Innlent

Ók inn í garð á Snorrabraut

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
 Aðeins 46 mál komu inn á borð lögreglu í nótt.
Aðeins 46 mál komu inn á borð lögreglu í nótt. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði það nokkuð náðugt í gærkvöldi og nótt ef marka má dagbók lögreglu. Aðeins 46 mál komu inn á borð lögreglu í nótt.

Um klukkan 23:30 var ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumaður hafði ekið yfir grindverk og inn í garð á Snorrabraut. Ökumaðurinn gistir nú fangageymslu vegna rannsóknar málins. Bifreiðin skemmdist í hamaganginum og var dreginn í burtu.

Karlmaður var handekinn klukkan fjögur í nótt eftir að hann lagðist til svefns í stigahúsi í húsi í Breiðholti. Maðurinn er ekki íbúi í húsinu, gat ekki upplýst lögreglu um hvar hann átti heima og var því handtekinn.

Fyrr um kvöldið var maður handtekinn í Hafnarfirði grunaður um líkamsárás í heimahúsi. Maðurinn gisti fangageyslur vegna rannsóknar málsins en áverkar fórnarlambsins reyndust minniháttar.

Þá þurfti lögregla einnig að beita piparúða eftir að maður neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu. Veittist hann að lögreglumönnum sem þurftu að beita varnarúða til þess að stöðva árás mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×