Óli Jóels tók hann Tryggva með sér í ferðalag til Solís á dögunum. Þar settu þeir sig í spor Rico Rodriguez og ollu gífurlegum usla í leiknum Just Cause 4. Meðal annars myrti Óli saklausa vegfarendur með því að festa kú við bíl og valda stærðarinnar slysi.
Rico getur flogið um á vængbúningi og fyrstu tilraunir Óla til að svífa um enduðu vægast sagt illa. Hann komst þó á lagið með þetta að endanum, eða þannig. Eftir það fór Óli að sprengja upp hitt og þetta og reyna að binda saman menn og dýr, eins og maður gerir í Just Cause 4.