Mosfellsbær stækkar mun örar en hin sveitarfélögin á svæðinu Sveinn Arnarsson skrifar 9. janúar 2019 07:45 Á höfuðborgarsvæðinu hefur leið margra legið í Mosfellsbæ þar sem íbúum fjölgar ört. Fréttablaðið/Anton brink Fjölgun íbúa í Hafnarfirði í fyrra var helmingi minni en meðalfjölgun í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Á meðan íbúum fjölgaði um 2,6% á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði Hafnfirðingum um 1,3 prósent. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir lítið hafa verið byggt á árinu en kraftur verði í framkvæmdum á næstu árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði alls um nær sex þúsund á síðasta ári samkvæmt Þjóðskrá. Fjölgunin í Mosfellsbæ er rúmlega þrefalt meiri en meðaltalið, þar fjölgaði um 8,6 prósent. Íbúum í Mosfellsbæ hefur undanfarið ár fjölgað mikið og er nú svo komið að um 11.500 manns búa í Mosfellsbæ. Næststærsta sveitarfélag landsins, Kópavogur, heldur áfram að stækka. Þar fjölgar íbúum um 2,83 prósent og nágrannar þeirra í Garðabæ eru nú rúmlega 16 þúsund talsins og fjölgar um 3,7 prósent á árinu. Reykvíkingum fjölgar hins vegar ekki jafn ört. Fjölgar þar um 2.700 manns eða um 2,2 prósent. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir lítið hafa verið byggt upp á síðkastið. Nokkrar ástæður séu fyrir því. Hins vegar muni færast líf í nýbyggingar í bænum á komandi misserum sem munu aftur setja kipp í íbúafjölgun í bænum. Einnig bendir hann á að svo gæti verið sem skipulagsvald sveitarfélaganna sé of miklum takmörkunum háð. Skipulagsvaldið sé meira í orði en á borði sveitarfélaganna. „Sveitarfélögunum eru takmörk sett samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Einnig erum við að bíða eftir að stórar raflínur fari af mögulegum byggingarsvæðum okkar Hafnfirðinga, en færsla þeirra hefur verið á aðalskipulagi í mörg ár. Því er hægt að velta fyrir sér hvort skipulagsvaldið sé í raun hjá sveitarfélögunum hvað þetta varðar,“ segir Ágúst Bjarni. Gangi hins vegar að óskum muni fjölga verulega í Hafnarfirði á kjörtímabilinu en jafnframt skynsamlega og á ákjósanlegum svæðum fyrir framtíðarþróun sveitarfélagsins.“ Íbúaþróun höfuðborgarsvæðisins frá aldamótum er afar mismunandi milli sveitarfélaga. Til að mynda hefur á þessum 19 árum íbúum Mosfellsbæjar fjölgað um 80 prósent og ber hann höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á svæðinu. Garðabær hefur stækkað hlutfallslega næstmest eða um 67 prósent og Hafnarfjörður og Kópavogur um svipað hlutfall eða 58 prósent og 53,5 prósent á þessum tæpu tveimur áratugum. Á þessum tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 14,7 prósent og virðist borgin eiga í sams konar vandræðum og Akureyri með að vaxa á meðan nærsveitarfélögin í kringum borgina stækka mun hraðar. Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Fjölgun íbúa í Hafnarfirði í fyrra var helmingi minni en meðalfjölgun í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Á meðan íbúum fjölgaði um 2,6% á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði Hafnfirðingum um 1,3 prósent. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir lítið hafa verið byggt á árinu en kraftur verði í framkvæmdum á næstu árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði alls um nær sex þúsund á síðasta ári samkvæmt Þjóðskrá. Fjölgunin í Mosfellsbæ er rúmlega þrefalt meiri en meðaltalið, þar fjölgaði um 8,6 prósent. Íbúum í Mosfellsbæ hefur undanfarið ár fjölgað mikið og er nú svo komið að um 11.500 manns búa í Mosfellsbæ. Næststærsta sveitarfélag landsins, Kópavogur, heldur áfram að stækka. Þar fjölgar íbúum um 2,83 prósent og nágrannar þeirra í Garðabæ eru nú rúmlega 16 þúsund talsins og fjölgar um 3,7 prósent á árinu. Reykvíkingum fjölgar hins vegar ekki jafn ört. Fjölgar þar um 2.700 manns eða um 2,2 prósent. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir lítið hafa verið byggt upp á síðkastið. Nokkrar ástæður séu fyrir því. Hins vegar muni færast líf í nýbyggingar í bænum á komandi misserum sem munu aftur setja kipp í íbúafjölgun í bænum. Einnig bendir hann á að svo gæti verið sem skipulagsvald sveitarfélaganna sé of miklum takmörkunum háð. Skipulagsvaldið sé meira í orði en á borði sveitarfélaganna. „Sveitarfélögunum eru takmörk sett samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Einnig erum við að bíða eftir að stórar raflínur fari af mögulegum byggingarsvæðum okkar Hafnfirðinga, en færsla þeirra hefur verið á aðalskipulagi í mörg ár. Því er hægt að velta fyrir sér hvort skipulagsvaldið sé í raun hjá sveitarfélögunum hvað þetta varðar,“ segir Ágúst Bjarni. Gangi hins vegar að óskum muni fjölga verulega í Hafnarfirði á kjörtímabilinu en jafnframt skynsamlega og á ákjósanlegum svæðum fyrir framtíðarþróun sveitarfélagsins.“ Íbúaþróun höfuðborgarsvæðisins frá aldamótum er afar mismunandi milli sveitarfélaga. Til að mynda hefur á þessum 19 árum íbúum Mosfellsbæjar fjölgað um 80 prósent og ber hann höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á svæðinu. Garðabær hefur stækkað hlutfallslega næstmest eða um 67 prósent og Hafnarfjörður og Kópavogur um svipað hlutfall eða 58 prósent og 53,5 prósent á þessum tæpu tveimur áratugum. Á þessum tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 14,7 prósent og virðist borgin eiga í sams konar vandræðum og Akureyri með að vaxa á meðan nærsveitarfélögin í kringum borgina stækka mun hraðar.
Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira