Serena ánægð með nýju „mömmuregluna“ í tennisheiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2018 16:30 Serena Williams. Vísir/Getty Tenniskonan Serena Williams hrósar Alþjóðatennissambandinu fyrir nýja reglu varðandi styrkleikaröðun tennisspilara inn á mót. Nýja reglan er meðal annars hugsuð til stuðnings konum sem eru að koma til baka eftir barnsburð."It's a really great rule." Serena Williams has praised the WTA Tour's increased ranking protection for new mothers. More: https://t.co/Q0zQihGY3ppic.twitter.com/mnFetHyD71 — BBC Sport (@BBCSport) December 27, 2018 Tennisspilarar sem eru að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli geta notað gamla styrkleikaröðun sína inn á tólf mót þrjú ár eftir endurkomuna. Að auki munu viðkomandi leikmenn ekki mæta spilara með röðun í fyrstu umferð á mótunum sínum. „Þetta er frábært,“ sagði Serena Williams en hún eignaðist dótturina Alexis Olympia í september 2017 og snéri aftur inn á tennisvöllinn í febrúar 2018. „Konur sem eru yngri geta nú eignast börn án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum á tennisferil sinn. Þær þurfa því ekki að bíða fram á efri ár til að eignast börn. Þetta er frábær regla,“ sagði Serena. Serena er orðin 37 ára gömul og er sigursælasta tenniskona sögunnar. Þegar hún snéri til baka þá fékk hún ekki röðun inn á Opna franska meistaramótið sem var hennar fyrsta risamót eftir barnsburðinn. Hún fékk þó 25. sætið á styrkleikalista fyrir Wimbledon-mótið þrátt fyrir að vera ekki meðal 32 efstu á heimslistanum. Serena Williams er nú kominn upp í sextánda sæti heimslistans og verður raðað inn á opna ástalska mótið sem fer fram í næsta mánuði. Simona Halep og Maria Sharapova hafa lýst yfir stuðningi við málstað Serenu en þær Petra Kvitova, Victoria Azarenka og Johanna Konta hafa ekki verið eins hrifnar. Serena Williams hefur alls unnið 23 risatitla á ferlinum en síðasti leikur hennar var úrslitaleikur opna bandaríska meistaramótsins þar sem hún tapaði á móti hinni japönsku Naomi Osaka. Stærsta fréttin frá þeim leik var þó reiðikast Serenu Williams sem lét dómarann heyra það og kallaði hann bæði lygara og þjóf. Tennis Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Sjá meira
Tenniskonan Serena Williams hrósar Alþjóðatennissambandinu fyrir nýja reglu varðandi styrkleikaröðun tennisspilara inn á mót. Nýja reglan er meðal annars hugsuð til stuðnings konum sem eru að koma til baka eftir barnsburð."It's a really great rule." Serena Williams has praised the WTA Tour's increased ranking protection for new mothers. More: https://t.co/Q0zQihGY3ppic.twitter.com/mnFetHyD71 — BBC Sport (@BBCSport) December 27, 2018 Tennisspilarar sem eru að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli geta notað gamla styrkleikaröðun sína inn á tólf mót þrjú ár eftir endurkomuna. Að auki munu viðkomandi leikmenn ekki mæta spilara með röðun í fyrstu umferð á mótunum sínum. „Þetta er frábært,“ sagði Serena Williams en hún eignaðist dótturina Alexis Olympia í september 2017 og snéri aftur inn á tennisvöllinn í febrúar 2018. „Konur sem eru yngri geta nú eignast börn án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum á tennisferil sinn. Þær þurfa því ekki að bíða fram á efri ár til að eignast börn. Þetta er frábær regla,“ sagði Serena. Serena er orðin 37 ára gömul og er sigursælasta tenniskona sögunnar. Þegar hún snéri til baka þá fékk hún ekki röðun inn á Opna franska meistaramótið sem var hennar fyrsta risamót eftir barnsburðinn. Hún fékk þó 25. sætið á styrkleikalista fyrir Wimbledon-mótið þrátt fyrir að vera ekki meðal 32 efstu á heimslistanum. Serena Williams er nú kominn upp í sextánda sæti heimslistans og verður raðað inn á opna ástalska mótið sem fer fram í næsta mánuði. Simona Halep og Maria Sharapova hafa lýst yfir stuðningi við málstað Serenu en þær Petra Kvitova, Victoria Azarenka og Johanna Konta hafa ekki verið eins hrifnar. Serena Williams hefur alls unnið 23 risatitla á ferlinum en síðasti leikur hennar var úrslitaleikur opna bandaríska meistaramótsins þar sem hún tapaði á móti hinni japönsku Naomi Osaka. Stærsta fréttin frá þeim leik var þó reiðikast Serenu Williams sem lét dómarann heyra það og kallaði hann bæði lygara og þjóf.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn