Vekja forn þjóðlög eða gleymda lagboða til lífsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2018 11:30 Umbru skipa Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, Alexandra Kjeld, Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Arngerður María Árnadóttir. Hljómsveitin Umbra heldur árlega jólatónleika sína í kvöld, 20. desember, klukkan 20 í Háteigskirkju. Yfirskrift þeirra er Sólhvörf og þar mun ríkja kyrrð og hugljúf stemning við kertaljós, að sögn kvennanna sem sveitina skipa. Á efnisskránni verða meðal annars sjaldheyrð jólalög frá miðöldum, bæði íslensk og erlend og öll í útsetningum Umbru. Mörg laganna er að finna á glænýrri jólaplötu hópsins, Sólhvörf, sem var tekin upp í Laugarneskirkju í upphafi árs og er nýkomin út hjá Dimmu. Nafn útgáfufélagsins er í anda Umbru og plötunnar því „í myrkrinu má nefnilega hvílast og endurnærast og á vetrarsólstöðum má að ósekju líta til þeirrar birtu og vonar sem er að finna handan þorra og góu“, benda meðlimir sveitarinnar á. Sérstakir gestaleikarar á tónleikunum verða Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló og Matthías Hemstock á slagverk. Umbra er nýkomin heim frá Kaupmannahöfn þar sem hópurinn hélt vel sótta tónleika í Frihavnskirken, með eigin efnisskrá. Hópurinn frumflutti líka nýtt verk eftir tónskáldið Finn Karlsson í Koncertkirken þann 21. nóvember, á debut-tónleikum hans á vegum Konunglega tónlistarháskólans í Kaupmannahöfn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hljómsveitin Umbra heldur árlega jólatónleika sína í kvöld, 20. desember, klukkan 20 í Háteigskirkju. Yfirskrift þeirra er Sólhvörf og þar mun ríkja kyrrð og hugljúf stemning við kertaljós, að sögn kvennanna sem sveitina skipa. Á efnisskránni verða meðal annars sjaldheyrð jólalög frá miðöldum, bæði íslensk og erlend og öll í útsetningum Umbru. Mörg laganna er að finna á glænýrri jólaplötu hópsins, Sólhvörf, sem var tekin upp í Laugarneskirkju í upphafi árs og er nýkomin út hjá Dimmu. Nafn útgáfufélagsins er í anda Umbru og plötunnar því „í myrkrinu má nefnilega hvílast og endurnærast og á vetrarsólstöðum má að ósekju líta til þeirrar birtu og vonar sem er að finna handan þorra og góu“, benda meðlimir sveitarinnar á. Sérstakir gestaleikarar á tónleikunum verða Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló og Matthías Hemstock á slagverk. Umbra er nýkomin heim frá Kaupmannahöfn þar sem hópurinn hélt vel sótta tónleika í Frihavnskirken, með eigin efnisskrá. Hópurinn frumflutti líka nýtt verk eftir tónskáldið Finn Karlsson í Koncertkirken þann 21. nóvember, á debut-tónleikum hans á vegum Konunglega tónlistarháskólans í Kaupmannahöfn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira