Hestastyttur út um allt inni í stofu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2018 20:00 Einn mesti hrossabóndi landsins býr á Skeiðunum og á þar á fjórða hundrað hrossa. Hrossin eru þó ekki lifandi því þetta eru allt styttur á hillum inni í stofu. Engin stytta er eins. Það er Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin. Sigurlín er mikil áhugamanneskja um íslenska hestinn og á nokkra sem hún notar meðal annars til að fara í hestaferðir á sumrin. „Það kom hér ung stúlka, sem eyddi heilmiklum tíma í að telja stytturnar og hún komst að því að þær væru vel yfir þrjú hundruð, ég man ekki alveg töluna,“ segir Sigurlín. „Ég hef keypt svolítið í Kolaportinu og svo hef ég verið að þvælast hingað og þangað til útlanda og svo hefur fólk, sem hefur farið til útlanda keypt og látið mig fá,“ segir Sigurlín aðspurð hvar hún hefur fengið allar stytturnar. Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin.Magnús HlynurHestastytturnar koma víða að, til dæmis frá Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Sigurlín á sér eina uppáhalds styttu. „Það er stytta, sem fannst í Kína, að vísu afsteypa, en hún fannst á Silkileiðinni, þannig að hún er nokkur þúsund ára gömul, sem sagt fyrirmyndin af þessar styttu. Það var vinafólk okkar sem fór til Kína og færði mér styttuna þegar þau komu til baka.“ Sigurlín segist vera hætt að safna styttum af hestum enda allt plássið á hillunum búið. Hún gerir hins vegar mikið af því að mála myndir og þar eru hestar í miklu uppáhaldi hjá henni enda nokkrar fallegar hestamyndir upp á veggjum eftir hana á heimilinu á Votumýri. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Einn mesti hrossabóndi landsins býr á Skeiðunum og á þar á fjórða hundrað hrossa. Hrossin eru þó ekki lifandi því þetta eru allt styttur á hillum inni í stofu. Engin stytta er eins. Það er Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin. Sigurlín er mikil áhugamanneskja um íslenska hestinn og á nokkra sem hún notar meðal annars til að fara í hestaferðir á sumrin. „Það kom hér ung stúlka, sem eyddi heilmiklum tíma í að telja stytturnar og hún komst að því að þær væru vel yfir þrjú hundruð, ég man ekki alveg töluna,“ segir Sigurlín. „Ég hef keypt svolítið í Kolaportinu og svo hef ég verið að þvælast hingað og þangað til útlanda og svo hefur fólk, sem hefur farið til útlanda keypt og látið mig fá,“ segir Sigurlín aðspurð hvar hún hefur fengið allar stytturnar. Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin.Magnús HlynurHestastytturnar koma víða að, til dæmis frá Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Sigurlín á sér eina uppáhalds styttu. „Það er stytta, sem fannst í Kína, að vísu afsteypa, en hún fannst á Silkileiðinni, þannig að hún er nokkur þúsund ára gömul, sem sagt fyrirmyndin af þessar styttu. Það var vinafólk okkar sem fór til Kína og færði mér styttuna þegar þau komu til baka.“ Sigurlín segist vera hætt að safna styttum af hestum enda allt plássið á hillunum búið. Hún gerir hins vegar mikið af því að mála myndir og þar eru hestar í miklu uppáhaldi hjá henni enda nokkrar fallegar hestamyndir upp á veggjum eftir hana á heimilinu á Votumýri.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira