Minnissjúkdómar Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 9. janúar 2019 07:00 Minningar tengja okkur við vini og ástvini. Þess vegna tökum við ljósmyndir, geymum alls konar hluti á hinum og þessum stöðum í híbýlum okkar og erum alltaf að segja sögur. Við erum vegna þess að við munum. Það er uppsöfnuð og varðveitt reynsla okkar sem veldur því að við getum ráðið í umhverfið, fundið öryggi í samfélagi við fólk og jafnvel gert okkur í hugarlund atburðarás áður en hún verður. Þess vegna eru fáir sjúkdómar jafn þjáningarfullir og minnissjúkdómar. Einstaklingur sem man ekki sögu sína er sviptur sjálfum sér því það býr í mannlegu eðli að safna sögum, varðveita minningar og reynslu. Fjölskylda sem ekki rifjar upp og segir sögur gliðnar með tímanum. Við sem höfum átt minnissjúkan ástvin vitum hvað það er langt og átakamikið sorgarferli að sjá hinn veika hverfa hægt en ákveðið inn í græna landið sem tilheyrir ekki okkur. Við verðum vitni að því á löngum tíma hvernig vöggugjafirnar eru teknar í burtu og sameiginleg saga þurrkast út og við sitjum jafnvel með minningar sem ekki er hægt að deila með öðrum. Það verða einmana minningar. Ég heyri stundum þá fullyrðingu að það sé til lítils að heimsækja heilabilaða einstaklinga af því að þeir muni ekkert. En það er eitt sem aldrei þurrkast út, það er þörfin fyrir nánd. Ástvinur sem man ekki lengur þarf áfram nánd og umhyggju. Ég hef líka lært það að kærleikur, þolinmæði og húmor eru eiginleikar sem hjálpa í glímu við minnissjúkdóma. Og til að skapa öryggi er mikilvægt að vera ekki í stöðugum leiðréttingum heldur leiða samtal og nærveru inn á kunnuglegar brautir. Gamlar hefðir, tónlist og uppáhaldsmatur eru verkfæri sem gott er að styðjast við. Gleymum ekki hinum gleymnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Minningar tengja okkur við vini og ástvini. Þess vegna tökum við ljósmyndir, geymum alls konar hluti á hinum og þessum stöðum í híbýlum okkar og erum alltaf að segja sögur. Við erum vegna þess að við munum. Það er uppsöfnuð og varðveitt reynsla okkar sem veldur því að við getum ráðið í umhverfið, fundið öryggi í samfélagi við fólk og jafnvel gert okkur í hugarlund atburðarás áður en hún verður. Þess vegna eru fáir sjúkdómar jafn þjáningarfullir og minnissjúkdómar. Einstaklingur sem man ekki sögu sína er sviptur sjálfum sér því það býr í mannlegu eðli að safna sögum, varðveita minningar og reynslu. Fjölskylda sem ekki rifjar upp og segir sögur gliðnar með tímanum. Við sem höfum átt minnissjúkan ástvin vitum hvað það er langt og átakamikið sorgarferli að sjá hinn veika hverfa hægt en ákveðið inn í græna landið sem tilheyrir ekki okkur. Við verðum vitni að því á löngum tíma hvernig vöggugjafirnar eru teknar í burtu og sameiginleg saga þurrkast út og við sitjum jafnvel með minningar sem ekki er hægt að deila með öðrum. Það verða einmana minningar. Ég heyri stundum þá fullyrðingu að það sé til lítils að heimsækja heilabilaða einstaklinga af því að þeir muni ekkert. En það er eitt sem aldrei þurrkast út, það er þörfin fyrir nánd. Ástvinur sem man ekki lengur þarf áfram nánd og umhyggju. Ég hef líka lært það að kærleikur, þolinmæði og húmor eru eiginleikar sem hjálpa í glímu við minnissjúkdóma. Og til að skapa öryggi er mikilvægt að vera ekki í stöðugum leiðréttingum heldur leiða samtal og nærveru inn á kunnuglegar brautir. Gamlar hefðir, tónlist og uppáhaldsmatur eru verkfæri sem gott er að styðjast við. Gleymum ekki hinum gleymnu.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun