Embætti biskups bótaskylt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2018 18:47 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Fréttablaðið/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag bótaskyldu Embættis biskups Íslands og íslensku þjóðkirkjunnar vegna máls Páls Ágústs Ólafssonar. Páll Ágúst höfðaði mál gegn embætti biskups og þjóðkirkjunni eftir að honum var tilkynnt að embætti hans sem héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi hefði verið lagt niður. Embættið var lagt niður þann 31. maí á þessu ári og var Páli Ágústi tilkynnt um það degi fyrr með bréfi þann 30. Maí. Í bréfinu var ekki vikið að þeim ástæðum sem lágu því til grundvallar að leggja þyrfti starfið niður. Biskup hélt því fram að ákvörðun um niðurlagningu embættisins hafi meðal annars verið tekin í hagræðingarskyni og vegna skipulagsbreytinga á verkefnum héraðs- og sóknarpesta. Þá byggði embættið einnig á því að engin önnur úrræði hafi verið fyrir hendi en að leggja stöðuna niður en lagði ekki fram gögn því til stuðnings. „Þá liggur ekkert fyrir um að stefndi hafi látið fara fram mat á því hvort nauðsyn hafi borið til að leggja embætti stefnanda niður eða hvort mögulegt hefði verið að ná framangreindum markmiðum stefnda með vægari úrræðum. Sönnunarbyrði um að slík rannsókn hafi átt sér stað, áður en ákvörðunin var tekin, hvílir á stefnda. Hefur stefndi hvorki með gögnum né rökum sýnt fram á að uppfyllt hafi verið rannsóknarskylda stjórnsýslulaga, sem á honum hvíldi. Þegar af þeirri ástæðu er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi ekki staðið rétt að niðurlagningu embættis stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms. Var því fallist á kröfu Páls Ágústs um viðurkenningu á bótaskyldu. Kröfu Páls Ágústs um að íslenska þjóðkirkjan greiði honum 199.788 krónur var vísað frá dómi og sömuleiðis kröfu hans um að ákvörðun biskups um að leggja niður embættið væri ógild. Embætti biskups Íslands skal einnig greiða Páli 1,2 milljónir í málskostnað. Dómsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag bótaskyldu Embættis biskups Íslands og íslensku þjóðkirkjunnar vegna máls Páls Ágústs Ólafssonar. Páll Ágúst höfðaði mál gegn embætti biskups og þjóðkirkjunni eftir að honum var tilkynnt að embætti hans sem héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi hefði verið lagt niður. Embættið var lagt niður þann 31. maí á þessu ári og var Páli Ágústi tilkynnt um það degi fyrr með bréfi þann 30. Maí. Í bréfinu var ekki vikið að þeim ástæðum sem lágu því til grundvallar að leggja þyrfti starfið niður. Biskup hélt því fram að ákvörðun um niðurlagningu embættisins hafi meðal annars verið tekin í hagræðingarskyni og vegna skipulagsbreytinga á verkefnum héraðs- og sóknarpesta. Þá byggði embættið einnig á því að engin önnur úrræði hafi verið fyrir hendi en að leggja stöðuna niður en lagði ekki fram gögn því til stuðnings. „Þá liggur ekkert fyrir um að stefndi hafi látið fara fram mat á því hvort nauðsyn hafi borið til að leggja embætti stefnanda niður eða hvort mögulegt hefði verið að ná framangreindum markmiðum stefnda með vægari úrræðum. Sönnunarbyrði um að slík rannsókn hafi átt sér stað, áður en ákvörðunin var tekin, hvílir á stefnda. Hefur stefndi hvorki með gögnum né rökum sýnt fram á að uppfyllt hafi verið rannsóknarskylda stjórnsýslulaga, sem á honum hvíldi. Þegar af þeirri ástæðu er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi ekki staðið rétt að niðurlagningu embættis stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms. Var því fallist á kröfu Páls Ágústs um viðurkenningu á bótaskyldu. Kröfu Páls Ágústs um að íslenska þjóðkirkjan greiði honum 199.788 krónur var vísað frá dómi og sömuleiðis kröfu hans um að ákvörðun biskups um að leggja niður embættið væri ógild. Embætti biskups Íslands skal einnig greiða Páli 1,2 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira