Áramóta-hate Haukur Örn Birgisson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Börnin mín tvö, sex og átta ára, rífast stöðugt. Og þá meina ég stöðugt! Og þau rífast um ekki neitt. Yfirleitt um það hver sagði hvað og við hvern það var sagt. Þegar ég spyr þau hvers vegna þau séu að rífast um svona ómerkilega hluti eða hvort þetta fráleita rifrildi þeirra muni koma til með að bæta líðan þeirra, þá er gjarnan fátt um svör. „Hann byrjaði“ eða „mér er alveg sama“ eru vinsæl svör á heimilinu. Það er kannski skiljanlegt, enda eru þau bara börn. „Ef þið hafið ekkert gott að segja um hvort annað, þá skuluð þið bara sleppa því að tala,“ segi ég við þau. Þau skilja það, að minnsta kosti næstu 10 mínúturnar. Þessi forna viska virðist hafa fallið í gleymsku, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðlanna. Móðgunargleðin, hneykslunarfíknin, opinbera smánunin og pólitíska rétthugsunin eru smátt og smátt að kæfa málefnalega og nauðsynlega umræðu. Fólk þorir ekki lengur að tjá sig af ótta við að verða fyrir reiðibylgju samfélagsmiðlanna, þar sem háværir hópar láta sverfa til stáls. Þótt hver og einn hópur sé gjarnan fámennur, þá eru hóparnir svo ótal margir og stutt er í að sá næsti móðgist og kveiki í sinni eigin galdrabrennu. Þannig gengur þetta koll af kolli og tilviljun ein virðist ráða því hver verður næst settur á bálið. Nokkrir þingmenn sögðu ljóta hluti um annað fólk fyrir ekki svo löngu. Bálstjórarnir í kommentakerfunum notuðu enn þá ljótari orð til að lýsa reiði sinni á strigakjöftunum, án þess að átta sig á tvískinnungnum. Þetta virðist vera orðin meginreglan. Á nýju ári væri gott ef við reyndum öll að temja okkur betri siði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Börnin mín tvö, sex og átta ára, rífast stöðugt. Og þá meina ég stöðugt! Og þau rífast um ekki neitt. Yfirleitt um það hver sagði hvað og við hvern það var sagt. Þegar ég spyr þau hvers vegna þau séu að rífast um svona ómerkilega hluti eða hvort þetta fráleita rifrildi þeirra muni koma til með að bæta líðan þeirra, þá er gjarnan fátt um svör. „Hann byrjaði“ eða „mér er alveg sama“ eru vinsæl svör á heimilinu. Það er kannski skiljanlegt, enda eru þau bara börn. „Ef þið hafið ekkert gott að segja um hvort annað, þá skuluð þið bara sleppa því að tala,“ segi ég við þau. Þau skilja það, að minnsta kosti næstu 10 mínúturnar. Þessi forna viska virðist hafa fallið í gleymsku, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðlanna. Móðgunargleðin, hneykslunarfíknin, opinbera smánunin og pólitíska rétthugsunin eru smátt og smátt að kæfa málefnalega og nauðsynlega umræðu. Fólk þorir ekki lengur að tjá sig af ótta við að verða fyrir reiðibylgju samfélagsmiðlanna, þar sem háværir hópar láta sverfa til stáls. Þótt hver og einn hópur sé gjarnan fámennur, þá eru hóparnir svo ótal margir og stutt er í að sá næsti móðgist og kveiki í sinni eigin galdrabrennu. Þannig gengur þetta koll af kolli og tilviljun ein virðist ráða því hver verður næst settur á bálið. Nokkrir þingmenn sögðu ljóta hluti um annað fólk fyrir ekki svo löngu. Bálstjórarnir í kommentakerfunum notuðu enn þá ljótari orð til að lýsa reiði sinni á strigakjöftunum, án þess að átta sig á tvískinnungnum. Þetta virðist vera orðin meginreglan. Á nýju ári væri gott ef við reyndum öll að temja okkur betri siði.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun