Gargandi eftirspurn eftir húsnæði knýr ólöglega búsetu áfram Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2018 14:35 Bjarni Kjartansson sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. FBL/Auðunn Slökkviliðið hefur ekki mannafla til að ráðast í aðgerðir vegna fjölda þeirra sem búa í ólöglegu íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að minnst um þrjú þúsund og sex hundruð manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar af ellefu hundruð í Hafnarfirði. Bara toppurinn á ísjakanum segir sviðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Fréttablaðið fjallar um málið í dag en í samtali við fréttastofu segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri hjá slökkviliðinu að staðan hafi verið kortlögð í fyrra en málið er ekki til sérstakrar skoðunar sem stendur. „Við erum ekki að því, bara höfum ekki mannafla til þess. Við skoðuðum náttúrlega skráningar, lögheimilisskráningar og símaskráningar. Við sjáum það náttúrulega á Já.is ef einstaklingar eru skráðir í atvinnuhúsnæði, þá er það vísbending um búsetu.“ Af höfuðborgarsvæðinu búa hlutfallslega flestir í ólöglegum búsetuformum í Hafnarfirði. „Það virðist vera hlutfallslega mikið þar. En í heildina á höfuðborgarsvæðinu er þetta áætlað út frá lögheimilisskráningum, þar eru um 3600 manns. Það getur verið mikil skekkja í þessu en ólíklegt að það sé færra heldur en það.“ Hann segir áhyggjuefni að svo margir búi við þessar aðstæður og kveðst ekki vita til þess hvort málið sé í einhverju ferli hjá sveitarfélögunum. Allir viti af ólöglegu búsetunni og þótt slökkviliðið einbeiti sér að eldvörnum og öryggi séu þau mál bara toppurinn á ísjakanum. „Það er bæði þónokkuð um eldra atvinnuhúsnæði sme er kannski erfitt að nýta, erfitt að leigja og ólöglegt að selja. Á sama tíma er bara gargandi eftirspurn eftir húsnæði,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Slökkviliðið hefur ekki mannafla til að ráðast í aðgerðir vegna fjölda þeirra sem búa í ólöglegu íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að minnst um þrjú þúsund og sex hundruð manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar af ellefu hundruð í Hafnarfirði. Bara toppurinn á ísjakanum segir sviðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Fréttablaðið fjallar um málið í dag en í samtali við fréttastofu segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri hjá slökkviliðinu að staðan hafi verið kortlögð í fyrra en málið er ekki til sérstakrar skoðunar sem stendur. „Við erum ekki að því, bara höfum ekki mannafla til þess. Við skoðuðum náttúrlega skráningar, lögheimilisskráningar og símaskráningar. Við sjáum það náttúrulega á Já.is ef einstaklingar eru skráðir í atvinnuhúsnæði, þá er það vísbending um búsetu.“ Af höfuðborgarsvæðinu búa hlutfallslega flestir í ólöglegum búsetuformum í Hafnarfirði. „Það virðist vera hlutfallslega mikið þar. En í heildina á höfuðborgarsvæðinu er þetta áætlað út frá lögheimilisskráningum, þar eru um 3600 manns. Það getur verið mikil skekkja í þessu en ólíklegt að það sé færra heldur en það.“ Hann segir áhyggjuefni að svo margir búi við þessar aðstæður og kveðst ekki vita til þess hvort málið sé í einhverju ferli hjá sveitarfélögunum. Allir viti af ólöglegu búsetunni og þótt slökkviliðið einbeiti sér að eldvörnum og öryggi séu þau mál bara toppurinn á ísjakanum. „Það er bæði þónokkuð um eldra atvinnuhúsnæði sme er kannski erfitt að nýta, erfitt að leigja og ólöglegt að selja. Á sama tíma er bara gargandi eftirspurn eftir húsnæði,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira