Innlent

Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut

Sighvatur Jónsson skrifar
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill
Eins og Vísir greindi frá í morgun varð slys við gönguljós á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun. Þrettán ára stúlka á leið í Hagaskóla slasaðist lítillega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ágreiningur uppi um hvaða litur hafi verið á ljósunum þegar slysið varð.

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ákvað í dag að veita fjármagni til Vesturbæjarskóla vegna gangbrautarvörslu við götuljósin, eins og gert er við sjö aðra skóla borgarinnar. Sviðsstjóri sviðsins segir að gripið sé til þessara aðgerða þar til fyrir liggur um framkvæmdir á svæðinu sem hafa verið til umræðu.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að aðalmarkmiðið væri að ná niður umferðarhraða á Hringbraut. Hún segir að boðað hafi verið til samráðsfundar í næstu viku til að ræða um möglegar aðgerðir. Sem dæmi um útfærslur nefnir Sigurborg hækkun Hringbrautar og samstillingu ljósa þannig að allir bílar séu stopp á því svæði þar sem gangandi vegfarendur fara yfir götu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×