Að bugast undan álagi að sjá um óvænt Banksy-verk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 13:50 Listaverkið er fallegt og hefur laðað að sér gríðarlegan fjölda gesta. Getty/Matt Cardy Velski bílskúrseigandinn Ian Lewis er að bugast undan álaginu sem fylgir því að sjá til þess að ekkert komi fyrir listaverk sem listamaðurinn Banksy málaði óvænt utan á einn veggja bílskúrsins. Talið er að um 20 þúsund manns hafi skoðað listaverkið yfir hátíðirnar.Líkt og Banksy er von og vísa málaði hann listaverkið á vegginn í skjóli nætur og án þess að biðja um leyfi. Lewis uppgötvaði verkið um viku fyrir jól og áttaði sig ekki á því að um Banksy-verk væri að ræða. Fljótlega fréttist af verkinu og mikill fjöldi gesta lagði leið sína að bílskúrnum. til þess að berja listaverkið augum. Um þúsund manns skoða verkið daglega.„Þetta hefur verið mjög, mjög stressandi og hálf-súrrealískt,“sagði Lewis í samtali við BBC.„Þetta er of mikið fyrir mig.“Segist hann vera að bugast undan álaginu að sjá til þess að verkið haldist óskemmt en Lewis segir að fyrstu dagana hafi fólk viljað kroppa hluta af veggnum af til þess að taka með sér heim. Segir hann meðal annars hafa heyrt umræðu um að fólk hafi viljað stela verkinu í heilu lagi.Sjálfboðaliðar hafa aðstoðað Lewis við að vernda verkið en girðing hefur verið sett utan um það. Hann segir einnig að breski leikarinn Michael Sheen, hafi aðstoðað sig með því að borga fyrir öryggisgæslu við verkið yfir hátíðirnar. Þar sem verkið er á lóð Lewis ber hann ábyrgð á því.Lewis segist vera kominn á þá skoðun að fjarlægja þurfi verkið og vill hann að það verði tekið í heilu lagi og flutt í miðbæ Port Talbot, þar sem það geti verið til sýnis.„Þetta var algjör sprengja inn í líf mitt. Ég vil bara að það verði venjulegt á ný, eins og það var,“ sagði Lewis.Banksy er heimsþekktur fyrir götulist sína, en raunverulegt nafn hans hefur aldrei fengist staðfest þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að afhjúpa auðkenni hins umdeilda listamanns. Bretland Myndlist Wales Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. 24. nóvember 2018 21:36 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Velski bílskúrseigandinn Ian Lewis er að bugast undan álaginu sem fylgir því að sjá til þess að ekkert komi fyrir listaverk sem listamaðurinn Banksy málaði óvænt utan á einn veggja bílskúrsins. Talið er að um 20 þúsund manns hafi skoðað listaverkið yfir hátíðirnar.Líkt og Banksy er von og vísa málaði hann listaverkið á vegginn í skjóli nætur og án þess að biðja um leyfi. Lewis uppgötvaði verkið um viku fyrir jól og áttaði sig ekki á því að um Banksy-verk væri að ræða. Fljótlega fréttist af verkinu og mikill fjöldi gesta lagði leið sína að bílskúrnum. til þess að berja listaverkið augum. Um þúsund manns skoða verkið daglega.„Þetta hefur verið mjög, mjög stressandi og hálf-súrrealískt,“sagði Lewis í samtali við BBC.„Þetta er of mikið fyrir mig.“Segist hann vera að bugast undan álaginu að sjá til þess að verkið haldist óskemmt en Lewis segir að fyrstu dagana hafi fólk viljað kroppa hluta af veggnum af til þess að taka með sér heim. Segir hann meðal annars hafa heyrt umræðu um að fólk hafi viljað stela verkinu í heilu lagi.Sjálfboðaliðar hafa aðstoðað Lewis við að vernda verkið en girðing hefur verið sett utan um það. Hann segir einnig að breski leikarinn Michael Sheen, hafi aðstoðað sig með því að borga fyrir öryggisgæslu við verkið yfir hátíðirnar. Þar sem verkið er á lóð Lewis ber hann ábyrgð á því.Lewis segist vera kominn á þá skoðun að fjarlægja þurfi verkið og vill hann að það verði tekið í heilu lagi og flutt í miðbæ Port Talbot, þar sem það geti verið til sýnis.„Þetta var algjör sprengja inn í líf mitt. Ég vil bara að það verði venjulegt á ný, eins og það var,“ sagði Lewis.Banksy er heimsþekktur fyrir götulist sína, en raunverulegt nafn hans hefur aldrei fengist staðfest þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að afhjúpa auðkenni hins umdeilda listamanns.
Bretland Myndlist Wales Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. 24. nóvember 2018 21:36 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54
Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10
Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. 24. nóvember 2018 21:36