Miðilinn Mashable hefur nú tekið saman vinsælasta myndband ársins 2018 ef horft er til tölfræði er varðar áhorfstölur, deilingar, læk og athugasemdir.
Vinsælasta myndband ársins kom frá raunveruleikastjörnunni Kylie Jenner þegar hún kynnti fyrir heiminum nýfædda dóttur þeirra Travis Scott en myndbandið kom inn þann 4. febrúar.
Jenner hafði haldið því leyndu fyrir heimsbyggðinni að hún væri barnshafnandi og kom stúlkan í heiminn þann 1. febrúar.
Kylie Jenner deildi í raun fæðingarmyndbandi og ber það nafnið To Our Daughter en þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á það 79 milljón sinnum.