Segir samskipti við verkalýðshreyfinguna mikil og góð Andri Eysteinsson skrifar 30. desember 2018 13:26 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vísar á bug ásökunum Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, um að Vinstri Grænir hafi misst tengslin við verkalýðshreyfinguna og átti sig ekki á því. Katrín og Styrmir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Sagði VG misst tengslin við fyrirrennara sína og verkalýðshreyfinguna Styrmir Gunnarsson velti upp spurningunni hvernig flokkur VG væri í dag, auðvitað væru þau vinstri flokkur en væru búin að missa rætur við uppruna sinn, sem rekja mætti í gegnum Alþýðubandalag, Sósíalistaflokk og Kommúnistaflokks Íslands. Þeir flokkar hafi átt það sameiginlegt að vera í mjög nánum tengslum við verkalýðshreyfinguna. Styrmir segist túlka orð Katrínar og samflokksmanna hennar á þá vegu að VG hafi misst þessi tengsl við gamla tíma og verkalýðshreyfinguna. Katrín hóf mál sitt með því að segja að hún hafi aldrei verið í Alþýðubandalaginu og hafi gengið til liðs við VG vegna þess að flokkurinn nálgaðist samfélagsmálin með nýjum hætti, út frá mikilvægu jafnvægi efnahags, umhverfis og samfélags. Katrín sagði jöfnuð hluta af því og verkalýðshreyfingin einnig.Fáar ríkisstjórnir átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna í seinni tíð Katrín segist ekki vita til annars en að samskipti við verkalýðshreyfinguna séu mikil og góð. Fáar ríkisstjórnir í seinni tíð hafi átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna en sú sem nú situr. Katrín telur að það sé meðal annars vegna áhrifa Vinstri Grænna þó svo að flokkurinn sé ekki eins og Kommúnistaflokkurinn gamli. Katrín kannist ekki við annað þó að Styrmir sé kannski með heimildir umfram þær sem Katrín hefur. „Ég hef engar heimildir, aðra en það sem þú og þínir flokksmenn segja opinberlega. Ég dreg þá ályktun frá því sem þið segið og hvernig þið talið opinberlega, að þið séuð ekki í tengslum við þann grunn samfélagsins sem verkalýðsfélögin eru fulltrúar fyrir,“ sagði Styrmir áður en hann bætti við að honum dytti ekki í hug annað en að ríkisstjórnin ætti góð samtöl við verkalýðsforingja. „En eitt eru góð samtöl, og annað eru opin og hreinskilin samtöl,“ sagði Styrmir og minnti á að traust milli stjórnvalda og forystu verkalýðshreyfingarinnar sé mikilvægt. Fundir í ráðherrabústaðnum séu góðir en tveggja manna tal væri enn betra. Katrín bætti þá inn rétt áður en viðtalinu lauk að vissulega hefðu þónokkur tveggja manna töl átt sér stað milli ríkisstjórnar og forystu verkalýðshreyfingarinnar.Umræður Katrínar og Styrmis um málið hefjast eftir sex mínútur og fimmtíuogfjórar sekúndur í spilaranum hér að ofan. Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. 30. desember 2018 12:24 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vísar á bug ásökunum Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, um að Vinstri Grænir hafi misst tengslin við verkalýðshreyfinguna og átti sig ekki á því. Katrín og Styrmir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Sagði VG misst tengslin við fyrirrennara sína og verkalýðshreyfinguna Styrmir Gunnarsson velti upp spurningunni hvernig flokkur VG væri í dag, auðvitað væru þau vinstri flokkur en væru búin að missa rætur við uppruna sinn, sem rekja mætti í gegnum Alþýðubandalag, Sósíalistaflokk og Kommúnistaflokks Íslands. Þeir flokkar hafi átt það sameiginlegt að vera í mjög nánum tengslum við verkalýðshreyfinguna. Styrmir segist túlka orð Katrínar og samflokksmanna hennar á þá vegu að VG hafi misst þessi tengsl við gamla tíma og verkalýðshreyfinguna. Katrín hóf mál sitt með því að segja að hún hafi aldrei verið í Alþýðubandalaginu og hafi gengið til liðs við VG vegna þess að flokkurinn nálgaðist samfélagsmálin með nýjum hætti, út frá mikilvægu jafnvægi efnahags, umhverfis og samfélags. Katrín sagði jöfnuð hluta af því og verkalýðshreyfingin einnig.Fáar ríkisstjórnir átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna í seinni tíð Katrín segist ekki vita til annars en að samskipti við verkalýðshreyfinguna séu mikil og góð. Fáar ríkisstjórnir í seinni tíð hafi átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna en sú sem nú situr. Katrín telur að það sé meðal annars vegna áhrifa Vinstri Grænna þó svo að flokkurinn sé ekki eins og Kommúnistaflokkurinn gamli. Katrín kannist ekki við annað þó að Styrmir sé kannski með heimildir umfram þær sem Katrín hefur. „Ég hef engar heimildir, aðra en það sem þú og þínir flokksmenn segja opinberlega. Ég dreg þá ályktun frá því sem þið segið og hvernig þið talið opinberlega, að þið séuð ekki í tengslum við þann grunn samfélagsins sem verkalýðsfélögin eru fulltrúar fyrir,“ sagði Styrmir áður en hann bætti við að honum dytti ekki í hug annað en að ríkisstjórnin ætti góð samtöl við verkalýðsforingja. „En eitt eru góð samtöl, og annað eru opin og hreinskilin samtöl,“ sagði Styrmir og minnti á að traust milli stjórnvalda og forystu verkalýðshreyfingarinnar sé mikilvægt. Fundir í ráðherrabústaðnum séu góðir en tveggja manna tal væri enn betra. Katrín bætti þá inn rétt áður en viðtalinu lauk að vissulega hefðu þónokkur tveggja manna töl átt sér stað milli ríkisstjórnar og forystu verkalýðshreyfingarinnar.Umræður Katrínar og Styrmis um málið hefjast eftir sex mínútur og fimmtíuogfjórar sekúndur í spilaranum hér að ofan.
Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. 30. desember 2018 12:24 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. 30. desember 2018 12:24