Engar eignir fundist upp í tap Hörpu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. desember 2018 07:00 Kári Sturluson fékk fyrirframgreiðslu á miðasölu tónleika Sigur rósar í fyrra. Sá peningur hefur aldrei skilað sér aftur. Fréttablaðið/Ernir „Það er ekki útlit fyrir að það verði eitthvað sérstakt til skipta,“ segir Haukur Örn Birgisson, skiptastjóri þrotabús KS Productions. Hann er ekki bjartsýnn á að nokkuð fáist upp í lýstar kröfur í búið, en þar er Harpa ohf. stærsti kröfuhafinn. Eins og Fréttablaðið greindi fyrst frá í september í fyrra fékk tónleikahaldarinn Kári Sturluson og félag hans KS Productions fyrirframgreiðslu upp á 35 milljónir króna af miðasölutekjum af tónleikum Sigur Rósar sem fóru fram í desember í fyrra. Harpa og Sigur Rós fóru fram á kyrrsetningu eigna Kára og félagsins en síðar var gjaldþrotabeiðni þeirra samþykkt og staðfest fyrir dómi í sumar. Síðan þá hefur skiptastjóri unnið að því að finna eignir upp í kröfu Hörpu og sveitarinnar. Fyrir dómi hafði komið fram að Harpa og Sigur Rós hefðu skipt með sér tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir gætu farið fram. Í yfirlýsingu frá sveitinni og forstjóra Hörpu, Svanhildi Konráðsdóttur, kom fram að fjármunirnir væru ekki glataðir heldur væru vonir bundnar við endurheimtuferlið. Nú liggur fyrir að þær endurheimtur verða rýrar. „Það eru engar sérstakar eignir sem hafa fundist í búinu og óvíst hvort það komi eitthvað upp í úthlutun til þeirra krafna sem var lýst,“ segir Haukur Örn. Svanhildur Konráðsdóttir segir ekkert tilefni til að velta vöngum yfir heimtum í þrotabúi KS Productions þar sem málið sé enn í ferli og niðurstaðan liggi ekki fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tónlist Tengdar fréttir Kári Sturluson úrskurðaður gjaldþrota Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu tónlistar-og ráðstefnuhússins Hörpu um að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 9. maí 2018 17:46 Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35 Óvíst hvort nokkuð fáist upp í milljóna tjón Hörpu og Sigur Rósar Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. 7. september 2018 06:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Það er ekki útlit fyrir að það verði eitthvað sérstakt til skipta,“ segir Haukur Örn Birgisson, skiptastjóri þrotabús KS Productions. Hann er ekki bjartsýnn á að nokkuð fáist upp í lýstar kröfur í búið, en þar er Harpa ohf. stærsti kröfuhafinn. Eins og Fréttablaðið greindi fyrst frá í september í fyrra fékk tónleikahaldarinn Kári Sturluson og félag hans KS Productions fyrirframgreiðslu upp á 35 milljónir króna af miðasölutekjum af tónleikum Sigur Rósar sem fóru fram í desember í fyrra. Harpa og Sigur Rós fóru fram á kyrrsetningu eigna Kára og félagsins en síðar var gjaldþrotabeiðni þeirra samþykkt og staðfest fyrir dómi í sumar. Síðan þá hefur skiptastjóri unnið að því að finna eignir upp í kröfu Hörpu og sveitarinnar. Fyrir dómi hafði komið fram að Harpa og Sigur Rós hefðu skipt með sér tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir gætu farið fram. Í yfirlýsingu frá sveitinni og forstjóra Hörpu, Svanhildi Konráðsdóttur, kom fram að fjármunirnir væru ekki glataðir heldur væru vonir bundnar við endurheimtuferlið. Nú liggur fyrir að þær endurheimtur verða rýrar. „Það eru engar sérstakar eignir sem hafa fundist í búinu og óvíst hvort það komi eitthvað upp í úthlutun til þeirra krafna sem var lýst,“ segir Haukur Örn. Svanhildur Konráðsdóttir segir ekkert tilefni til að velta vöngum yfir heimtum í þrotabúi KS Productions þar sem málið sé enn í ferli og niðurstaðan liggi ekki fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tónlist Tengdar fréttir Kári Sturluson úrskurðaður gjaldþrota Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu tónlistar-og ráðstefnuhússins Hörpu um að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 9. maí 2018 17:46 Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35 Óvíst hvort nokkuð fáist upp í milljóna tjón Hörpu og Sigur Rósar Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. 7. september 2018 06:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Kári Sturluson úrskurðaður gjaldþrota Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu tónlistar-og ráðstefnuhússins Hörpu um að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 9. maí 2018 17:46
Staðfestir gjaldþrot Kára og félags hans vegna Hörputónleika Sigur Rósar Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. 20. júní 2018 16:35
Óvíst hvort nokkuð fáist upp í milljóna tjón Hörpu og Sigur Rósar Staðan nú er því sú að skiptastjóri vinnur að því að finna eignir upp í kröfur Hörpu í málinu. 7. september 2018 06:00