Fjárfesting í skuldabréfum WOW air í útboði félagsins verstu viðskipti ársins Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. desember 2018 08:00 WOW air tryggði sér fjármögnun upp á 60 milljónir evra, jafnvirði ríflega átta milljarða króna, í skuldabréfaútboðinu í september. Nokkrum vikum síðar leitaði félagið eftir því að sameinast Icelandair Group. Fréttablaðið/Eyþór Kaup á skuldabréfum WOW air í útboði íslenska flugfélagsins, sem lauk um miðjan septembermánuð, fá þann vafasama heiður að vera verstu viðskipti ársins 2018 að mati dómnefndar Markaðarins. „Aðeins nokkrar vikur liðu þar til félagið var komið í alvarlega lausafjárkrísu og leitaði eftir sameiningu við Icelandair Group,“ segir einn álitsgjafi blaðsins. Annar segir fjármögnunina sem flugfélagið tryggði sér í skuldabréfaútboðinu hafa engan veginn dugað. Nú sé unnið að því að bjarga félaginu frá gjaldþroti. „Fjárfestar máttu vita það við kaupin að skuldabréfin gætu seint talist góður fjárfestingarkostur sem stuttu síðar varð raunin,“ segir annar úr dómnefnd Markaðarins. WOW air tryggði sér fjármögnun upp á 60 milljónir evra, sem jafngildir tæplega 8 milljörðum króna á núverandi gengi, í útboðinu sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með. Vextir á skuldabréfunum eru um níu prósent á ári. Skúli Mogensen, forstjóri og eini eigandi flugfélagsins, upplýsti síðar í bréfi sem hann skrifaði eigendum skuldabréfanna að hann hefði fjárfest fyrir 5,5 milljónir evra, jafnvirði liðlega 730 milljóna króna, í útboðinu, eða sem jafngildir um 11 prósentum af heildarupphæð útboðsins. Þá kom fram í uppgjöri WOW air fyrir þriðja ársfjórðung að félagið hefði sjálft keypt skuldabréf fyrir 9,8 milljónir evra með það fyrir augum að selja bréfin aftur í náinni framtíð. Einn álitsgjafi Markaðarins bendir á að flugfélagið hafi sagst vera fullfjármagnað eftir skuldabréfaútboðið þann 18. september. Hins vegar hafi félagið varla getað greitt út laun þann 1. nóvember. „Hvernig gat þetta farið svona illa á sex vikum?“ spyr hann. „Andri Már Ingólfsson í Primera reyndi að selja Icelandair félagið með fallegri söluræðu síðastliðið sumar. Enginn keypti það og því fór sem fór,“ segir einn úr dómnefnd Markaðarins og bætir við: „Skúli Mogensen er betri sölumaður því hann náði að kreista út með samskotum þá upphæð sem að var stefnt í skuldabréfaútboði WOW, þótt ýmislegt væri gert til að fegra þá tölu. Nú horfa þeir sem keyptu framan í þá staðreynd að þurfa að gefa verulega eftir eigi félagið að lifa lengur,“ nefnir hann. „Það var allt of seint í rassinn gripið,“ segir einn dómnefndarmaður um skuldabréfaútboðið, „og þá með röngum hætti því að fyrirtækið þurfti meira eigin fé og verðlagningin á skuldabréfinu var engan veginn í takti við áhættu.“ Skúli lýsti því í bréfi til skuldabréfaeigendanna í lok nóvember að rekstrarhorfur WOW air hefðu versnað til muna í kjölfar útboðsins í september, meðal annars vegna neikvæðrar umræðu um fjárhagsstöðu félagsins sem hafði sprottið upp á meðan á skuldabréfaútboðinu stóð. Í bréfinu birtist afar hispurslaus lýsing forstjórans á þröngri stöðu flugfélagsins. Sagði hann ljóst að félagið þyrfti nauðsynlega að leita frekari leiða til þess að tryggja fjármögnun til framtíðar. Fjörutíu dögum eftir að skuldabréfaútboðinu lauk nálgaðist Skúli stjórnendur Icelandair Group og óskaði eftir viðræðum um kaup síðarnefnda félagsins á WOW air. Var það gert á þeim forsendum að flugfélagið væri á fallanda fæti. Skrifað var undir kaupsamning í byrjun nóvember en að lokinni áreiðanleikakönnun og nánari skoðun í lok mánaðarins féll Icelandair frá kaupunum. Nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um að ekki yrði af kaupunum barst hins vegar tilkynning frá WOW air um að náðst hefði bráðabirgðasamkomulag við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners, sem er meðal annars hluthafi í Spirit Airlines, Tiger Airways og Wizz Air, um að félagið fjárfesti í flugfélaginu. Hyggst félagið fjárfesta fyrir allt að 75 milljónir dala, 8,8 milljarða króna, í WOW air.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Ákvörðun Icelandair og kaup Sýnar í 2.-3. sæti Næstverstu viðskipti ársins, að mati dómnefndar Markaðarins, var sú ákvörðun Icelandair Group að falla frá kaupunum á WOW air. „Hlutabréf Icelandair lækkuðu mikið í verði í kjölfarið,“ bendir einn úr dómnefndinni á. „Yfirtakan virtist vanhugsuð og ákvörðunin um að bakka út bar keim af örvæntingu og því að menn vissu ekki alveg hvað þeir voru að gera.“ Annar álitsgjafi talar um „kalda fætur“ Icelandair. „Hræðslan við breytingar nær greinilega í gegnum allt fyrirtækið og tíminn mun leiða í ljós að breytinga var þörf,“ segir hann. Nokkrir álitsgjafar nefna að verðið sem Icelandair hugðist greiða fyrir WOW air hafi verið lágt. „Félagið féll frá kaupunum fyrir litla fjárhæð – mögulega í von um að WOW færi endanlega á hliðina – og fær í staðinn vel fjármagnaðan ofurlággjaldakeppinaut með leiðandi hluthafa sem hefur langa reynslu af arðbærum flugrekstri,“ segir einn. „Ef fjármögnun WOW gengur eftir situr Icelandair eftir með ófókuserað viðskiptamódel. Það er óvíst hvar félagið er að staðsetja sig. Það er ekki lággjaldaflugfélag og ekki lúxusflugfélag,“ segir einn úr dómnefnd Markaðarins.Stefán Sigurðsson, forstjóri SýnarKaup Sýnar á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour, var nokkrum álitsgjöfum Markaðarins ofarlega í huga sem verstu viðskipti ársins. „Þessi kaup hafa hingað til reynst gríðarleg vonbrigði,“ segir einn álitsgjafinn. Stjórnendur Sýnar þurftu tvívegis að senda frá sér afkomuviðvörun á seinni hluta ársins og gera nú fyrir að EBITDA af grunnrekstri félagsins verði 3.450 milljónir króna í ár en upphaflega spá miðaði við að EBITDA yrði á bilinu 4.000 til 4.400 milljónir króna. Helsta ástæðan er hærri kostnaður vegna sameiningarinnar en væntingar stóðu til. Annar álitsgjafi segir að svo virðist sem forsvarsmenn Sýnar hafi verið illa undirbúnir. „Þeir hafa tekið nánast öll röng skref sem hægt er að taka. Þeir hafa algerlega misst stjórn á kostnaðinum og eiga mikið verk fyrir höndum að öðlast tiltrú markaðarins á ný. Illa farið með efnilegar eignir á undraskömmum tíma,“ nefnir álitsgjafinn. „Vonandi mun rætast úr þessum kaupum því Sýn er með öfluga eigendur og stjórnendur. Það eru vonbrigði að kostnaður virðist vera meiri og samlegð minni en áætlanir gerðu ráð fyrir,“ segir einn úr dómnefndinni.Markaðurinn er hluti af Fréttablaðinu sem tengist Vísi ekki að öðru leyti en því að samkvæmt samningi Sýnar við Torg, sem rekur Fréttablaðið, birtist efni úr Fréttablaðinu á Vísi til 30. nóvember 2019. Vísir er í eigu Sýnar. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Fréttir ársins 2018 Icelandair WOW Air Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Kaup á skuldabréfum WOW air í útboði íslenska flugfélagsins, sem lauk um miðjan septembermánuð, fá þann vafasama heiður að vera verstu viðskipti ársins 2018 að mati dómnefndar Markaðarins. „Aðeins nokkrar vikur liðu þar til félagið var komið í alvarlega lausafjárkrísu og leitaði eftir sameiningu við Icelandair Group,“ segir einn álitsgjafi blaðsins. Annar segir fjármögnunina sem flugfélagið tryggði sér í skuldabréfaútboðinu hafa engan veginn dugað. Nú sé unnið að því að bjarga félaginu frá gjaldþroti. „Fjárfestar máttu vita það við kaupin að skuldabréfin gætu seint talist góður fjárfestingarkostur sem stuttu síðar varð raunin,“ segir annar úr dómnefnd Markaðarins. WOW air tryggði sér fjármögnun upp á 60 milljónir evra, sem jafngildir tæplega 8 milljörðum króna á núverandi gengi, í útboðinu sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með. Vextir á skuldabréfunum eru um níu prósent á ári. Skúli Mogensen, forstjóri og eini eigandi flugfélagsins, upplýsti síðar í bréfi sem hann skrifaði eigendum skuldabréfanna að hann hefði fjárfest fyrir 5,5 milljónir evra, jafnvirði liðlega 730 milljóna króna, í útboðinu, eða sem jafngildir um 11 prósentum af heildarupphæð útboðsins. Þá kom fram í uppgjöri WOW air fyrir þriðja ársfjórðung að félagið hefði sjálft keypt skuldabréf fyrir 9,8 milljónir evra með það fyrir augum að selja bréfin aftur í náinni framtíð. Einn álitsgjafi Markaðarins bendir á að flugfélagið hafi sagst vera fullfjármagnað eftir skuldabréfaútboðið þann 18. september. Hins vegar hafi félagið varla getað greitt út laun þann 1. nóvember. „Hvernig gat þetta farið svona illa á sex vikum?“ spyr hann. „Andri Már Ingólfsson í Primera reyndi að selja Icelandair félagið með fallegri söluræðu síðastliðið sumar. Enginn keypti það og því fór sem fór,“ segir einn úr dómnefnd Markaðarins og bætir við: „Skúli Mogensen er betri sölumaður því hann náði að kreista út með samskotum þá upphæð sem að var stefnt í skuldabréfaútboði WOW, þótt ýmislegt væri gert til að fegra þá tölu. Nú horfa þeir sem keyptu framan í þá staðreynd að þurfa að gefa verulega eftir eigi félagið að lifa lengur,“ nefnir hann. „Það var allt of seint í rassinn gripið,“ segir einn dómnefndarmaður um skuldabréfaútboðið, „og þá með röngum hætti því að fyrirtækið þurfti meira eigin fé og verðlagningin á skuldabréfinu var engan veginn í takti við áhættu.“ Skúli lýsti því í bréfi til skuldabréfaeigendanna í lok nóvember að rekstrarhorfur WOW air hefðu versnað til muna í kjölfar útboðsins í september, meðal annars vegna neikvæðrar umræðu um fjárhagsstöðu félagsins sem hafði sprottið upp á meðan á skuldabréfaútboðinu stóð. Í bréfinu birtist afar hispurslaus lýsing forstjórans á þröngri stöðu flugfélagsins. Sagði hann ljóst að félagið þyrfti nauðsynlega að leita frekari leiða til þess að tryggja fjármögnun til framtíðar. Fjörutíu dögum eftir að skuldabréfaútboðinu lauk nálgaðist Skúli stjórnendur Icelandair Group og óskaði eftir viðræðum um kaup síðarnefnda félagsins á WOW air. Var það gert á þeim forsendum að flugfélagið væri á fallanda fæti. Skrifað var undir kaupsamning í byrjun nóvember en að lokinni áreiðanleikakönnun og nánari skoðun í lok mánaðarins féll Icelandair frá kaupunum. Nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um að ekki yrði af kaupunum barst hins vegar tilkynning frá WOW air um að náðst hefði bráðabirgðasamkomulag við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners, sem er meðal annars hluthafi í Spirit Airlines, Tiger Airways og Wizz Air, um að félagið fjárfesti í flugfélaginu. Hyggst félagið fjárfesta fyrir allt að 75 milljónir dala, 8,8 milljarða króna, í WOW air.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Ákvörðun Icelandair og kaup Sýnar í 2.-3. sæti Næstverstu viðskipti ársins, að mati dómnefndar Markaðarins, var sú ákvörðun Icelandair Group að falla frá kaupunum á WOW air. „Hlutabréf Icelandair lækkuðu mikið í verði í kjölfarið,“ bendir einn úr dómnefndinni á. „Yfirtakan virtist vanhugsuð og ákvörðunin um að bakka út bar keim af örvæntingu og því að menn vissu ekki alveg hvað þeir voru að gera.“ Annar álitsgjafi talar um „kalda fætur“ Icelandair. „Hræðslan við breytingar nær greinilega í gegnum allt fyrirtækið og tíminn mun leiða í ljós að breytinga var þörf,“ segir hann. Nokkrir álitsgjafar nefna að verðið sem Icelandair hugðist greiða fyrir WOW air hafi verið lágt. „Félagið féll frá kaupunum fyrir litla fjárhæð – mögulega í von um að WOW færi endanlega á hliðina – og fær í staðinn vel fjármagnaðan ofurlággjaldakeppinaut með leiðandi hluthafa sem hefur langa reynslu af arðbærum flugrekstri,“ segir einn. „Ef fjármögnun WOW gengur eftir situr Icelandair eftir með ófókuserað viðskiptamódel. Það er óvíst hvar félagið er að staðsetja sig. Það er ekki lággjaldaflugfélag og ekki lúxusflugfélag,“ segir einn úr dómnefnd Markaðarins.Stefán Sigurðsson, forstjóri SýnarKaup Sýnar á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour, var nokkrum álitsgjöfum Markaðarins ofarlega í huga sem verstu viðskipti ársins. „Þessi kaup hafa hingað til reynst gríðarleg vonbrigði,“ segir einn álitsgjafinn. Stjórnendur Sýnar þurftu tvívegis að senda frá sér afkomuviðvörun á seinni hluta ársins og gera nú fyrir að EBITDA af grunnrekstri félagsins verði 3.450 milljónir króna í ár en upphaflega spá miðaði við að EBITDA yrði á bilinu 4.000 til 4.400 milljónir króna. Helsta ástæðan er hærri kostnaður vegna sameiningarinnar en væntingar stóðu til. Annar álitsgjafi segir að svo virðist sem forsvarsmenn Sýnar hafi verið illa undirbúnir. „Þeir hafa tekið nánast öll röng skref sem hægt er að taka. Þeir hafa algerlega misst stjórn á kostnaðinum og eiga mikið verk fyrir höndum að öðlast tiltrú markaðarins á ný. Illa farið með efnilegar eignir á undraskömmum tíma,“ nefnir álitsgjafinn. „Vonandi mun rætast úr þessum kaupum því Sýn er með öfluga eigendur og stjórnendur. Það eru vonbrigði að kostnaður virðist vera meiri og samlegð minni en áætlanir gerðu ráð fyrir,“ segir einn úr dómnefndinni.Markaðurinn er hluti af Fréttablaðinu sem tengist Vísi ekki að öðru leyti en því að samkvæmt samningi Sýnar við Torg, sem rekur Fréttablaðið, birtist efni úr Fréttablaðinu á Vísi til 30. nóvember 2019. Vísir er í eigu Sýnar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Fréttir ársins 2018 Icelandair WOW Air Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira