„Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 15:04 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er ekki sáttur við vinnubrögð við samgönguáætlun. vísir/vilhelm Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. Greint var frá breytingartillögu umhverfis- og samgöngunefndar við samgönguáætlun í fréttum í gær en í tillögunni er meðal annars kveðið á um vegtolla á stofnbrautum út úr Reykjavík og stórauknum framkvæmdum í samgöngumálum. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að það væri ekki oft sem það sæjust slík vinnubrögð á Alþingi eins og virtist eiga að viðhafa varðandi samgönguáætlun. „Hér er að fæðast í þessum töluðu orðum ný samgönguáætlun. Samgönguáætlun sem væri þá ástæða til að senda aftur til umsagnar í ljósi þeirra umfangsmiklu breytinga sem þar eru á ferðinni. En, nei það á ekki að gerast,“ sagði Þorsteinn og benti á að stefnt sé að því að ljúka umræðu og atkvæðagreiðslu um áætlunina fyrir helgi. „Hér er verið að tala um tugmilljarða framkvæmdir á ári en ekki minnsta tilraun gerð til þess að meta þjóðhagsleg áhrif eins og vera ber til dæmis í takt við lög um opinber fjármál.“ Hann sagði minnihlutann á Alþingi vita lítið um hvað eigi að gera og hvernig. „En mér sýnist staðan vera akkúrat svona: suðvesturhornið, höfuðborgarsvæðið, fær ekki neitt nema það borgi aukalega fyrir það með veggjöldum, og þau veggjöld á jafnframt að nota til þess að fjármagna framkvæmdir annars staðar á landinu,“ sagði Þorsteinn. Þá bætti hann við að tillagan væri flutt af sama hópi og lagðist gegn hugmyndum um að hækka kolefnisgjöld. „Og hér er skyndilega kominn listi upp á 75 milljarða sem á að fjármagna með veggjöldum á næstu árum,“ sagði Þorsteinn og hélt áfram: „Þetta eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð. Þetta er rassvasahókhald um tugmilljarða framkvæmdir. Þingið á að sýna sjálfu sér þá virðingu að taka sér betri tíma til þess að móta þessar hugmyndir til enda.“ Alþingi Bílar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. Greint var frá breytingartillögu umhverfis- og samgöngunefndar við samgönguáætlun í fréttum í gær en í tillögunni er meðal annars kveðið á um vegtolla á stofnbrautum út úr Reykjavík og stórauknum framkvæmdum í samgöngumálum. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að það væri ekki oft sem það sæjust slík vinnubrögð á Alþingi eins og virtist eiga að viðhafa varðandi samgönguáætlun. „Hér er að fæðast í þessum töluðu orðum ný samgönguáætlun. Samgönguáætlun sem væri þá ástæða til að senda aftur til umsagnar í ljósi þeirra umfangsmiklu breytinga sem þar eru á ferðinni. En, nei það á ekki að gerast,“ sagði Þorsteinn og benti á að stefnt sé að því að ljúka umræðu og atkvæðagreiðslu um áætlunina fyrir helgi. „Hér er verið að tala um tugmilljarða framkvæmdir á ári en ekki minnsta tilraun gerð til þess að meta þjóðhagsleg áhrif eins og vera ber til dæmis í takt við lög um opinber fjármál.“ Hann sagði minnihlutann á Alþingi vita lítið um hvað eigi að gera og hvernig. „En mér sýnist staðan vera akkúrat svona: suðvesturhornið, höfuðborgarsvæðið, fær ekki neitt nema það borgi aukalega fyrir það með veggjöldum, og þau veggjöld á jafnframt að nota til þess að fjármagna framkvæmdir annars staðar á landinu,“ sagði Þorsteinn. Þá bætti hann við að tillagan væri flutt af sama hópi og lagðist gegn hugmyndum um að hækka kolefnisgjöld. „Og hér er skyndilega kominn listi upp á 75 milljarða sem á að fjármagna með veggjöldum á næstu árum,“ sagði Þorsteinn og hélt áfram: „Þetta eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð. Þetta er rassvasahókhald um tugmilljarða framkvæmdir. Þingið á að sýna sjálfu sér þá virðingu að taka sér betri tíma til þess að móta þessar hugmyndir til enda.“
Alþingi Bílar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00