Enski boltinn

Segja að Man. City og tvö önnur félög hafa boðið í Dybala

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paulo Dybala.
Paulo Dybala. Getty/Marco Canoniero
Englandsmeistarar Manchester City vilja kaupa Argentínumanninn Paulo Dybala samkæmt fréttum frá Ítalíu en þeir eru ekki eini stóri klúbburinn sem er á eftir honum.

Ítalska blaðið Tuttosport segir frá því í dag að þrjú félög hafi boðið í Paulo Dybala en það eru auk Manchester City lið Paris Saint-Germain og Bayern München.





Það fylgir sögunni að Juventus vill ekki selja þennan 25 ára gamal framherja og munu ekki hlusta á tilboð fyrr en að félagið kom út í miklum gróða.

Juventus keypti Paulo Dybala frá Palermo fyrir 28 milljónir punda árið 2015 en Juve vill að minnsta kosti græða 90 milljónir punda á sölunni.

Paulo Dybala er „bara“ með 2 mörk og 3 stoðsendingar í 17 leikjum í ítölsku deildinni á þessari leiktíð en hann skoraði 5 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni.

Á tímabilinu í fyrra var Paulo Dybala með 22 mörk í 33 leikjum í ítölsku deildinni en hann var þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar á eftir þeim Ciro Immobile og Mauro Icardi sem báðir skoruðu 29 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×