Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. desember 2018 20:00 Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. Um níutíu hælisleitendur, einhleypir karlmenn, dvelja í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hælisleitendur sem fréttastofa ræddi við segja úrræðið allt of afskekkt og að litlir möguleikar séu fyrir íbúa að komast þaðan til að mynda til að sinna erindum í Reykjavík. Þeir upplifi sig gríðarlega einangraða og að lítið sem ekkert sé við að vera á daginn. Þeir segja ástandið sérstaklega erfitt fyrir suma þeirra sem komi úr erfiðustu aðstæðunum. Einn þeirra, íranskur hælisleitandi, hafi reynt að svipta sig lífi í byrjun mánaðar með því að taka of stóran skammt af lyfjum. Útlendingastofnun staðfestir að hælisleitandi hafi verið fluttur þaðan á sjúkrahús í Reykjavík í byrjun mánaðar. Maðurinn dvelur nú enn á Ásbrú þar sem hann bíður eftir því að mál hans verði tekið til efnismeðferðar hjá stofnuninni. „Ástandið er hræðilegt. Sum okkar hafa ekki séð fjölskyldur okkar í tvö til þrjú ár. Hann á einnig börn,“ segir Ali Fardoni, hælisleitandi sem einnig kemur frá Íran. Hann segir að fjarlægðin og einangrunin bæti ekki úr. Margir glími við mikið þunglyndi. „Ástandið er erfitt. Læknir sagði mér að ef men dvelja innandyra í tuttugu og fjórar klukkustundir munu þeir leggjast í þunglyndi, þótt þeir séu annars heilbrigðir.“ Hælisleitendur fá strætókort sem gengur innan Reykjanesbæjar en þurfi að borga um þrjú þúsund og fimm hundruð krónur ef þeir ætla til Reykjavíkur og til baka. Þeir fái hins vegar aðeins tíu þúsund krónur á viku til að eyða í mat og aðrar nauðsynjar og því sé ekki í boði að eyða slíkri upphæð í far í bæinn. Útlendingastofnun aðstoði þá aðeins með að komast í bæinn þurfi þeir að sinna erindum vegna málsmeðferðarinnar. „Við höfum þegar sagt þeim að við þjáumst að þunglyndi en þeir segjast skilja það en ekkert gerist svo,“ segir Ali Fardoni. Heilbrigðismál Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29. desember 2018 21:15 Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. Um níutíu hælisleitendur, einhleypir karlmenn, dvelja í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hælisleitendur sem fréttastofa ræddi við segja úrræðið allt of afskekkt og að litlir möguleikar séu fyrir íbúa að komast þaðan til að mynda til að sinna erindum í Reykjavík. Þeir upplifi sig gríðarlega einangraða og að lítið sem ekkert sé við að vera á daginn. Þeir segja ástandið sérstaklega erfitt fyrir suma þeirra sem komi úr erfiðustu aðstæðunum. Einn þeirra, íranskur hælisleitandi, hafi reynt að svipta sig lífi í byrjun mánaðar með því að taka of stóran skammt af lyfjum. Útlendingastofnun staðfestir að hælisleitandi hafi verið fluttur þaðan á sjúkrahús í Reykjavík í byrjun mánaðar. Maðurinn dvelur nú enn á Ásbrú þar sem hann bíður eftir því að mál hans verði tekið til efnismeðferðar hjá stofnuninni. „Ástandið er hræðilegt. Sum okkar hafa ekki séð fjölskyldur okkar í tvö til þrjú ár. Hann á einnig börn,“ segir Ali Fardoni, hælisleitandi sem einnig kemur frá Íran. Hann segir að fjarlægðin og einangrunin bæti ekki úr. Margir glími við mikið þunglyndi. „Ástandið er erfitt. Læknir sagði mér að ef men dvelja innandyra í tuttugu og fjórar klukkustundir munu þeir leggjast í þunglyndi, þótt þeir séu annars heilbrigðir.“ Hælisleitendur fá strætókort sem gengur innan Reykjanesbæjar en þurfi að borga um þrjú þúsund og fimm hundruð krónur ef þeir ætla til Reykjavíkur og til baka. Þeir fái hins vegar aðeins tíu þúsund krónur á viku til að eyða í mat og aðrar nauðsynjar og því sé ekki í boði að eyða slíkri upphæð í far í bæinn. Útlendingastofnun aðstoði þá aðeins með að komast í bæinn þurfi þeir að sinna erindum vegna málsmeðferðarinnar. „Við höfum þegar sagt þeim að við þjáumst að þunglyndi en þeir segjast skilja það en ekkert gerist svo,“ segir Ali Fardoni.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29. desember 2018 21:15 Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29. desember 2018 21:15
Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15