Skordýr mögulega sökudólgarnir í „hljóðárásunum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 09:56 Sendiráð Bandaríkjanna á Kúbu. Vísir/Getty Vísindamenn sem rannsakað hafa uppruna hljóðs sem talið er hafa orsakað heilsuvandræði starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu telja að rekja megi hljóðið til skordýra af krybbutegund. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði og var talið líklegt að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beint að sendiráðinu í „hljóðárás“. Sú skýring fékk byr undir báða vængi eftir að fréttaveita AP birti upptöku af hljóðinu sem heyrðist en þar má heyra að um er að ræða skerandi síbylju. Sérfræðingur stóðu lengi vel á gati um hver uppruni hljóðsins væri, þangað til nú. Vísindamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi rannsöku hljóðupptökuna og telja þeir víst að hljóðið sem þar má heyra komi frá skordýri af krybbutegund en krybbur eru skyldar engisprettum. Nánar tiltekið er um að ræða tegund sem finnst einkum á eyjunum í Karíbahafi, þar með talið á Kúbu.Í frétt Guardian eru þó slegnir þeir varnaglar að ekki hafi allir þeir sendiráðsstarfsmenn sem veiktust tengt hljóð við veikindin auk þess sem að þeir sem það gerðu lýstu hljóðinu á mismunandi hátt. Því sé ekki hægt að slá því föstu að krybbuhljóðið hafi orsakað veikindin, né sé hægt að útiloka að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beitt. Þá er einnig haft eftir skorýrasérfræðingi sem fór yfir niðurstöðurnar að hann viti ekki um tilfelli þar sem krybbuhljóðið hafi orsakað heilsuvandræði. Hann segist þó ekki efast um það að hljóðið á upptökunni sem AP birti hafi komið frá krybbum. Bandaríkin Dýr Kúba Tengdar fréttir Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Bandaríkjamenn hafa verið varaðir við því að ferðast til Kúbu vegna undarlegra árása. 29. september 2017 14:40 Dularfullu hljóðvopni mögulega beitt gegn sendiráðsmönnum á Kúbu Fimm starfsmenn og makar starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu hafa orðið fyrir heyrnartapi frá því seint á síðasta ári. Grunur leikur á að einhvers konar tæki með hættulegum hljóðbylgjum hafi verið beitt gegn þeim. Tveir kúbanskir erindrekar hafa verið reknir frá Bandaríkjunum vegna málsins. 10. ágúst 2017 15:24 Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. 7. júní 2018 08:29 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fleiri fréttir Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Sjá meira
Vísindamenn sem rannsakað hafa uppruna hljóðs sem talið er hafa orsakað heilsuvandræði starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu telja að rekja megi hljóðið til skordýra af krybbutegund. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði og var talið líklegt að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beint að sendiráðinu í „hljóðárás“. Sú skýring fékk byr undir báða vængi eftir að fréttaveita AP birti upptöku af hljóðinu sem heyrðist en þar má heyra að um er að ræða skerandi síbylju. Sérfræðingur stóðu lengi vel á gati um hver uppruni hljóðsins væri, þangað til nú. Vísindamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi rannsöku hljóðupptökuna og telja þeir víst að hljóðið sem þar má heyra komi frá skordýri af krybbutegund en krybbur eru skyldar engisprettum. Nánar tiltekið er um að ræða tegund sem finnst einkum á eyjunum í Karíbahafi, þar með talið á Kúbu.Í frétt Guardian eru þó slegnir þeir varnaglar að ekki hafi allir þeir sendiráðsstarfsmenn sem veiktust tengt hljóð við veikindin auk þess sem að þeir sem það gerðu lýstu hljóðinu á mismunandi hátt. Því sé ekki hægt að slá því föstu að krybbuhljóðið hafi orsakað veikindin, né sé hægt að útiloka að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beitt. Þá er einnig haft eftir skorýrasérfræðingi sem fór yfir niðurstöðurnar að hann viti ekki um tilfelli þar sem krybbuhljóðið hafi orsakað heilsuvandræði. Hann segist þó ekki efast um það að hljóðið á upptökunni sem AP birti hafi komið frá krybbum.
Bandaríkin Dýr Kúba Tengdar fréttir Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Bandaríkjamenn hafa verið varaðir við því að ferðast til Kúbu vegna undarlegra árása. 29. september 2017 14:40 Dularfullu hljóðvopni mögulega beitt gegn sendiráðsmönnum á Kúbu Fimm starfsmenn og makar starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu hafa orðið fyrir heyrnartapi frá því seint á síðasta ári. Grunur leikur á að einhvers konar tæki með hættulegum hljóðbylgjum hafi verið beitt gegn þeim. Tveir kúbanskir erindrekar hafa verið reknir frá Bandaríkjunum vegna málsins. 10. ágúst 2017 15:24 Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. 7. júní 2018 08:29 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fleiri fréttir Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Sjá meira
Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Bandaríkjamenn hafa verið varaðir við því að ferðast til Kúbu vegna undarlegra árása. 29. september 2017 14:40
Dularfullu hljóðvopni mögulega beitt gegn sendiráðsmönnum á Kúbu Fimm starfsmenn og makar starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu hafa orðið fyrir heyrnartapi frá því seint á síðasta ári. Grunur leikur á að einhvers konar tæki með hættulegum hljóðbylgjum hafi verið beitt gegn þeim. Tveir kúbanskir erindrekar hafa verið reknir frá Bandaríkjunum vegna málsins. 10. ágúst 2017 15:24
Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. 7. júní 2018 08:29