Ríkið dæmt til að greiða tíu milljónir vegna uppsagnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2018 09:11 Fréttablaðið/GVA Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni Kvennaskólans í Reykjavík tíu milljónir vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2016, sem hafði starfað í tólf ár við skólann sem umsjónarmaður húsakynna skólans. Málið má rekja til þess að nýr skólameistari tók til starfa við skólann árið 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að fljótlega eftir að hann hóf störf hafi hann kynnt sér aðstæður við skólann og talið „fljótlega að umsjón með húsum skólans og ræstingar væru ekki í nægilega góðu lagi“. Þar sem mörg verkefni hafi blasað við taldi hann þörf á því að gera miklar breytingar á starfslýsingu starfsmannsins og menntunarkröfu. Svo miklar að um nýtt starf í raun um að ræða. Í febrúar 2016, skömmu eftir að starfsmaðurinn fór í veikindaleyfi, var honum tilkynnt að starf hans yrði lagt niður og að óskað væri eftir starfslokum hans. Auglýsa átti nýtt starf umsjónarmanns fasteigna þar sem gerðar voru kröfur um að viðkomandi starfsmaður væri með iðnmenntun.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.Vísir/HannaFékk ekki skriflega áminningu Við þetta var starfsmaðurinn ósáttur og taldi að niðurlagning á starfi hennar væri tilbúningur af hálfu skólans auk þess sem að hann taldi sig geta sinnt starfinu áfram, þrátt fyrir auknar hæfniskröfur. Uppsögnin hafi einnig verið „sérstaklega meiðandi“ fyrir starfsmanninn þar sem ekki var óskað eftir því að hann ynni út sex mánaða uppsagnarfrest, og því hafi það litið út að viðkomandi hafi gerst sek um eitthvað sem verðskuldaði tafarlausan brottrekstur. Í dómi héraðdóms segir að miðað við málavexti verði ekki annað séð en að uppsögn starfsmannsins hafi átt rætur að rekja til raunverulegrar endurskipulagningar heldur megi fyrst og fremst rekja hana til persónu stefnanda og þess að skólameistari kaus að fá annan mann með meiri menntun til þess að gegna starfinu í þeirri von að betur tækist til við umsjón með húsnæði skólans. Starfsmaðurinn hafi ekki fengið skriflega áminningu eða áskorun um að standa sig betur í starfi, mál hennar hafi ekki verið sett í ferli. Ekki hafi verið rætt við starfsmanninn til þess að fara heildstætt yfir starf hennar og fyrirhugaðar breytingar á því. Þá liggi ekkert haldbært um að raunverulega hafi verið lagt mat á það hvort starfsmaðurinn gæti sinnt starfinu í hinni breyttu mynd áður en honum var sagt upp störfum. Í niðurstöðu dómsins segir að niðurlagning starfsins hafi verið meiðandi og í henni hafi falist ólögmæt meingerð í garð stefnanda. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða starfsmanninum tíu milljónir króna vegna uppsagnarinnar, þar af átta milljónir í skaðabætur, 700 þúsund í miskabætur og 1,3 milljónir í vangoldin laun í veikindaleyfi.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni Kvennaskólans í Reykjavík tíu milljónir vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2016, sem hafði starfað í tólf ár við skólann sem umsjónarmaður húsakynna skólans. Málið má rekja til þess að nýr skólameistari tók til starfa við skólann árið 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að fljótlega eftir að hann hóf störf hafi hann kynnt sér aðstæður við skólann og talið „fljótlega að umsjón með húsum skólans og ræstingar væru ekki í nægilega góðu lagi“. Þar sem mörg verkefni hafi blasað við taldi hann þörf á því að gera miklar breytingar á starfslýsingu starfsmannsins og menntunarkröfu. Svo miklar að um nýtt starf í raun um að ræða. Í febrúar 2016, skömmu eftir að starfsmaðurinn fór í veikindaleyfi, var honum tilkynnt að starf hans yrði lagt niður og að óskað væri eftir starfslokum hans. Auglýsa átti nýtt starf umsjónarmanns fasteigna þar sem gerðar voru kröfur um að viðkomandi starfsmaður væri með iðnmenntun.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.Vísir/HannaFékk ekki skriflega áminningu Við þetta var starfsmaðurinn ósáttur og taldi að niðurlagning á starfi hennar væri tilbúningur af hálfu skólans auk þess sem að hann taldi sig geta sinnt starfinu áfram, þrátt fyrir auknar hæfniskröfur. Uppsögnin hafi einnig verið „sérstaklega meiðandi“ fyrir starfsmanninn þar sem ekki var óskað eftir því að hann ynni út sex mánaða uppsagnarfrest, og því hafi það litið út að viðkomandi hafi gerst sek um eitthvað sem verðskuldaði tafarlausan brottrekstur. Í dómi héraðdóms segir að miðað við málavexti verði ekki annað séð en að uppsögn starfsmannsins hafi átt rætur að rekja til raunverulegrar endurskipulagningar heldur megi fyrst og fremst rekja hana til persónu stefnanda og þess að skólameistari kaus að fá annan mann með meiri menntun til þess að gegna starfinu í þeirri von að betur tækist til við umsjón með húsnæði skólans. Starfsmaðurinn hafi ekki fengið skriflega áminningu eða áskorun um að standa sig betur í starfi, mál hennar hafi ekki verið sett í ferli. Ekki hafi verið rætt við starfsmanninn til þess að fara heildstætt yfir starf hennar og fyrirhugaðar breytingar á því. Þá liggi ekkert haldbært um að raunverulega hafi verið lagt mat á það hvort starfsmaðurinn gæti sinnt starfinu í hinni breyttu mynd áður en honum var sagt upp störfum. Í niðurstöðu dómsins segir að niðurlagning starfsins hafi verið meiðandi og í henni hafi falist ólögmæt meingerð í garð stefnanda. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða starfsmanninum tíu milljónir króna vegna uppsagnarinnar, þar af átta milljónir í skaðabætur, 700 þúsund í miskabætur og 1,3 milljónir í vangoldin laun í veikindaleyfi.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira