Hver þarf óvini með þessa vini? Haukur Örn Birgisson skrifar 11. desember 2018 08:00 Ég starfa á skemmtilegasta vinnustað landsins og með mér starfar frábært fólk – fólk sem ég lít á sem fjölskyldu mína. Með þessu fólki starfa ég stærstan hluta dagsins, stærstan hluta vikunnar. Það er ótrúlega mikilvægt að starfa með skemmtilegu fólki, sem maður getur átt góð samskipti við. Fólki sem maður virðir og sem virðir mann á móti. Ég gæti ekki starfað á vinnustað þar sem mér líkaði ekki við samstarfsfólk mitt. Það eru samt ekki allir svo heppnir að geta valið vinnufélaga sína. Þegar ég var ungur maður (þyki miðaldra í dag) þá hafði ég mikinn áhuga á stjórnmálum og gat vel hugsað mér að verða þingmaður þegar „ég yrði stór“. Þennan áhuga missti ég hins vegar rúmlega tvítugur að aldri og ástæðan var aðallega sú að mér fannst starfsumhverfið alls ekki aðlaðandi. Baknag í bakherbergjum var of stór þáttur starfsins, að mínu viti. Þessi skoðun mín hefur lítið breyst við að fylgjast með þingstörfum undanfarin ár. Þar saka þingmenn hver annan um óheiðarleika og spillingu, meira að segja refsiverð brot í starfi – að því er virðist, gegn betri vitund og í því skyni að koma pólitísku höggi á andstæðinga sína. Vikulega er einhver að krefjast þess að einhver annar segi af sér út af einhverju, sem yfirleitt skiptir engu máli. Nýjustu fréttir staðfesta svo loks að ætlaðir vinir reyndust óvinir í raun. Alþingi er reyndar ekki eins og aðrir vinnustaðir. Fólkið þar á ekki að „vinna saman“ að sameiginlegum markmiðum, enda eru markmið og áherslur flokka afar ólík. Þingmenn verða samt að koma fram við aðra af virðingu. Á meðan svo er ekki þá er Alþingi vondur vinnustaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég starfa á skemmtilegasta vinnustað landsins og með mér starfar frábært fólk – fólk sem ég lít á sem fjölskyldu mína. Með þessu fólki starfa ég stærstan hluta dagsins, stærstan hluta vikunnar. Það er ótrúlega mikilvægt að starfa með skemmtilegu fólki, sem maður getur átt góð samskipti við. Fólki sem maður virðir og sem virðir mann á móti. Ég gæti ekki starfað á vinnustað þar sem mér líkaði ekki við samstarfsfólk mitt. Það eru samt ekki allir svo heppnir að geta valið vinnufélaga sína. Þegar ég var ungur maður (þyki miðaldra í dag) þá hafði ég mikinn áhuga á stjórnmálum og gat vel hugsað mér að verða þingmaður þegar „ég yrði stór“. Þennan áhuga missti ég hins vegar rúmlega tvítugur að aldri og ástæðan var aðallega sú að mér fannst starfsumhverfið alls ekki aðlaðandi. Baknag í bakherbergjum var of stór þáttur starfsins, að mínu viti. Þessi skoðun mín hefur lítið breyst við að fylgjast með þingstörfum undanfarin ár. Þar saka þingmenn hver annan um óheiðarleika og spillingu, meira að segja refsiverð brot í starfi – að því er virðist, gegn betri vitund og í því skyni að koma pólitísku höggi á andstæðinga sína. Vikulega er einhver að krefjast þess að einhver annar segi af sér út af einhverju, sem yfirleitt skiptir engu máli. Nýjustu fréttir staðfesta svo loks að ætlaðir vinir reyndust óvinir í raun. Alþingi er reyndar ekki eins og aðrir vinnustaðir. Fólkið þar á ekki að „vinna saman“ að sameiginlegum markmiðum, enda eru markmið og áherslur flokka afar ólík. Þingmenn verða samt að koma fram við aðra af virðingu. Á meðan svo er ekki þá er Alþingi vondur vinnustaður.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar