkja kjöri hans.visir/vilhelmSjómaðurinn segir þetta með hinum mestu ólíkindum. „Þetta er svo mikið bull að þú gætir ekki einu sinni logið þessu.“ Hann gagnrýnir harðlega það að ekki hafi verið komið upp fjarskiptabúnaði svo fleiri hefðu getað verið á fundinum, ýmsir sjó- og landsbyggðamenn áttu þess ekki kost. Og fróm fyrirheit um að bæta úr skák síðar komi of seint. Þá hafi það verið sérkennilegt að þeir sem mættu sem fulltrúar með umboð gildra félaga, var meinað einhliða aðgangur að fundinum.Telur stjórnina halda spilum þétt að sér „Greinilegt að ekki er vilji stjórnar að veita félagsmönnum sínum slíkt aðgengi að fundi félagsins þrátt fyrir mörg fordæmi hjá til dæmis húsfélögum um slík umboð.“Arnar Leó þykir þetta skjóta skökku við sem og ýmislegt annað varðandi stjórn félagsins. Hann segir að Guðmundur Hallvarðsson hafi verið kosinn fundarstjóri á aðalfundinum og honum hafi ofboðið þegar Guðmundur fór að tala um góða og lýðræðislega stjórn. Og „vildarvinaklúbbur, verðtryggð vísindakirkja, klapplið Jónasar Garðarssonar tók undir einum rómi,“ segir Arnar sem hefur þetta til marks um þöggun. „Ég var ekki einn þeirra sem var með frammíköll en ég skil vel að mönnum gremjist það hvernig á málum er haldið.“ Arnar Leó hugsar nú sinn gang. Hann segist hafa unnið sér inn ýmis réttindi eftir áratug í félaginu, sem hann vill ekki hlaupa frá að óathuguðu máli; hann þurfi að skoða þau mál áður en næstu skref verða stigin en víst er að honum hugnast ekki vistin. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. 21. desember 2018 19:30 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jónas segir af sér sem formaður í Sjómannafélaginu Sakar fjölmiðla um óvæginn og rangan fréttaflutning. 7. desember 2018 14:52 Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Birtir myndir af sér á Facebook-síðu sinni með allra flokka fólki. 23. nóvember 2018 12:33 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fyrir liggur að nýrrar stjórnar í Sjómannafélagi Íslands bíða krefjandi verkefni. Nokkrir félagar þar búa sig til brottfarar úr félaginu. Þeir eru ósáttir við það hvernig þeir í brúnni, stjórn félagsins, hafa stýrt skipinu. Jónas Garðarsson formaður hefur stigið til hliðar en menn sjá ekki að það breyti miklu; hægri hönd hans, fyrrverandi gjaldkeri félagsins, Bergur Þorkelsson, var sjálfkjörinn á aðalfundi sem fram fór í síðasta mánuði. Vísir hefur heimildir fyrir því að allstór hópur undirbúi það að skipta um félag þá er niðurstaða liggur fyrir í málum Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem hefur stefnt SÍ fyrir félagsdóm í kjölfar þess að komið var í veg fyrir að hún fengi að bjóða sig fram, fundnir voru á því ýmsir meinbugir og gott betur; hún var rekin úr félaginu vegna gagnrýni sem hún setti fram á stjórn félagsins. Heiðveig María vann á dögunum áfangasigur í því máli.Sjómenn ómyrkir í máli „Ég ætla að gera eins og aðrir og halda félagsgjöldunum mínum frá Sjómannafélagi Íslands næstu mánaðarmót þangað til ég sé hvað ég ætla að gera. Því þessi A listi er ekki minn listi, ef mér er neitað um lýðræði árið 2018 þá neita ég ykkur um peningana mína,“ segir Ingi Þór Hafdísarson sjómaður. Og þannig má áfram telja.Arnar Leó um borð, að gera að netum. Hann segist vera að íhuga stöðu sína innan félagsins og svo er um marga aðra félaga hans.„Þetta er ekkert nema eftirlaunasjóður fyrir nokkra vel valda kalla sem hafa lykillinn að skúffunni sjálfir og vaða í hana þegar þeim hentar,“ segir Kjartan A Mula sjómaður úr Eyjum í athugasemd á Facebook. Þar tekur einnig Sigurður Jóhann Atlason til máls: „Ég hef sýnt fádæma þolinmæði, ásamt mörgum sjómönnum, því ég vildi getað treyst stéttarfélaginu mínu. Sú þolinmæði er þrotin. Strax í fyrramálið mun ég senda ykkur úrsögn úr félaginu þar sem ég mun áskilja mér rétt til að sækja félagsgjöld mín til baka ef það kemur upp úr krafsinu að ólögleg athæfi hafi átt sér stað innan félagsins.“ Sjómennirnir skafa ekki af því. Einn þeirra sem Vísir hefur rætt við, Arnar Leó Árnason, háseti á Höfrungi III, segist vera að íhuga stöðu sína en hann hefur verið í félaginu í rúman áratug. Og hafi, í barnalegri trú, eins og hann orðar það sjálfur, talið að þarna væri allt með felldu en hafi svo komist að því sér til skelfingar að þannig væri því ekki farið. Það hafi komið á daginn þegar Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, vildi bjóða sig fram. Þá hafi stjórnin róið að því öllum árum að koma í veg fyrir það með brögðum sem væru nánast atlaga að heilbrigðri skynsemi. Svo kjánaleg hafi þau mörg hver verið.Tvennum sögum fer af aðalfundi Aðalfundur SÍ var haldinn 27. desember 2018, í síðasta mánuði, á Grand Hótel. Tvennum sögum fer af því hvernig sá fundur fór fram. Hann var haldinn í skugga málaferla á hendur félaginu, sem snúa meðal annars að brottrekstri Heiðveigar Maríu úr félaginu.Bergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot kastljósMeðan ýmsir halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum segir Helgi Kristinsson, starfandi formaður SÍ, hann hafa farið fram með friði og spekt. Fréttastofa Ríkisútvarpsins spurði hann út í ummæli Rúnars Gunnarssonar sjómanns, varðandi læti á fundinum en Helgi svarar því til að Rúnar hafi bara verið „svolítið svekktur með að hans fólk hafi ekkert mætt. Hann rauk út, eða einhverjir á hans vegum, og þeir vildu ekki, eða voru svona tregir til að fara í pontu – voru bara í frammíköllum – þetta pirraði þá eitthvað.“ Fréttamaður RÚV spyr þá Helga hvað hafi pirrað þá? „Að þeir gætu ekki bara hleypt fundinum upp. Ég held að það hafi verið planið. Þeir byrjuðu í einhverjum köllum og látum en svo bara lagaðist það,“ svarar Helgi.Ólýðræðislegt félag Á fundinum voru um 60 manns, samkvæmt heimildum Vísis voru þeir flestir vel við aldur. Svo voru þarna um hálfur tugur sem hafði eitt og annað við stjórn félagsins að athuga. Arnar Leó er einn þeirra fjögurra sem gengu út af fundinum. Hann segir að sér hafi ofboðið; segist furðu lostinn eftir að hafa áttað sig á því hversu ólýðræðislegt félag hans er og hversu erfitt er að nálgast upplýsingar.Heiðveig María í héraðsdómi. Fyrirhugað framboð hennar ætlar að draga dilk á eftir sér fyrir Sjómannafélag Íslands.visir/vilhelmBergur Þorkelsson, er fyrrverandi gjaldkeri SÍ og nú sjálfkjörinn formaður eftir að komið var í veg fyrir framboð Heiðveigar Maríu. Arnar Leó segir að það hafi farið ágætlega á með honum og Bergi fram til þessa. En, svo fremi að spurningar sem að honum sé beint séu þægilegar. „Hann svarar sumu, öðru ekki. Og sakaði mig eitt sinn um persónuárásir þegar ég sendi inn fyrirspurn,“ segir Arnar Leó en þá var um að ræða spurningu sem Bergi þótti greinilega óþægilegt að svara.Frumlegar aðferðir til að koma í veg fyrir framboð Arnar Leó segir þetta sem hann kallar sósíalistabull, sú kenning sem Bergur hélt svo á loft í sjónvarpsviðtali og var undirliggjandi þegar samþykkt var að vísa Heiðveigu Maríu úr félaginu, svo fáránlegt að vandséð sé að menn sem trúi slíku geti ráðið sér sjálfir, hvað þá heilu félagi. „Þeir trúa þessu sumir!? Fyrst átti hún að vera útsendari útgerðarinnar og svo þegar það gekk ekki upp þá var hún orðin útsendari einhvers blaðamanns sem á að vera að sölsa undir sig verkalýðshreyfinguna.“Jónas Garðarsson situr áfram sem formaður þar til Bergur tekur við seinna í ár, það er ef Heiðveigu Maríu tekst ekki að hnekkja kjöri hans.visir/vilhelmSjómaðurinn segir þetta með hinum mestu ólíkindum. „Þetta er svo mikið bull að þú gætir ekki einu sinni logið þessu.“ Hann gagnrýnir harðlega það að ekki hafi verið komið upp fjarskiptabúnaði svo fleiri hefðu getað verið á fundinum, ýmsir sjó- og landsbyggðamenn áttu þess ekki kost. Og fróm fyrirheit um að bæta úr skák síðar komi of seint. Þá hafi það verið sérkennilegt að þeir sem mættu sem fulltrúar með umboð gildra félaga, var meinað einhliða aðgangur að fundinum.Telur stjórnina halda spilum þétt að sér „Greinilegt að ekki er vilji stjórnar að veita félagsmönnum sínum slíkt aðgengi að fundi félagsins þrátt fyrir mörg fordæmi hjá til dæmis húsfélögum um slík umboð.“Arnar Leó þykir þetta skjóta skökku við sem og ýmislegt annað varðandi stjórn félagsins. Hann segir að Guðmundur Hallvarðsson hafi verið kosinn fundarstjóri á aðalfundinum og honum hafi ofboðið þegar Guðmundur fór að tala um góða og lýðræðislega stjórn. Og „vildarvinaklúbbur, verðtryggð vísindakirkja, klapplið Jónasar Garðarssonar tók undir einum rómi,“ segir Arnar sem hefur þetta til marks um þöggun. „Ég var ekki einn þeirra sem var með frammíköll en ég skil vel að mönnum gremjist það hvernig á málum er haldið.“ Arnar Leó hugsar nú sinn gang. Hann segist hafa unnið sér inn ýmis réttindi eftir áratug í félaginu, sem hann vill ekki hlaupa frá að óathuguðu máli; hann þurfi að skoða þau mál áður en næstu skref verða stigin en víst er að honum hugnast ekki vistin.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. 21. desember 2018 19:30 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jónas segir af sér sem formaður í Sjómannafélaginu Sakar fjölmiðla um óvæginn og rangan fréttaflutning. 7. desember 2018 14:52 Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Birtir myndir af sér á Facebook-síðu sinni með allra flokka fólki. 23. nóvember 2018 12:33 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. 21. desember 2018 19:30
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
Jónas segir af sér sem formaður í Sjómannafélaginu Sakar fjölmiðla um óvæginn og rangan fréttaflutning. 7. desember 2018 14:52
Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Birtir myndir af sér á Facebook-síðu sinni með allra flokka fólki. 23. nóvember 2018 12:33
Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06