Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2018 19:30 Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður hugðist bjóða sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en mætti ýmsum hindrunum á þeirri leið. Vísir/vilhelm Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. Hún er sátt við niðurstöðuna þar sem allar helstu kröfur hennar á hendur félaginu standi, meðal annars varðandi brottrekstur hennar úr félaginu. Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður hugðist bjóða sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en mætti ýmsum hindrunum á þeirri leið, meðal annars að hún þyrfti að vera þrjú ár í félaginu til að bjóða sig fram og var að lokum rekin úr félaginu. Hún stefndi félaginu fyrir Félagsdóm með kröfur í sjö liðum en Sjómannafélagið krafðist frávísunar á sex þeirra. Félagsdómur hafnaði í dag þremur af sex frávísunarkröfum félagsins þannig að fjórar standa eftir. „Það eru aðalatriðin sem við viljum hafa inni. Það er að segja brottreksturinn og þessi þriggja ára regla. Hitt eru skaðabætur og miskabætur og eitthvað sem skiptir engu máli í þessu máli,“ sagði Heiðveig María eftir að niðurstaða Félagsdóms lág fyrir. Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður Heiðveigar Maríu tekur undir með henni um að vel megi una við niðurstöðu Félagsdóms. „En efnislega sýnist mér við vera að fara að fjalla um brottreksturinn og kjörgengið sem er gott. Það þarf að leysa úr því. Svo hélt hann inni kröfunni eða hafnaði frávísun á kröfu um greiðslu sektar í ríkissjóð sem við gerðum. Sem er gott því ef niðurstaðan verður Heiðveigu í hag er ljóst að lög um stéttarfélög og vinnudeilur hafa verið brotin. Þá eiga aðilar að greiða sekt samkvæmt lögum,“ segir Kolbrún. Aðalmeðferð í málinu fer fram hinn 29. janúar að því gefnu að Hæstiréttur úrskurði áður ef Sjómannafélagið hugsanlega kærir niðurstöðu Félagsdóms. Heiðveigu og Kolbrúnu finnst hins vegar undarlegt að Sjómannafélagið ætli að halda aðalfund sinn hinn 27. desember, áður en aðalmeðferð málsins fer fram í Félagsdómi, þótt skorað hafi verið á félagið að bíða með fundinn. „Þannig að menn vissu þá hverjir væru kjörgengir og hvort viðkomandi væri í félaginu og svo framvegis. En þeir hafa alfarið hafnað því og ætla að halda öllu til streitu eins og ekkert sé,“ segir Kolbrún.Ertu hætt að berjast fyrir hagsmunum sjómanna? „Nei að sjálfsögðu ekki. Þetta eru einhverjir þyrnar sem búið er að strá einhvers staðar í götu okkar. Við höldum áfram ótrauð og erum að vinna á fullu,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. Hún er sátt við niðurstöðuna þar sem allar helstu kröfur hennar á hendur félaginu standi, meðal annars varðandi brottrekstur hennar úr félaginu. Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður hugðist bjóða sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en mætti ýmsum hindrunum á þeirri leið, meðal annars að hún þyrfti að vera þrjú ár í félaginu til að bjóða sig fram og var að lokum rekin úr félaginu. Hún stefndi félaginu fyrir Félagsdóm með kröfur í sjö liðum en Sjómannafélagið krafðist frávísunar á sex þeirra. Félagsdómur hafnaði í dag þremur af sex frávísunarkröfum félagsins þannig að fjórar standa eftir. „Það eru aðalatriðin sem við viljum hafa inni. Það er að segja brottreksturinn og þessi þriggja ára regla. Hitt eru skaðabætur og miskabætur og eitthvað sem skiptir engu máli í þessu máli,“ sagði Heiðveig María eftir að niðurstaða Félagsdóms lág fyrir. Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður Heiðveigar Maríu tekur undir með henni um að vel megi una við niðurstöðu Félagsdóms. „En efnislega sýnist mér við vera að fara að fjalla um brottreksturinn og kjörgengið sem er gott. Það þarf að leysa úr því. Svo hélt hann inni kröfunni eða hafnaði frávísun á kröfu um greiðslu sektar í ríkissjóð sem við gerðum. Sem er gott því ef niðurstaðan verður Heiðveigu í hag er ljóst að lög um stéttarfélög og vinnudeilur hafa verið brotin. Þá eiga aðilar að greiða sekt samkvæmt lögum,“ segir Kolbrún. Aðalmeðferð í málinu fer fram hinn 29. janúar að því gefnu að Hæstiréttur úrskurði áður ef Sjómannafélagið hugsanlega kærir niðurstöðu Félagsdóms. Heiðveigu og Kolbrúnu finnst hins vegar undarlegt að Sjómannafélagið ætli að halda aðalfund sinn hinn 27. desember, áður en aðalmeðferð málsins fer fram í Félagsdómi, þótt skorað hafi verið á félagið að bíða með fundinn. „Þannig að menn vissu þá hverjir væru kjörgengir og hvort viðkomandi væri í félaginu og svo framvegis. En þeir hafa alfarið hafnað því og ætla að halda öllu til streitu eins og ekkert sé,“ segir Kolbrún.Ertu hætt að berjast fyrir hagsmunum sjómanna? „Nei að sjálfsögðu ekki. Þetta eru einhverjir þyrnar sem búið er að strá einhvers staðar í götu okkar. Við höldum áfram ótrauð og erum að vinna á fullu,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira