Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2018 09:00 Hópmynd af fjölskyldunni á Kleifum. Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar töpuðu máli gegn Blönduósbæ sem vill rifta lóðaleigusamningum við fjölskylduna og taka jörð þeirra eignarnámi. Fjölskyldan íhugar að óska eftir því við Hæstarétt að málið fái efnislega afgreiðslu fyrir Hæstarétti og telur bæinn ekki vera í rétti til að taka af þeim jörðina. Fjölskyldan og sveitarfélagið deila um jörðina Kleifar sem liggur að Blöndu sunnan við sjúkrahúsið á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dómari við Landsrétt, skilaði sératkvæði og taldi fjölskylduna vera í rétti í málinu. Vilhjálmur gagnrýnir í sératkvæði sínu að aðeins skuli vera talað um 12 hektara en jörðin sé sannarlega 18,1 hektari. Telur hann sveitarfélagið „ekki [hafa] sýnt fram á að hann eigi nein þau réttindi yfir þeim hluta lands jarðarinnar, sem erfðaleigusamningarnir ná yfir“.Yfirlitsmynd af Blönduósi, sjúkrahúsinu þar og húsunum á Kleifum.„Forsagan er sú að það er ágreiningur um eignarhald og ábúendur vildu ekki taka tilboði bæjarins um afmarkaða lóð fyrir eignir en bærinn á óumdeilt jörðina. Þetta er leigujörð,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi. „Þá var þetta eina leiðin að taka jörðina eignarnámi með eðlilegum bótum fyrir eignir. En þar á undan var búið að bjóða upp á að ábúendur fengju að halda húsum og fengju afmarkaða lóð út á það. og bærinn myndi síðan ráðstafa restinni af jörðinni undir framtíðar byggingarland.“ Hafi rökin verið sú að ekki hafi verið búið á jörðinni og enginn búskapur rekinn, telur Vilhjálmur það ekki vera nægilega sterk rök. „Þegar [sveitarfélagið] rifti byggingarbréfinu 22. desember 2009 voru liðin 15 ár frá því búskap lauk að Kleifum vegna riðuveiki sem upp kom á jörðinni. Fyrr en árið 2009 hafði stefndi aldrei gert neinar athugasemdir um vöntun á búskap eða stopula búsetu á jörðinni,“ segir í séráliti Vilhjálms. Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV í fyrra vegna menningarlífs á Kleifum og var stefnan sú að halda áfram á þeirri braut. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt því hér er um ævistarf afa míns að ræða sem verður tekið af okkur. Við munum nú senda bréf til Hæstaréttar um að fá málið tekið fyrir þar. Vonandi næst það,“ segir Áslaug. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar töpuðu máli gegn Blönduósbæ sem vill rifta lóðaleigusamningum við fjölskylduna og taka jörð þeirra eignarnámi. Fjölskyldan íhugar að óska eftir því við Hæstarétt að málið fái efnislega afgreiðslu fyrir Hæstarétti og telur bæinn ekki vera í rétti til að taka af þeim jörðina. Fjölskyldan og sveitarfélagið deila um jörðina Kleifar sem liggur að Blöndu sunnan við sjúkrahúsið á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dómari við Landsrétt, skilaði sératkvæði og taldi fjölskylduna vera í rétti í málinu. Vilhjálmur gagnrýnir í sératkvæði sínu að aðeins skuli vera talað um 12 hektara en jörðin sé sannarlega 18,1 hektari. Telur hann sveitarfélagið „ekki [hafa] sýnt fram á að hann eigi nein þau réttindi yfir þeim hluta lands jarðarinnar, sem erfðaleigusamningarnir ná yfir“.Yfirlitsmynd af Blönduósi, sjúkrahúsinu þar og húsunum á Kleifum.„Forsagan er sú að það er ágreiningur um eignarhald og ábúendur vildu ekki taka tilboði bæjarins um afmarkaða lóð fyrir eignir en bærinn á óumdeilt jörðina. Þetta er leigujörð,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi. „Þá var þetta eina leiðin að taka jörðina eignarnámi með eðlilegum bótum fyrir eignir. En þar á undan var búið að bjóða upp á að ábúendur fengju að halda húsum og fengju afmarkaða lóð út á það. og bærinn myndi síðan ráðstafa restinni af jörðinni undir framtíðar byggingarland.“ Hafi rökin verið sú að ekki hafi verið búið á jörðinni og enginn búskapur rekinn, telur Vilhjálmur það ekki vera nægilega sterk rök. „Þegar [sveitarfélagið] rifti byggingarbréfinu 22. desember 2009 voru liðin 15 ár frá því búskap lauk að Kleifum vegna riðuveiki sem upp kom á jörðinni. Fyrr en árið 2009 hafði stefndi aldrei gert neinar athugasemdir um vöntun á búskap eða stopula búsetu á jörðinni,“ segir í séráliti Vilhjálms. Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV í fyrra vegna menningarlífs á Kleifum og var stefnan sú að halda áfram á þeirri braut. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt því hér er um ævistarf afa míns að ræða sem verður tekið af okkur. Við munum nú senda bréf til Hæstaréttar um að fá málið tekið fyrir þar. Vonandi næst það,“ segir Áslaug.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira