Tíminn Guðmundur Brynjólfsson skrifar 10. desember 2018 07:00 Það er óþarfi að flýta sér. Tíminn er ekki til. Hann er ekki annað en minningar okkar og svo væntingar, spádómar. Orð yfir dásamlega loftkennd hugtök sem þýða eitt í þínum huga en annað í mínum. Tíminn er ekki! Því er óþarfi að hlaupa í búðir og fá andarteppu í hægfara rúllustigum. Ástæðulaust að grenja í biðröðum. Tilgangslaust að keyra yfir á rauðu ljósi til þess að ná að sýna börnunum risavaxið piparkökuhúsaþorp á stærð við Grenivík í reðurlaga verslunarmiðstöð, eða til þess að ná að kaupa stærsta grenitréð í Alaska við Miklatorg sem er þar ekki lengur og því óþarfi að bíða eftir því að heyra: „Hvar fáum við jólatré og skreytingar? Í Alaska. Hvar fáum við blóm og gjafavöru? Í Alaska, gróðrarstöðinni við Miklatorg.“ Þetta er farið. Búið. Þú nærð þessu aldrei og því viturlegra að stoppa á rauðu og slökkva á auglýsingunum í útvarpinu og gjafaleikjunum. Hlustaðu frekar á suðið í krakkanum sem er njörvaður niður í evrópusambandsvottaðan barnabílstól svo barnið geti lifað öll högg tímakapphlaupsins sem þú kennir því samviskusamlega, óaflátanlega. Suðið um eiturslímið sem freyðir eins og keyta þegar drekinn með svörtu augun ælir því ofan í gjótuna ógurlegu og brennir þannig upp börn djöfulsins sem fylgja í sérstakri plastpakkningu og notast við AAA-rafhlöður sem þarf að kaupa aukalega. Tíminn er ekki til og því óþarfi að kaupa rándýr námskeið um núvitund. Núið myndi fylgja tímanum væri hann til, líkt og þáið og sennið. Skrýtin orð um undursamlega loftkennd hugtök sem kaupmennska, kapítalismi og vélvæðing hafa komið inn hjá þrælum sínum. Tíminn er ekki til og hefur aldrei verið til. Þú bara heldur það, þú bara heldur það á hlaupum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er óþarfi að flýta sér. Tíminn er ekki til. Hann er ekki annað en minningar okkar og svo væntingar, spádómar. Orð yfir dásamlega loftkennd hugtök sem þýða eitt í þínum huga en annað í mínum. Tíminn er ekki! Því er óþarfi að hlaupa í búðir og fá andarteppu í hægfara rúllustigum. Ástæðulaust að grenja í biðröðum. Tilgangslaust að keyra yfir á rauðu ljósi til þess að ná að sýna börnunum risavaxið piparkökuhúsaþorp á stærð við Grenivík í reðurlaga verslunarmiðstöð, eða til þess að ná að kaupa stærsta grenitréð í Alaska við Miklatorg sem er þar ekki lengur og því óþarfi að bíða eftir því að heyra: „Hvar fáum við jólatré og skreytingar? Í Alaska. Hvar fáum við blóm og gjafavöru? Í Alaska, gróðrarstöðinni við Miklatorg.“ Þetta er farið. Búið. Þú nærð þessu aldrei og því viturlegra að stoppa á rauðu og slökkva á auglýsingunum í útvarpinu og gjafaleikjunum. Hlustaðu frekar á suðið í krakkanum sem er njörvaður niður í evrópusambandsvottaðan barnabílstól svo barnið geti lifað öll högg tímakapphlaupsins sem þú kennir því samviskusamlega, óaflátanlega. Suðið um eiturslímið sem freyðir eins og keyta þegar drekinn með svörtu augun ælir því ofan í gjótuna ógurlegu og brennir þannig upp börn djöfulsins sem fylgja í sérstakri plastpakkningu og notast við AAA-rafhlöður sem þarf að kaupa aukalega. Tíminn er ekki til og því óþarfi að kaupa rándýr námskeið um núvitund. Núið myndi fylgja tímanum væri hann til, líkt og þáið og sennið. Skrýtin orð um undursamlega loftkennd hugtök sem kaupmennska, kapítalismi og vélvæðing hafa komið inn hjá þrælum sínum. Tíminn er ekki til og hefur aldrei verið til. Þú bara heldur það, þú bara heldur það á hlaupum.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar