Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. janúar 2019 18:30 Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. Ríkissjóður á 98,2 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðherra er heimilt að selja Íslandsbanka og allt að 70 prósent hlut í Landsbankanum að fenginni heimild í fjárlögum og tillögu frá Bankasýslu ríkisins samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Þar segir einnig að hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verða teknar um fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt 10. desember síðastliðinn. Höfundar hennar leggja til að bankarnir verði seldir en þar segir: „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti.“ Síðan leggja höfundar hvítbókarinnar til að hafinn verði undirbúningur á sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum einnig. Það má því segja að það liggi bæði fyrir pólitísk yfirlýsing um að losa um eignarhald ríkisins á bönkunum og leiðarvísir í formi hvítbókarinnar. Því má spyrja hvar standa þessi áform og hvenær má reikna með að ríkið selji Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum? Hvítbókin hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi og því hefur engin umræða farið fram á þeim vettvangi um efni hennar. Eins og er rakið hér framar hyggst ríkisstjórnin ekki taka neinar stefnumarkandi ákvarðanir um fjármálakerfið fyrr en hvítbókin hefur verið lögð fram á Alþingi. Ekkert hefur verið verið fjallað um sölu bankanna á fundum ríkisstjórnarinnar miðað við dagskrá ríkisstjórnarfunda sem er aðgengileg á netinu. Þess skal þó getið að dagskrá ríkisstjórnarfunda er að sjálfsögðu ekki tæmandi yfirlit um efni þeirra. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að taka næstu skref við sölu bankanna. „Maður hefur það á tilfinningunni að tíminn sé réttur að hefja allavega undirbúning á þessu söluferli þannig að við séum ekki að draga þetta á langinn og hrædd við að taka þessar stóru ákvarðanir. Sem manni finnst stundum í samfélaginu að stjórnmálamenn séu hræddir við. Við þurfum bara að halda vel á spöðunum þarna og klára dæmið,“ segir Ásta. Ekki hefur fengist svar við því hvort undirbúningsvinna sé hafin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna sölu bankanna. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. Ríkissjóður á 98,2 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðherra er heimilt að selja Íslandsbanka og allt að 70 prósent hlut í Landsbankanum að fenginni heimild í fjárlögum og tillögu frá Bankasýslu ríkisins samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Þar segir einnig að hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verða teknar um fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt 10. desember síðastliðinn. Höfundar hennar leggja til að bankarnir verði seldir en þar segir: „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti.“ Síðan leggja höfundar hvítbókarinnar til að hafinn verði undirbúningur á sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum einnig. Það má því segja að það liggi bæði fyrir pólitísk yfirlýsing um að losa um eignarhald ríkisins á bönkunum og leiðarvísir í formi hvítbókarinnar. Því má spyrja hvar standa þessi áform og hvenær má reikna með að ríkið selji Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum? Hvítbókin hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi og því hefur engin umræða farið fram á þeim vettvangi um efni hennar. Eins og er rakið hér framar hyggst ríkisstjórnin ekki taka neinar stefnumarkandi ákvarðanir um fjármálakerfið fyrr en hvítbókin hefur verið lögð fram á Alþingi. Ekkert hefur verið verið fjallað um sölu bankanna á fundum ríkisstjórnarinnar miðað við dagskrá ríkisstjórnarfunda sem er aðgengileg á netinu. Þess skal þó getið að dagskrá ríkisstjórnarfunda er að sjálfsögðu ekki tæmandi yfirlit um efni þeirra. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að taka næstu skref við sölu bankanna. „Maður hefur það á tilfinningunni að tíminn sé réttur að hefja allavega undirbúning á þessu söluferli þannig að við séum ekki að draga þetta á langinn og hrædd við að taka þessar stóru ákvarðanir. Sem manni finnst stundum í samfélaginu að stjórnmálamenn séu hræddir við. Við þurfum bara að halda vel á spöðunum þarna og klára dæmið,“ segir Ásta. Ekki hefur fengist svar við því hvort undirbúningsvinna sé hafin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna sölu bankanna.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira