Föstudagsplaylisti Special-K Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 4. janúar 2019 12:00 Skiptu í kósýgírinn með Katrínu Helgu. Kristlín Dís Reykjavíkurdóttirin og myndlistarkonan Katrín Helga Andrésdóttir, sem gengur einnig undir nafninu Special-K, er lagavaldur föstudagslistans að þessu sinni. Sveimandi sólótónlist hennar sem Special-K er mun rólegri að yfirbragði en hart hip-hop Reykjavíkurdætra, og líkist mun frekar draumapoppinu sem einkenndi eldra verkefni hennar, Krika. Auk þessa er hún hluti af tónleikasveit tónlistarkonunnar Sóleyjar, og spilar þar á hljómborð ásamt því að vera bakraddarsöngkona. Nýverið kom út kassettan I Thought I’d Be More Famous by Now í takmörkuðu upplagi hjá japönsku fyrirtæki, en internetútgáfa plötunnar, þar sem myndband fylgir hverju lagi, birtist 27. janúar næstkomandi. Special-K spilar svo í lok janúar í London, tekur tónleikaferðalag um Japan í mars og spilar á SPOT-hátíðinni í Danmörku í maí. Þar að auki eru Reykjavíkurdætur á leið út til Hollands að spila á Eurosonic-hátíðinni í janúar þar sem þær taka einnig á móti MME-verðlaununum sem þær unnu nýverið. Varðandi lagavalið segir Katrín listann engan partýplaylista, þetta sé frekar „svona fyrir þá sem eru heima í kósýgír.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Reykjavíkurdóttirin og myndlistarkonan Katrín Helga Andrésdóttir, sem gengur einnig undir nafninu Special-K, er lagavaldur föstudagslistans að þessu sinni. Sveimandi sólótónlist hennar sem Special-K er mun rólegri að yfirbragði en hart hip-hop Reykjavíkurdætra, og líkist mun frekar draumapoppinu sem einkenndi eldra verkefni hennar, Krika. Auk þessa er hún hluti af tónleikasveit tónlistarkonunnar Sóleyjar, og spilar þar á hljómborð ásamt því að vera bakraddarsöngkona. Nýverið kom út kassettan I Thought I’d Be More Famous by Now í takmörkuðu upplagi hjá japönsku fyrirtæki, en internetútgáfa plötunnar, þar sem myndband fylgir hverju lagi, birtist 27. janúar næstkomandi. Special-K spilar svo í lok janúar í London, tekur tónleikaferðalag um Japan í mars og spilar á SPOT-hátíðinni í Danmörku í maí. Þar að auki eru Reykjavíkurdætur á leið út til Hollands að spila á Eurosonic-hátíðinni í janúar þar sem þær taka einnig á móti MME-verðlaununum sem þær unnu nýverið. Varðandi lagavalið segir Katrín listann engan partýplaylista, þetta sé frekar „svona fyrir þá sem eru heima í kósýgír.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira