Að bugast undan álagi að sjá um óvænt Banksy-verk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 13:50 Listaverkið er fallegt og hefur laðað að sér gríðarlegan fjölda gesta. Getty/Matt Cardy Velski bílskúrseigandinn Ian Lewis er að bugast undan álaginu sem fylgir því að sjá til þess að ekkert komi fyrir listaverk sem listamaðurinn Banksy málaði óvænt utan á einn veggja bílskúrsins. Talið er að um 20 þúsund manns hafi skoðað listaverkið yfir hátíðirnar.Líkt og Banksy er von og vísa málaði hann listaverkið á vegginn í skjóli nætur og án þess að biðja um leyfi. Lewis uppgötvaði verkið um viku fyrir jól og áttaði sig ekki á því að um Banksy-verk væri að ræða. Fljótlega fréttist af verkinu og mikill fjöldi gesta lagði leið sína að bílskúrnum. til þess að berja listaverkið augum. Um þúsund manns skoða verkið daglega.„Þetta hefur verið mjög, mjög stressandi og hálf-súrrealískt,“sagði Lewis í samtali við BBC.„Þetta er of mikið fyrir mig.“Segist hann vera að bugast undan álaginu að sjá til þess að verkið haldist óskemmt en Lewis segir að fyrstu dagana hafi fólk viljað kroppa hluta af veggnum af til þess að taka með sér heim. Segir hann meðal annars hafa heyrt umræðu um að fólk hafi viljað stela verkinu í heilu lagi.Sjálfboðaliðar hafa aðstoðað Lewis við að vernda verkið en girðing hefur verið sett utan um það. Hann segir einnig að breski leikarinn Michael Sheen, hafi aðstoðað sig með því að borga fyrir öryggisgæslu við verkið yfir hátíðirnar. Þar sem verkið er á lóð Lewis ber hann ábyrgð á því.Lewis segist vera kominn á þá skoðun að fjarlægja þurfi verkið og vill hann að það verði tekið í heilu lagi og flutt í miðbæ Port Talbot, þar sem það geti verið til sýnis.„Þetta var algjör sprengja inn í líf mitt. Ég vil bara að það verði venjulegt á ný, eins og það var,“ sagði Lewis.Banksy er heimsþekktur fyrir götulist sína, en raunverulegt nafn hans hefur aldrei fengist staðfest þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að afhjúpa auðkenni hins umdeilda listamanns. Bretland Myndlist Wales Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. 24. nóvember 2018 21:36 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Velski bílskúrseigandinn Ian Lewis er að bugast undan álaginu sem fylgir því að sjá til þess að ekkert komi fyrir listaverk sem listamaðurinn Banksy málaði óvænt utan á einn veggja bílskúrsins. Talið er að um 20 þúsund manns hafi skoðað listaverkið yfir hátíðirnar.Líkt og Banksy er von og vísa málaði hann listaverkið á vegginn í skjóli nætur og án þess að biðja um leyfi. Lewis uppgötvaði verkið um viku fyrir jól og áttaði sig ekki á því að um Banksy-verk væri að ræða. Fljótlega fréttist af verkinu og mikill fjöldi gesta lagði leið sína að bílskúrnum. til þess að berja listaverkið augum. Um þúsund manns skoða verkið daglega.„Þetta hefur verið mjög, mjög stressandi og hálf-súrrealískt,“sagði Lewis í samtali við BBC.„Þetta er of mikið fyrir mig.“Segist hann vera að bugast undan álaginu að sjá til þess að verkið haldist óskemmt en Lewis segir að fyrstu dagana hafi fólk viljað kroppa hluta af veggnum af til þess að taka með sér heim. Segir hann meðal annars hafa heyrt umræðu um að fólk hafi viljað stela verkinu í heilu lagi.Sjálfboðaliðar hafa aðstoðað Lewis við að vernda verkið en girðing hefur verið sett utan um það. Hann segir einnig að breski leikarinn Michael Sheen, hafi aðstoðað sig með því að borga fyrir öryggisgæslu við verkið yfir hátíðirnar. Þar sem verkið er á lóð Lewis ber hann ábyrgð á því.Lewis segist vera kominn á þá skoðun að fjarlægja þurfi verkið og vill hann að það verði tekið í heilu lagi og flutt í miðbæ Port Talbot, þar sem það geti verið til sýnis.„Þetta var algjör sprengja inn í líf mitt. Ég vil bara að það verði venjulegt á ný, eins og það var,“ sagði Lewis.Banksy er heimsþekktur fyrir götulist sína, en raunverulegt nafn hans hefur aldrei fengist staðfest þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að afhjúpa auðkenni hins umdeilda listamanns.
Bretland Myndlist Wales Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. 24. nóvember 2018 21:36 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54
Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10
Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. 24. nóvember 2018 21:36