Nútíminn með augum Sjóns árið 1989 Benedikt Bóas skrifar 5. janúar 2019 11:00 Úr DV árið 1989. „Þarna var leiklistardraumurinn að byrja,“ segir Hilmir Snær Guðnason sem lék aðalhlutverkið í verkinu Tóm ást fyrir 30 árum sem Herranótt, leikfélag MR, setti upp. Verkið gerist í fjarlægri framtíð, í Reykjavík árið 2019. Þá lendir ungur geimprins hér í borg og leitar að ástinni. Til að gera langa sögu stutta finnur hann sína heittelskuðu á japönskum veitingastað, svokölluðum sushi-stað. Leikurinn berst síðan frá sólkerfi til sólkerfis, vetrarbraut til vetrarbrautar en fer þó aldrei lengra en í 23. víddina. Þetta var fyrsta leikritið sem Sjón skrifaði. Síðan hefur töluvert vatn runnið til sjávar og mörg verðlaun fallið í hans skaut. Leikstjóri var Kolbrún Halldórsdóttir og Hilmir Snær í aðalhlutverki. Kári Schram kvikmyndagerðarmaður sá um tæknilega hlutann og búningarnir og gervin sem Dominique Poulain sá um vöktu sérstaka athygli. Tónlistina gerði Þór Eldon. „Ég man að þetta var skemmtilegt verk og gekk töluvert lengi. Ég man að það komu krakkar úr öðrum skólum til að kíkja á okkur. Þetta sló alveg í gegn,“ segir Hilmir. „Prinsinn gekk um með hjartsláttarmæli til að finna ástina. Það væri gaman að sjá þetta aftur,“ segir Hilmir en hann gegndi formannsembættinu hjá leikfélaginu það árið. Leikhús Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þarna var leiklistardraumurinn að byrja,“ segir Hilmir Snær Guðnason sem lék aðalhlutverkið í verkinu Tóm ást fyrir 30 árum sem Herranótt, leikfélag MR, setti upp. Verkið gerist í fjarlægri framtíð, í Reykjavík árið 2019. Þá lendir ungur geimprins hér í borg og leitar að ástinni. Til að gera langa sögu stutta finnur hann sína heittelskuðu á japönskum veitingastað, svokölluðum sushi-stað. Leikurinn berst síðan frá sólkerfi til sólkerfis, vetrarbraut til vetrarbrautar en fer þó aldrei lengra en í 23. víddina. Þetta var fyrsta leikritið sem Sjón skrifaði. Síðan hefur töluvert vatn runnið til sjávar og mörg verðlaun fallið í hans skaut. Leikstjóri var Kolbrún Halldórsdóttir og Hilmir Snær í aðalhlutverki. Kári Schram kvikmyndagerðarmaður sá um tæknilega hlutann og búningarnir og gervin sem Dominique Poulain sá um vöktu sérstaka athygli. Tónlistina gerði Þór Eldon. „Ég man að þetta var skemmtilegt verk og gekk töluvert lengi. Ég man að það komu krakkar úr öðrum skólum til að kíkja á okkur. Þetta sló alveg í gegn,“ segir Hilmir. „Prinsinn gekk um með hjartsláttarmæli til að finna ástina. Það væri gaman að sjá þetta aftur,“ segir Hilmir en hann gegndi formannsembættinu hjá leikfélaginu það árið.
Leikhús Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira