„Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 15:04 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er ekki sáttur við vinnubrögð við samgönguáætlun. vísir/vilhelm Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. Greint var frá breytingartillögu umhverfis- og samgöngunefndar við samgönguáætlun í fréttum í gær en í tillögunni er meðal annars kveðið á um vegtolla á stofnbrautum út úr Reykjavík og stórauknum framkvæmdum í samgöngumálum. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að það væri ekki oft sem það sæjust slík vinnubrögð á Alþingi eins og virtist eiga að viðhafa varðandi samgönguáætlun. „Hér er að fæðast í þessum töluðu orðum ný samgönguáætlun. Samgönguáætlun sem væri þá ástæða til að senda aftur til umsagnar í ljósi þeirra umfangsmiklu breytinga sem þar eru á ferðinni. En, nei það á ekki að gerast,“ sagði Þorsteinn og benti á að stefnt sé að því að ljúka umræðu og atkvæðagreiðslu um áætlunina fyrir helgi. „Hér er verið að tala um tugmilljarða framkvæmdir á ári en ekki minnsta tilraun gerð til þess að meta þjóðhagsleg áhrif eins og vera ber til dæmis í takt við lög um opinber fjármál.“ Hann sagði minnihlutann á Alþingi vita lítið um hvað eigi að gera og hvernig. „En mér sýnist staðan vera akkúrat svona: suðvesturhornið, höfuðborgarsvæðið, fær ekki neitt nema það borgi aukalega fyrir það með veggjöldum, og þau veggjöld á jafnframt að nota til þess að fjármagna framkvæmdir annars staðar á landinu,“ sagði Þorsteinn. Þá bætti hann við að tillagan væri flutt af sama hópi og lagðist gegn hugmyndum um að hækka kolefnisgjöld. „Og hér er skyndilega kominn listi upp á 75 milljarða sem á að fjármagna með veggjöldum á næstu árum,“ sagði Þorsteinn og hélt áfram: „Þetta eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð. Þetta er rassvasahókhald um tugmilljarða framkvæmdir. Þingið á að sýna sjálfu sér þá virðingu að taka sér betri tíma til þess að móta þessar hugmyndir til enda.“ Alþingi Bílar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. Greint var frá breytingartillögu umhverfis- og samgöngunefndar við samgönguáætlun í fréttum í gær en í tillögunni er meðal annars kveðið á um vegtolla á stofnbrautum út úr Reykjavík og stórauknum framkvæmdum í samgöngumálum. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að það væri ekki oft sem það sæjust slík vinnubrögð á Alþingi eins og virtist eiga að viðhafa varðandi samgönguáætlun. „Hér er að fæðast í þessum töluðu orðum ný samgönguáætlun. Samgönguáætlun sem væri þá ástæða til að senda aftur til umsagnar í ljósi þeirra umfangsmiklu breytinga sem þar eru á ferðinni. En, nei það á ekki að gerast,“ sagði Þorsteinn og benti á að stefnt sé að því að ljúka umræðu og atkvæðagreiðslu um áætlunina fyrir helgi. „Hér er verið að tala um tugmilljarða framkvæmdir á ári en ekki minnsta tilraun gerð til þess að meta þjóðhagsleg áhrif eins og vera ber til dæmis í takt við lög um opinber fjármál.“ Hann sagði minnihlutann á Alþingi vita lítið um hvað eigi að gera og hvernig. „En mér sýnist staðan vera akkúrat svona: suðvesturhornið, höfuðborgarsvæðið, fær ekki neitt nema það borgi aukalega fyrir það með veggjöldum, og þau veggjöld á jafnframt að nota til þess að fjármagna framkvæmdir annars staðar á landinu,“ sagði Þorsteinn. Þá bætti hann við að tillagan væri flutt af sama hópi og lagðist gegn hugmyndum um að hækka kolefnisgjöld. „Og hér er skyndilega kominn listi upp á 75 milljarða sem á að fjármagna með veggjöldum á næstu árum,“ sagði Þorsteinn og hélt áfram: „Þetta eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð. Þetta er rassvasahókhald um tugmilljarða framkvæmdir. Þingið á að sýna sjálfu sér þá virðingu að taka sér betri tíma til þess að móta þessar hugmyndir til enda.“
Alþingi Bílar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00