Sólveig Anna valin maður ársins af fréttastofunni 31. desember 2018 15:41 Sólveig Anna Jónsdóttir er maður ársins 2018 að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrir óvænta, einarða og hvassa verkalýðsbaráttu. Á árinu bauð hún sig fram sem óbreyttur félagsmaður til formennsku í næst fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, Eflingu, og hlaut yfirburðakosningu. Róttæk framganga hennar hefur vakið þjóðarathygli og ósveigjanleg kröfugerð, sem hún talar fyrir, getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífskjör þorra landsmanna. Sólveig mætti í Kryddsíldina og sagðist mjög upp með sér að hafa verið valin og hún tæki heiðrinum alvarlega. Sem formaður Eflingar sagði Sólveig að laun hinna lægst settu í íslensku samfélagi væru skelfilega lág. Nefndi hún sérstaklega laun leikskólakennara og sagðist hafa mikla reynslu þaðan. Ómögulegt væri að lifa á slíkum launum. Varðandi kjarabaráttuna sem stendur nú yfir sagði Sólveig að allir hljóti að sjá að þörf sé á að hækka lágmarkslaun og að krafa Eflingar um 425 þúsund króna lágmarkslaun, í lok samningstímabilsins, væri ófrávíkjanleg. „Við munum að sjálfsögðu berjast fyrir því að vinna fullnaðarsigur í þeirri baráttu,“ sagði Sólveig. Hún sagði mögulegt að ekki væri mjög langt í aðgerðir eins og verkföll. Sólveig var spurð að því hvernig hennar fyrirmyndarríki. „Mitt fyrirmyndarsamfélag væri samfélag réttlætis og jöfnuðar, þar sem allt fólk fengi að blómstra og rækta hæfileika sína og að fólk þyrfti ekki að lifa með skugga efnahagslegrar óvissu yfir sér. Ég held að slíkt samfélag sé besta mögulega samfélagið.“ Hún beindi orðum sínum einnig að forystufólki stjórnmálaflokka á Alþingi, sem einnig voru í salnum og spurði þau hvort þau treystu sér til að lifa á lægstu launum landsins. Hvort þau treystu sér til að tryggja efnahagslegt öryggis sitt og fjölskyldu þeirra á „þeim smánarlegu launum“ sem mörgum sé greitt. „Mig langar jafnframt að spyrja þau hvort þau sjái sér ekki fært að stíga fram og styðja við kröfuna okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun til handa þeirra sem hér vinna á lægstu laununum. Hvort við getum ekki sameinast í því í þessu ríka landi, sem vill kenna sig við lýðræði og mannréttindi, að tryggja öllum sem hér lifa og starfa efnahagslegt réttlæti og sanngirni?“ Fréttir ársins 2018 Kjaramál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir er maður ársins 2018 að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrir óvænta, einarða og hvassa verkalýðsbaráttu. Á árinu bauð hún sig fram sem óbreyttur félagsmaður til formennsku í næst fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, Eflingu, og hlaut yfirburðakosningu. Róttæk framganga hennar hefur vakið þjóðarathygli og ósveigjanleg kröfugerð, sem hún talar fyrir, getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífskjör þorra landsmanna. Sólveig mætti í Kryddsíldina og sagðist mjög upp með sér að hafa verið valin og hún tæki heiðrinum alvarlega. Sem formaður Eflingar sagði Sólveig að laun hinna lægst settu í íslensku samfélagi væru skelfilega lág. Nefndi hún sérstaklega laun leikskólakennara og sagðist hafa mikla reynslu þaðan. Ómögulegt væri að lifa á slíkum launum. Varðandi kjarabaráttuna sem stendur nú yfir sagði Sólveig að allir hljóti að sjá að þörf sé á að hækka lágmarkslaun og að krafa Eflingar um 425 þúsund króna lágmarkslaun, í lok samningstímabilsins, væri ófrávíkjanleg. „Við munum að sjálfsögðu berjast fyrir því að vinna fullnaðarsigur í þeirri baráttu,“ sagði Sólveig. Hún sagði mögulegt að ekki væri mjög langt í aðgerðir eins og verkföll. Sólveig var spurð að því hvernig hennar fyrirmyndarríki. „Mitt fyrirmyndarsamfélag væri samfélag réttlætis og jöfnuðar, þar sem allt fólk fengi að blómstra og rækta hæfileika sína og að fólk þyrfti ekki að lifa með skugga efnahagslegrar óvissu yfir sér. Ég held að slíkt samfélag sé besta mögulega samfélagið.“ Hún beindi orðum sínum einnig að forystufólki stjórnmálaflokka á Alþingi, sem einnig voru í salnum og spurði þau hvort þau treystu sér til að lifa á lægstu launum landsins. Hvort þau treystu sér til að tryggja efnahagslegt öryggis sitt og fjölskyldu þeirra á „þeim smánarlegu launum“ sem mörgum sé greitt. „Mig langar jafnframt að spyrja þau hvort þau sjái sér ekki fært að stíga fram og styðja við kröfuna okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun til handa þeirra sem hér vinna á lægstu laununum. Hvort við getum ekki sameinast í því í þessu ríka landi, sem vill kenna sig við lýðræði og mannréttindi, að tryggja öllum sem hér lifa og starfa efnahagslegt réttlæti og sanngirni?“
Fréttir ársins 2018 Kjaramál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira