Falsanir kosta Strætó hátt í 200 milljónir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. desember 2018 09:30 Jóhannes segir að grípa þurfi til aðgerða. Hann vill sama fyrirkomulag og tíðkast erlendis þar sem fólk er sektað fyrir að svindla sér í vagna. Fréttablaðið/Stefán „Það er grátlegt að vita af því að það sé fólk sem svindlar á sameiginlegri þjónustu sem greidd er af skattfé,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Fölsuð strætókort hafa verið áberandi í strætisvögnum að undanförnu og hefur félagið brugðið á það ráð að senda eftirlitsmenn í vagnana til þess að sannreyna kortin. Aðgerðir Strætó hófust í síðustu viku eftir að karlmaður, sem var að koma með flugi frá Varsjá í Póllandi til Íslands, var stöðvaður í tollinum með fimmtíu fölsuð strætókort í fórum sínum. Tveir hafa verið gripnir síðan þá. „Við erum búin að góma tvo en við komumst ekki að þessu fyrr en í síðustu viku þegar lögreglan stoppaði þennan aðila í flugstöðinni. Við vissum því ekkert hvernig þetta leit út fyrr en þá, og erum nýbyrjuð í þessum aðgerðum,“ segir Jóhannes.Kortin eru keimlík. Fölsuðu kortin eru úr annars konar pappír og þynnri.Umrædd kort eru almennt níu mánaða kort sem kosta 63 þúsund krónur á miðasölustöðum Strætó. Hin fölsuðu kort eru að seljast á um 16 til 20 þúsund krónur. „Þetta er mjög líkt og maður áttar sig ekki á muninum á kortunum nema taka aðeins í þau. Þau eru þynnri og pappírinn annar,“ segir hann og bætir við að vagnstjórar séu allir meðvitaðir um muninn á þessum kortum. Aðspurður segir Jóhannes falsanir ekki óalgengar. Félagið verði af tugum, jafnvel hundruðum milljóna króna vegna þeirra. „Það er rosalega erfitt að segja hvert umfangið er en það getur verið um 200 milljónir á ári. Við byggjum það á tölum sem koma að utan.“ Jóhannes kallar eftir viðurlögum vegna tíðra falsana. „Við höfum rætt það nokkrum sinnum þegar við höfum komið fyrir umhverfis- og samgöngunefnd, og reynt að koma á sama fyrirkomulagi og tíðkast erlendis, þar sem fólk er sektað fyrir að svindla sér inn í vagnana,“ segir hann. Núna hins vegar hafi félagið hug á að breyta greiðslufyrirkomulaginu til þess að sporna við slíkum brotum. „Við erum að undirbúa það að taka upp rafrænt greiðslukerfi og fá heimild til að bjóða það út á næsta ári,“ segir hann. „Annars höfða ég bara til samvisku fólks um að skipta við rétta söluaðila og kaupa kort á réttu verði. Við byggjum á því að farþegar skili sínu því þannig getum við bætt leiðakerfi okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Það er grátlegt að vita af því að það sé fólk sem svindlar á sameiginlegri þjónustu sem greidd er af skattfé,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Fölsuð strætókort hafa verið áberandi í strætisvögnum að undanförnu og hefur félagið brugðið á það ráð að senda eftirlitsmenn í vagnana til þess að sannreyna kortin. Aðgerðir Strætó hófust í síðustu viku eftir að karlmaður, sem var að koma með flugi frá Varsjá í Póllandi til Íslands, var stöðvaður í tollinum með fimmtíu fölsuð strætókort í fórum sínum. Tveir hafa verið gripnir síðan þá. „Við erum búin að góma tvo en við komumst ekki að þessu fyrr en í síðustu viku þegar lögreglan stoppaði þennan aðila í flugstöðinni. Við vissum því ekkert hvernig þetta leit út fyrr en þá, og erum nýbyrjuð í þessum aðgerðum,“ segir Jóhannes.Kortin eru keimlík. Fölsuðu kortin eru úr annars konar pappír og þynnri.Umrædd kort eru almennt níu mánaða kort sem kosta 63 þúsund krónur á miðasölustöðum Strætó. Hin fölsuðu kort eru að seljast á um 16 til 20 þúsund krónur. „Þetta er mjög líkt og maður áttar sig ekki á muninum á kortunum nema taka aðeins í þau. Þau eru þynnri og pappírinn annar,“ segir hann og bætir við að vagnstjórar séu allir meðvitaðir um muninn á þessum kortum. Aðspurður segir Jóhannes falsanir ekki óalgengar. Félagið verði af tugum, jafnvel hundruðum milljóna króna vegna þeirra. „Það er rosalega erfitt að segja hvert umfangið er en það getur verið um 200 milljónir á ári. Við byggjum það á tölum sem koma að utan.“ Jóhannes kallar eftir viðurlögum vegna tíðra falsana. „Við höfum rætt það nokkrum sinnum þegar við höfum komið fyrir umhverfis- og samgöngunefnd, og reynt að koma á sama fyrirkomulagi og tíðkast erlendis, þar sem fólk er sektað fyrir að svindla sér inn í vagnana,“ segir hann. Núna hins vegar hafi félagið hug á að breyta greiðslufyrirkomulaginu til þess að sporna við slíkum brotum. „Við erum að undirbúa það að taka upp rafrænt greiðslukerfi og fá heimild til að bjóða það út á næsta ári,“ segir hann. „Annars höfða ég bara til samvisku fólks um að skipta við rétta söluaðila og kaupa kort á réttu verði. Við byggjum á því að farþegar skili sínu því þannig getum við bætt leiðakerfi okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira