Sunna kallar eftir bardaga eftir 17 mánaða fjarveru með brennandi þrá í hjarta sínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2018 10:30 Sunna Rannveig Davíðsdóttir er ósigruð sem atvinnumaður. mynd/mjölnir Sunna Rannveig Davíðsdóttir, fremsta bardagaíþróttakona Íslands, vill komast aftur í búrið eftir langa fjarveru og berjast undir merkjum Invicta sem fyrst á nýju ári. Sunna, sem skaust upp á stjörnuhiminninn með sigri á Evrópumóti áhugamanna í blönduðum bardagalistum, MMA, árið 2015 hefur þrívegis farið inn í Invicta-búrið og unnið í öll skiptin. Invicta er stærsta MMA-samband í kvennaflokki. Síðast barðist Sunna á móti Kelly D’Angelo í Kansas þar sem að Invicta-kvöldin fara fram og hafði betur eftir dómaraúrskurð en frammistaða Sunnu „Tsunami“ var frábær. Hún hefur aftur á móti glímt við erfið meiðsli og ekki barist síðan þá. En, nú er íslenska flóðbylgjan komin aftur á stjá. Hún er búin að vera að æfa í Taílandi undanfarnar vikur og er klár í slaginn. Bókstaflega.Sunna Rannveig Davíðsdóttir er orðin heil af meiðslum sínum.vísir/allan suarez„Ég er svo þakklát fyrir að geta æft með svona frábæru liði eins og Tiger Muay Thai, frábærum þjálfurum og svona virkilega hæfileikaríkum stelpum,“ segir Sunna Rannveig í tilfinningaþrunginni færslu á Instagram-síðu sinni. „Ég get ekki ímyndað mér betri stað til að finna fyrir eldinum í hjarta mér og finna hversu tilbúin ég er til að stíga aftur inn í búrið þar sem að þetta hófst allt saman fyrir sex árum,“ segir hún. Sunna ákallar Invicta í færslu sinni og biður sambandið um að finna handa sér bardaga en húnn vill halda áfram að klífa metorðastigann eftir að vinna fyrstu þrjá atvinnumannabardaga sína. „Eftir 17 mánaða fjarveru frá búrinu vegna meiðsla ákvað ég að fara aftur í ræturnar og njóta þess bara að borða, æfa, sofa og eyða tíma með dóttur minni,“ segir hún. „Ég er tilbúin, Invicta! Ég get ekki beðið eftir því að berjast aftur undir ykkar merkjum og fyrir stuðninsmennina með brennandi þrá í hjarta mínu. Kýlum á þetta!“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir. View this post on Instagram I am so very grateful and happy to be able to train at such high level with the MMA fight team @tigermuaythai, awesome coaches @hickmanbrothers, lots of skilled girls to train with and a great fighter friend @lomalookboonmee I can't think of a better place to feel the fire in my heart and get ready to step into the cage again than here where it all started 6 years ago . . After 17 months away from the cage due to injury I decided to go back to the roots for one month only to train, eat, sleep and enjoy quality time with my precious daughter @aannarakel who is now also more motivated than she has ever been and that motivates me even more. Together we are stronger . . @invictafc I am ready! I truly can't wait to come back fighting for you and all the fans with a mighty heart stronger than ever before . . Let's do this! . . #grateful #happy #happyfighter #dangerOusfighter #figher #fire #heart #highlevel #motivated #motheranddaughter #family #fighters #friends #baCktotheroOts #Phuket #Thailand #TigerMuayThai #MuayThai #wrestling #striking #MMA #WMMA #InvictaFC #MjolnirMMA #LetsdOthis . . @jonny_betts #Repost @tigermuaythai (@get_repost) ・・・ @invictafc fighters @lomalookboonmee and @sunnatsunami wrestling and sparring together here at Tiger Muay Thai as they both await announcements on their next match ups #femalemma #girlswhofight #invictafc #mma #tigermuaythai #phuket #thailand A post shared by Sunna Rannveig Davíðsdóttir (@sunnatsunami) on Dec 27, 2018 at 3:43am PST MMA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, fremsta bardagaíþróttakona Íslands, vill komast aftur í búrið eftir langa fjarveru og berjast undir merkjum Invicta sem fyrst á nýju ári. Sunna, sem skaust upp á stjörnuhiminninn með sigri á Evrópumóti áhugamanna í blönduðum bardagalistum, MMA, árið 2015 hefur þrívegis farið inn í Invicta-búrið og unnið í öll skiptin. Invicta er stærsta MMA-samband í kvennaflokki. Síðast barðist Sunna á móti Kelly D’Angelo í Kansas þar sem að Invicta-kvöldin fara fram og hafði betur eftir dómaraúrskurð en frammistaða Sunnu „Tsunami“ var frábær. Hún hefur aftur á móti glímt við erfið meiðsli og ekki barist síðan þá. En, nú er íslenska flóðbylgjan komin aftur á stjá. Hún er búin að vera að æfa í Taílandi undanfarnar vikur og er klár í slaginn. Bókstaflega.Sunna Rannveig Davíðsdóttir er orðin heil af meiðslum sínum.vísir/allan suarez„Ég er svo þakklát fyrir að geta æft með svona frábæru liði eins og Tiger Muay Thai, frábærum þjálfurum og svona virkilega hæfileikaríkum stelpum,“ segir Sunna Rannveig í tilfinningaþrunginni færslu á Instagram-síðu sinni. „Ég get ekki ímyndað mér betri stað til að finna fyrir eldinum í hjarta mér og finna hversu tilbúin ég er til að stíga aftur inn í búrið þar sem að þetta hófst allt saman fyrir sex árum,“ segir hún. Sunna ákallar Invicta í færslu sinni og biður sambandið um að finna handa sér bardaga en húnn vill halda áfram að klífa metorðastigann eftir að vinna fyrstu þrjá atvinnumannabardaga sína. „Eftir 17 mánaða fjarveru frá búrinu vegna meiðsla ákvað ég að fara aftur í ræturnar og njóta þess bara að borða, æfa, sofa og eyða tíma með dóttur minni,“ segir hún. „Ég er tilbúin, Invicta! Ég get ekki beðið eftir því að berjast aftur undir ykkar merkjum og fyrir stuðninsmennina með brennandi þrá í hjarta mínu. Kýlum á þetta!“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir. View this post on Instagram I am so very grateful and happy to be able to train at such high level with the MMA fight team @tigermuaythai, awesome coaches @hickmanbrothers, lots of skilled girls to train with and a great fighter friend @lomalookboonmee I can't think of a better place to feel the fire in my heart and get ready to step into the cage again than here where it all started 6 years ago . . After 17 months away from the cage due to injury I decided to go back to the roots for one month only to train, eat, sleep and enjoy quality time with my precious daughter @aannarakel who is now also more motivated than she has ever been and that motivates me even more. Together we are stronger . . @invictafc I am ready! I truly can't wait to come back fighting for you and all the fans with a mighty heart stronger than ever before . . Let's do this! . . #grateful #happy #happyfighter #dangerOusfighter #figher #fire #heart #highlevel #motivated #motheranddaughter #family #fighters #friends #baCktotheroOts #Phuket #Thailand #TigerMuayThai #MuayThai #wrestling #striking #MMA #WMMA #InvictaFC #MjolnirMMA #LetsdOthis . . @jonny_betts #Repost @tigermuaythai (@get_repost) ・・・ @invictafc fighters @lomalookboonmee and @sunnatsunami wrestling and sparring together here at Tiger Muay Thai as they both await announcements on their next match ups #femalemma #girlswhofight #invictafc #mma #tigermuaythai #phuket #thailand A post shared by Sunna Rannveig Davíðsdóttir (@sunnatsunami) on Dec 27, 2018 at 3:43am PST
MMA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira