Báðar konurnar alvarlega slasaðar eftir hátt fall Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. desember 2018 17:36 Frá vettvangi í Fnjóskadal. Landsbjörg Konurnar tvær sem slösuðust við göngu í Grundarhnjúki á Gerðafjalli við Eyjafjörð í dag eru alvarlega slasaðar, samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum á vettvangi slyssins. Önnur kvennanna var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hún er sögð meira slösuð en hin, sem enn var verið að flytja niður af fjallinu á sjötta tímanum.Sjá einnig: Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Konurnar eru íslenskar og vanar göngumanneskjur, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að konurnar hafi verið á göngu í fjallinu ásamt þriðju konunni, sem slasaðist ekki. Útlit sé fyrir að konurnar sem slösuðust hafi misst fótanna og runnið 200-300 metra niður fjallið.Fnjóskadalur er merktur með rauðu á kortinu.Skjáskot/Google MapsJónas Baldur Hallsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri er einnig á vettvangi. Hann segir að konan, sem verið er að flytja niður af fjallinu með línum, verði líklega ekki komin niður fyrr en rétt fyrir klukkan 18. Þaðan verði hún flutt með sjúkrabíl til Akureyrar. „Það lítur út fyrir að hún sé minna slösuð [en hin konan] en hún er samt töluvert slösuð,“ segir Jónas Baldur í samtali við Vísi. Björgunaraðgerðir hafa gengið vel miðað við aðstæður, að sögn viðbragðsaðila. Þeir viðbragðsaðilar sem fréttastofa ræddi við á sjötta tímanum segja þó að veður sé orðið slæmt við Grundarhnjúk, farið sé að hvessa og snjóa töluvert.Í fyrstu tilkynningum um slysið frá björgunarsveitum kom fram að slysið hefði orðið í Fnjóskadal. Grundarhnjúkur er hins vegar í Gerðafjalli við Eyjafjörð. Þetta hefur verið leiðrétt. Björgunarsveitir Tengdar fréttir Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Annar göngumannanna sem slösuðust í Fnjóskadal í dag er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið færður til Akureyrar, unnið er að frekara björgunarstarfi. 30. desember 2018 16:09 Aðstæður til björgunar hafa versnað í Fnjóskadal Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út um hádegisbil í dag vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Fnjóskadal. 30. desember 2018 14:17 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Konurnar tvær sem slösuðust við göngu í Grundarhnjúki á Gerðafjalli við Eyjafjörð í dag eru alvarlega slasaðar, samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum á vettvangi slyssins. Önnur kvennanna var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hún er sögð meira slösuð en hin, sem enn var verið að flytja niður af fjallinu á sjötta tímanum.Sjá einnig: Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Konurnar eru íslenskar og vanar göngumanneskjur, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að konurnar hafi verið á göngu í fjallinu ásamt þriðju konunni, sem slasaðist ekki. Útlit sé fyrir að konurnar sem slösuðust hafi misst fótanna og runnið 200-300 metra niður fjallið.Fnjóskadalur er merktur með rauðu á kortinu.Skjáskot/Google MapsJónas Baldur Hallsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri er einnig á vettvangi. Hann segir að konan, sem verið er að flytja niður af fjallinu með línum, verði líklega ekki komin niður fyrr en rétt fyrir klukkan 18. Þaðan verði hún flutt með sjúkrabíl til Akureyrar. „Það lítur út fyrir að hún sé minna slösuð [en hin konan] en hún er samt töluvert slösuð,“ segir Jónas Baldur í samtali við Vísi. Björgunaraðgerðir hafa gengið vel miðað við aðstæður, að sögn viðbragðsaðila. Þeir viðbragðsaðilar sem fréttastofa ræddi við á sjötta tímanum segja þó að veður sé orðið slæmt við Grundarhnjúk, farið sé að hvessa og snjóa töluvert.Í fyrstu tilkynningum um slysið frá björgunarsveitum kom fram að slysið hefði orðið í Fnjóskadal. Grundarhnjúkur er hins vegar í Gerðafjalli við Eyjafjörð. Þetta hefur verið leiðrétt.
Björgunarsveitir Tengdar fréttir Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Annar göngumannanna sem slösuðust í Fnjóskadal í dag er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið færður til Akureyrar, unnið er að frekara björgunarstarfi. 30. desember 2018 16:09 Aðstæður til björgunar hafa versnað í Fnjóskadal Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út um hádegisbil í dag vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Fnjóskadal. 30. desember 2018 14:17 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Annar göngumannanna sem slösuðust í Fnjóskadal í dag er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið færður til Akureyrar, unnið er að frekara björgunarstarfi. 30. desember 2018 16:09
Aðstæður til björgunar hafa versnað í Fnjóskadal Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út um hádegisbil í dag vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Fnjóskadal. 30. desember 2018 14:17