Að bugast undan álagi að sjá um óvænt Banksy-verk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 13:50 Listaverkið er fallegt og hefur laðað að sér gríðarlegan fjölda gesta. Getty/Matt Cardy Velski bílskúrseigandinn Ian Lewis er að bugast undan álaginu sem fylgir því að sjá til þess að ekkert komi fyrir listaverk sem listamaðurinn Banksy málaði óvænt utan á einn veggja bílskúrsins. Talið er að um 20 þúsund manns hafi skoðað listaverkið yfir hátíðirnar.Líkt og Banksy er von og vísa málaði hann listaverkið á vegginn í skjóli nætur og án þess að biðja um leyfi. Lewis uppgötvaði verkið um viku fyrir jól og áttaði sig ekki á því að um Banksy-verk væri að ræða. Fljótlega fréttist af verkinu og mikill fjöldi gesta lagði leið sína að bílskúrnum. til þess að berja listaverkið augum. Um þúsund manns skoða verkið daglega.„Þetta hefur verið mjög, mjög stressandi og hálf-súrrealískt,“sagði Lewis í samtali við BBC.„Þetta er of mikið fyrir mig.“Segist hann vera að bugast undan álaginu að sjá til þess að verkið haldist óskemmt en Lewis segir að fyrstu dagana hafi fólk viljað kroppa hluta af veggnum af til þess að taka með sér heim. Segir hann meðal annars hafa heyrt umræðu um að fólk hafi viljað stela verkinu í heilu lagi.Sjálfboðaliðar hafa aðstoðað Lewis við að vernda verkið en girðing hefur verið sett utan um það. Hann segir einnig að breski leikarinn Michael Sheen, hafi aðstoðað sig með því að borga fyrir öryggisgæslu við verkið yfir hátíðirnar. Þar sem verkið er á lóð Lewis ber hann ábyrgð á því.Lewis segist vera kominn á þá skoðun að fjarlægja þurfi verkið og vill hann að það verði tekið í heilu lagi og flutt í miðbæ Port Talbot, þar sem það geti verið til sýnis.„Þetta var algjör sprengja inn í líf mitt. Ég vil bara að það verði venjulegt á ný, eins og það var,“ sagði Lewis.Banksy er heimsþekktur fyrir götulist sína, en raunverulegt nafn hans hefur aldrei fengist staðfest þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að afhjúpa auðkenni hins umdeilda listamanns. Bretland Myndlist Wales Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. 24. nóvember 2018 21:36 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Velski bílskúrseigandinn Ian Lewis er að bugast undan álaginu sem fylgir því að sjá til þess að ekkert komi fyrir listaverk sem listamaðurinn Banksy málaði óvænt utan á einn veggja bílskúrsins. Talið er að um 20 þúsund manns hafi skoðað listaverkið yfir hátíðirnar.Líkt og Banksy er von og vísa málaði hann listaverkið á vegginn í skjóli nætur og án þess að biðja um leyfi. Lewis uppgötvaði verkið um viku fyrir jól og áttaði sig ekki á því að um Banksy-verk væri að ræða. Fljótlega fréttist af verkinu og mikill fjöldi gesta lagði leið sína að bílskúrnum. til þess að berja listaverkið augum. Um þúsund manns skoða verkið daglega.„Þetta hefur verið mjög, mjög stressandi og hálf-súrrealískt,“sagði Lewis í samtali við BBC.„Þetta er of mikið fyrir mig.“Segist hann vera að bugast undan álaginu að sjá til þess að verkið haldist óskemmt en Lewis segir að fyrstu dagana hafi fólk viljað kroppa hluta af veggnum af til þess að taka með sér heim. Segir hann meðal annars hafa heyrt umræðu um að fólk hafi viljað stela verkinu í heilu lagi.Sjálfboðaliðar hafa aðstoðað Lewis við að vernda verkið en girðing hefur verið sett utan um það. Hann segir einnig að breski leikarinn Michael Sheen, hafi aðstoðað sig með því að borga fyrir öryggisgæslu við verkið yfir hátíðirnar. Þar sem verkið er á lóð Lewis ber hann ábyrgð á því.Lewis segist vera kominn á þá skoðun að fjarlægja þurfi verkið og vill hann að það verði tekið í heilu lagi og flutt í miðbæ Port Talbot, þar sem það geti verið til sýnis.„Þetta var algjör sprengja inn í líf mitt. Ég vil bara að það verði venjulegt á ný, eins og það var,“ sagði Lewis.Banksy er heimsþekktur fyrir götulist sína, en raunverulegt nafn hans hefur aldrei fengist staðfest þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að afhjúpa auðkenni hins umdeilda listamanns.
Bretland Myndlist Wales Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. 24. nóvember 2018 21:36 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54
Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10
Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. 24. nóvember 2018 21:36
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent