Þjófur sérhæfður í innbrotum í bílaleigubíla veldur lögreglu vanda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. desember 2018 23:40 Maðurinn sem er í haldi lögreglu er grunaður um innbrot í fjölmarga Dacia Duster bíla í póstnúmerinu 101. Vísir Lögreglan telur sig nú vita að karlmaður, sem sætt hefur gæsluvarðhaldi vegna innbrota í fjölda bílaleigubíla í miðbænum, hafi brotist inn í hátt í sjötíu bíla. Þar hafi hann stolið verðmætum fyrir tugi milljóna. Maðurinn er í gæsluvarðahaldi til þar til um miðjan janúar grunaður um fjölmörg innbrot í bíla af tegundinni Dacia Duster síðustu mánuði þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. Þessi bílategund er mjög vinsæl hjá bílaleigum landsins og því mjög algengt að ferðamenn séu á slíkum bílnum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það hafa tekið lögreglu nokkurn tíma að átta sig á mynstrinu og umfanginu en nú sé búið að kortleggja öll innbrot í bíla af þessari tegund á síðustu mánuðum. „Hann einhvern veginn náði að snúa læsingunni út og fór eins og eldur um sinu hér í hverfinu 101. Við erum komin með fimmtíu, sextíu, sjötíu innbrot í svona bíla,“ segir Jóhann Karl. Hann segir verðmætin sem hafi tapast hjá ferðmönnunum hlaupa á tugum milljóna. Þrátt fyrir að þessi maður sé í gæsluvarðhaldi sé nokkuð um að brotist sé inn í bíla hjá ferðamönnum enda oft talsverð verðmæti þar á ferð. Ferðamenn komi og fari á meðan íslendingar geti varað hvorn annan við bylgjum sem þessum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Hann segir að það sé nokkuð strembið fyrir lögreglu að vinna svona mál. „Þetta er hvít úlpa og græn taska eða myndavél og fólk er jafnvel komið aftur til Kína. Og það þarf að hafa samband á tölvupósti og það þarf að lýsa úlpunni nákvæmlega svo við vitum að þetta sé þín úlpa en ekki einhvers annars. Þetta er svakaleg vinna,“ segir Jóhann Karl. Maðurinn, sem nú er í gæsluvarðhaldi er af erlendu bergi brotinn, en hann hefur neitað sök í málinu. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. 26. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Sjá meira
Lögreglan telur sig nú vita að karlmaður, sem sætt hefur gæsluvarðhaldi vegna innbrota í fjölda bílaleigubíla í miðbænum, hafi brotist inn í hátt í sjötíu bíla. Þar hafi hann stolið verðmætum fyrir tugi milljóna. Maðurinn er í gæsluvarðahaldi til þar til um miðjan janúar grunaður um fjölmörg innbrot í bíla af tegundinni Dacia Duster síðustu mánuði þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. Þessi bílategund er mjög vinsæl hjá bílaleigum landsins og því mjög algengt að ferðamenn séu á slíkum bílnum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það hafa tekið lögreglu nokkurn tíma að átta sig á mynstrinu og umfanginu en nú sé búið að kortleggja öll innbrot í bíla af þessari tegund á síðustu mánuðum. „Hann einhvern veginn náði að snúa læsingunni út og fór eins og eldur um sinu hér í hverfinu 101. Við erum komin með fimmtíu, sextíu, sjötíu innbrot í svona bíla,“ segir Jóhann Karl. Hann segir verðmætin sem hafi tapast hjá ferðmönnunum hlaupa á tugum milljóna. Þrátt fyrir að þessi maður sé í gæsluvarðhaldi sé nokkuð um að brotist sé inn í bíla hjá ferðamönnum enda oft talsverð verðmæti þar á ferð. Ferðamenn komi og fari á meðan íslendingar geti varað hvorn annan við bylgjum sem þessum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Hann segir að það sé nokkuð strembið fyrir lögreglu að vinna svona mál. „Þetta er hvít úlpa og græn taska eða myndavél og fólk er jafnvel komið aftur til Kína. Og það þarf að hafa samband á tölvupósti og það þarf að lýsa úlpunni nákvæmlega svo við vitum að þetta sé þín úlpa en ekki einhvers annars. Þetta er svakaleg vinna,“ segir Jóhann Karl. Maðurinn, sem nú er í gæsluvarðhaldi er af erlendu bergi brotinn, en hann hefur neitað sök í málinu.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. 26. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Sjá meira
Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. 26. nóvember 2018 16:34