Erkibiskupinn í Lyon svarar til saka fyrir meinta yfirhylmingu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Philippe Bararin spennti greipar í dómsal í Lyon í gær. Sakaður um að hylma yfir með barnaníðingi. Fréttablaðið/AFP Réttarhöld yfir franska kardinálanum Philippe Barbarin, erkibiskupi í Lyon, hófust í Frakklandi í gær. Barbarin á yfir höfði sér fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að hylma yfir með kynferðisbrotum kaþólsks prests gegn ungum skátum. Barbarin er hæst settur þeirra fimm kirkjunnar manna sem ákærðir eru fyrir yfirhylmingu vegna brota sem Bernard Preynat á að hafa framið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar í Lyon. Ásakanir á hendur Preynat komu fyrst fram árið 2015 þegar fyrrverandi skáti steig fram og sakaði hann um kynferðislega misnotkun þegar hann var barn. Samtök þolenda, La Parole Libérée, sem hafa barist ötullega fyrir því að upplýsa um kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar, segja að alls hafi 85 manns nú stigið fram og sakaði Preynat um kynferðisbrot. Stofnandi samtakanna er François Devaux, maðurinn sem fyrstur steig fram og sakaði Preynat um misnotkun.François Devaux steig fram og afhjúpaði Preynat. Fréttablaðið/EPABarbarin er sagður hafa hunsað brot Preynats og gefið að sök að hafa reynt að hylma yfir þau. Hann er 68 ára gamall en á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann neitar öllum sakargiftum. Eftir að skátaskandallinn skók Lyon árið 2015 tók við lögreglurannsókn í hálft ár auk þess sem Barbarin var yfirheyrður. Svo fór að málið var látið niður falla á þeim forsendum að það væri ýmist fyrnt eða erfitt yrði að sanna hin meintu brot. En samtökin La Parole Libérée börðust fyrir því að málið yrði opnað á ný og að Barbarin og fleiri háttsettir innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi yrðu látnir svara til saka fyrir dómi. Preynat sjálfur hefur viðurkennt að hafa misnotað unga drengi í störfum sínum innan kirkjunnar og í skátastarfi. Réttarhöldin yfir honum verða síðar á þessu ári. Þá er einnig væntanlega bíómynd byggð á sögu Devaux, Grâce à Dieu eða Guði sé lof, síðar á þessu ári. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Réttarhöld yfir franska kardinálanum Philippe Barbarin, erkibiskupi í Lyon, hófust í Frakklandi í gær. Barbarin á yfir höfði sér fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að hylma yfir með kynferðisbrotum kaþólsks prests gegn ungum skátum. Barbarin er hæst settur þeirra fimm kirkjunnar manna sem ákærðir eru fyrir yfirhylmingu vegna brota sem Bernard Preynat á að hafa framið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar í Lyon. Ásakanir á hendur Preynat komu fyrst fram árið 2015 þegar fyrrverandi skáti steig fram og sakaði hann um kynferðislega misnotkun þegar hann var barn. Samtök þolenda, La Parole Libérée, sem hafa barist ötullega fyrir því að upplýsa um kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar, segja að alls hafi 85 manns nú stigið fram og sakaði Preynat um kynferðisbrot. Stofnandi samtakanna er François Devaux, maðurinn sem fyrstur steig fram og sakaði Preynat um misnotkun.François Devaux steig fram og afhjúpaði Preynat. Fréttablaðið/EPABarbarin er sagður hafa hunsað brot Preynats og gefið að sök að hafa reynt að hylma yfir þau. Hann er 68 ára gamall en á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann neitar öllum sakargiftum. Eftir að skátaskandallinn skók Lyon árið 2015 tók við lögreglurannsókn í hálft ár auk þess sem Barbarin var yfirheyrður. Svo fór að málið var látið niður falla á þeim forsendum að það væri ýmist fyrnt eða erfitt yrði að sanna hin meintu brot. En samtökin La Parole Libérée börðust fyrir því að málið yrði opnað á ný og að Barbarin og fleiri háttsettir innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi yrðu látnir svara til saka fyrir dómi. Preynat sjálfur hefur viðurkennt að hafa misnotað unga drengi í störfum sínum innan kirkjunnar og í skátastarfi. Réttarhöldin yfir honum verða síðar á þessu ári. Þá er einnig væntanlega bíómynd byggð á sögu Devaux, Grâce à Dieu eða Guði sé lof, síðar á þessu ári.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira