Sanna ánafnar Maístjörnunni hluta launa sinna Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2018 14:02 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir þreföld lágmarkslaun hámark. fbl/STEFÁN Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, hefur ákveðið að styrkja Maístjörnuna, sérstakan sjóð Sósíalistaflokksins, með mánaðarlegu framlagi, 100 þúsund krónum. Þetta er fé sem hún ætlar að taka beint af launum sínum sem þýðir þá að þau lækka sem því nemur. Þetta kemur fram meðal annars í tilkynningu sem sjá má á vef Sósíalistafélags Íslands. Þar segir af Maístjörnunni, sem er framkvæmdasjóður flokksins. Þar segir að með þessu lækki Sanna í raun laun sín sem borgarfulltrúi úr 908 þúsund krónum á mánuði í um 750 þúsund krónur fyrir skatt eða 2,5föld lágmarkslaun. Jafnframt er vitnað í borgarfulltrúann. „Mér finnst að við eigum að setja mörk á hæstu laun í samfélaginu, hversu mikið hærri þau geti verið en lágmarkslaun. Mér finnst þreföld lágmarkslaun algjört hámark, til dæmis fyrir borgarstjóra, og setti launin mín því í þrep þar fyrir neðan,“ segir Sanna. Maístjarnan er sjóður sem heyrir undir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, sem sér um rekstur hans og úthlutanir en hann er ætlaður til styrkingar hagsmunabaráttu verr settra hópa. Sósíalistaflokkurinn fékk framlag frá Reykjavíkurborg upp á 900 þúsund krónur á þessu ári. Á næsta ári má reikna með að framlagið verði tvöfalt hærra og á kjörtímabilinu renni um sjö milljónir króna úr borgarsjóði til Maístjörnunnar, í gegnum Sósíalistaflokkinn. Framlag Sönnu til Maístjörnunnar á kjörtímabilinu er metið á yfir fjórum milljónum króna. Borgarstjórn Kjaramál Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, hefur ákveðið að styrkja Maístjörnuna, sérstakan sjóð Sósíalistaflokksins, með mánaðarlegu framlagi, 100 þúsund krónum. Þetta er fé sem hún ætlar að taka beint af launum sínum sem þýðir þá að þau lækka sem því nemur. Þetta kemur fram meðal annars í tilkynningu sem sjá má á vef Sósíalistafélags Íslands. Þar segir af Maístjörnunni, sem er framkvæmdasjóður flokksins. Þar segir að með þessu lækki Sanna í raun laun sín sem borgarfulltrúi úr 908 þúsund krónum á mánuði í um 750 þúsund krónur fyrir skatt eða 2,5föld lágmarkslaun. Jafnframt er vitnað í borgarfulltrúann. „Mér finnst að við eigum að setja mörk á hæstu laun í samfélaginu, hversu mikið hærri þau geti verið en lágmarkslaun. Mér finnst þreföld lágmarkslaun algjört hámark, til dæmis fyrir borgarstjóra, og setti launin mín því í þrep þar fyrir neðan,“ segir Sanna. Maístjarnan er sjóður sem heyrir undir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, sem sér um rekstur hans og úthlutanir en hann er ætlaður til styrkingar hagsmunabaráttu verr settra hópa. Sósíalistaflokkurinn fékk framlag frá Reykjavíkurborg upp á 900 þúsund krónur á þessu ári. Á næsta ári má reikna með að framlagið verði tvöfalt hærra og á kjörtímabilinu renni um sjö milljónir króna úr borgarsjóði til Maístjörnunnar, í gegnum Sósíalistaflokkinn. Framlag Sönnu til Maístjörnunnar á kjörtímabilinu er metið á yfir fjórum milljónum króna.
Borgarstjórn Kjaramál Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira