Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 16:41 Ragnar Þór er ekki sáttur við skrif margra fjölmiðla í aðdraganda kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sætti harðri gagnrýni í leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra í helgarblaði Fréttablaðsins. Í leiðaranum segir Kristín Ragnar vera „öfgamann“ með lítinn hluta félagsmanna á bak við sig og erfitt sé að halda því fram að hátterni hans sé félagsmönnum til hagsbóta. Ragnar segir skrif Kristínar vera öfgafull níðskrif og hann sjái ekki ástæðu til að svara þeim. „Sumarið 2017 var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður VR með ríflega 63% greiddra atkvæða. Af ríflega 33 þúsund félagsmönnum í VR mættu 5.706 og greiddu atkvæði. Ragnar var því kjörinn með atkvæðum um 10% félagsmanna. Áhugaleysið var því umfram annað þess valdandi að Ragnar náði völdum í félaginu,“ segir Kristín í umræddum leiðara sem ber yfirskriftina „stórskaðlegt“. Þá segir Kristín félagsmenn VR hafa það ágætt samkvæmt flestum mælikvörðum og helsta ógnin við lífskjör félagsmanna sé að „verðbólgudraugurinn rakni úr rotinu og krónan haldi áfram að veikjast“, en líkurnar á báðu aukist með athöfnum formannsins. Ragnar gefur lítið fyrir þessi skrif Kristínar og bendir á að kjörsókn hafi aukist og framboðum fjölgað í VR eftir að kosningalögum félagsins var breytt árið 2009. Hann telur sig hafa ríkara umboð í baráttu sinni fyrir bættum kjörum launafólks en margir forvera sinna og segir aldrei fleiri félagsmenn hafa komið að kröfugerð félagsins.Segir „hagsmunatengda fjölmiðla“ ekki sýna skilning Í samtali við fréttastofu segist Ragnar ekki vera viss um hvort hægt sé að ætlast til þess að „hagsmunatengdir fjölmiðlar“ sýni verkalýðshreyfingunni skilning. Hann hafi fylgst með skrifum fjölmiðla í gegnum tíðina en ástandið hafi sjaldan verið jafn slæmt og nú. „Ég hef fylgst mjög vel með skrifum fjölmiðla og „lobbýistum“ hagsmunaafla í gegnum tíðina og ég held að þetta sé með því verra sem ég hef upplifað og séð í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Ragnar og bætir við að leiðarahöfundar ákveðinna fréttamiðla taki sig mjög niður með slíkum skrifum. „Þeir ættu miklu frekar að ræða stöðuna almennt og af meiri ábyrgð og þar sýnist mér Fréttablaðið standa sig einna verst.“ Þá segir Ragnar framsetningu fjölmiðla vera dapurlega þar sem ætlun þeirra sé ekki að boða til verkfalls og átaka heldur vilji einungis komast að viðunandi samkomulagi. Skrif margra fjölmiðla séu einungis til þess fallin að ala á sundrungu. „Við erum ekkert að boða til verkfalls eða átaka, langur vegur frá því.“ Kjaramál Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sætti harðri gagnrýni í leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra í helgarblaði Fréttablaðsins. Í leiðaranum segir Kristín Ragnar vera „öfgamann“ með lítinn hluta félagsmanna á bak við sig og erfitt sé að halda því fram að hátterni hans sé félagsmönnum til hagsbóta. Ragnar segir skrif Kristínar vera öfgafull níðskrif og hann sjái ekki ástæðu til að svara þeim. „Sumarið 2017 var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður VR með ríflega 63% greiddra atkvæða. Af ríflega 33 þúsund félagsmönnum í VR mættu 5.706 og greiddu atkvæði. Ragnar var því kjörinn með atkvæðum um 10% félagsmanna. Áhugaleysið var því umfram annað þess valdandi að Ragnar náði völdum í félaginu,“ segir Kristín í umræddum leiðara sem ber yfirskriftina „stórskaðlegt“. Þá segir Kristín félagsmenn VR hafa það ágætt samkvæmt flestum mælikvörðum og helsta ógnin við lífskjör félagsmanna sé að „verðbólgudraugurinn rakni úr rotinu og krónan haldi áfram að veikjast“, en líkurnar á báðu aukist með athöfnum formannsins. Ragnar gefur lítið fyrir þessi skrif Kristínar og bendir á að kjörsókn hafi aukist og framboðum fjölgað í VR eftir að kosningalögum félagsins var breytt árið 2009. Hann telur sig hafa ríkara umboð í baráttu sinni fyrir bættum kjörum launafólks en margir forvera sinna og segir aldrei fleiri félagsmenn hafa komið að kröfugerð félagsins.Segir „hagsmunatengda fjölmiðla“ ekki sýna skilning Í samtali við fréttastofu segist Ragnar ekki vera viss um hvort hægt sé að ætlast til þess að „hagsmunatengdir fjölmiðlar“ sýni verkalýðshreyfingunni skilning. Hann hafi fylgst með skrifum fjölmiðla í gegnum tíðina en ástandið hafi sjaldan verið jafn slæmt og nú. „Ég hef fylgst mjög vel með skrifum fjölmiðla og „lobbýistum“ hagsmunaafla í gegnum tíðina og ég held að þetta sé með því verra sem ég hef upplifað og séð í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Ragnar og bætir við að leiðarahöfundar ákveðinna fréttamiðla taki sig mjög niður með slíkum skrifum. „Þeir ættu miklu frekar að ræða stöðuna almennt og af meiri ábyrgð og þar sýnist mér Fréttablaðið standa sig einna verst.“ Þá segir Ragnar framsetningu fjölmiðla vera dapurlega þar sem ætlun þeirra sé ekki að boða til verkfalls og átaka heldur vilji einungis komast að viðunandi samkomulagi. Skrif margra fjölmiðla séu einungis til þess fallin að ala á sundrungu. „Við erum ekkert að boða til verkfalls eða átaka, langur vegur frá því.“
Kjaramál Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira