Göngin borgi sig upp á 28 árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2018 19:45 Það styttist í að göngin opni Vísir/Tryggvi Páll Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. Fimm og hálfu ári eftir að framkvæmdir hófust við Vaðlaheiðargöng sér loksins fyrir endan á þeim en á blaðamannafundi í dag var gjaldskrá ganganna og fyrirkomulag innheimtu, sem hefst 2. janúar, kynnt. „Við verðum með myndavélar sem munu greina hvaða bifreið er að keyra í gegn. Menn geta skráð sig inn á heimasíðunni okkar, veggjald.is og þannig tryggt að það þurfi enginn að greiða meira en 1.500 krónur fyrir ferðina,“ segir Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga. Stök ferð fólksbíls í gegnum göngin mun kosta 1500 krónur en hægt verður að kaupa inneign og lækka þannig gjaldið eftir því sem fleiri ferðir eru keyptar. Þannig geta þeir sem sjá fyrir sér að ferðast oft í gegnum göngin komið verðinu á hverri ferð niður í 700 krónur.Framkvæmdir hafa staðið yfir á sjötta ár.Vísir/TryggviFramkvæmdin hefur mátt þola töluverða gagnrýni en Hilmar segir göngin þegar hafa sýnt mikilvægi sitt er vegurinn um Víkurskarð, sem göngin munu vera valkostur við, lokaðist á dögunum vegna veðurs. „Við höfum séð það síðustu daga hvað þetta skiptir miklu. Við höfum verið að hleypa neyðarumferð hérna í gegn,“ segir Hilmar. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár. Endanlegur kostnaður við framkvæmdina mun vera í kringum 17 milljarðar. „Auðvitað hafa menn bara lent hér í atvikum sem þeir hafa ekki lent í annars staðar. Og það er alveg frábært að við séum komnir í gegnum það. Og það er auðvitað alveg stórmerkilegt að þrátt fyrir það að þá er útlit fyrir að takist að borga þessu göng upp á þeim tíma sem lagt var af stað með í upphafi,“ segir Hilmar.Hvað er það langur tími?„Það eru 28 ár.“ Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. Fimm og hálfu ári eftir að framkvæmdir hófust við Vaðlaheiðargöng sér loksins fyrir endan á þeim en á blaðamannafundi í dag var gjaldskrá ganganna og fyrirkomulag innheimtu, sem hefst 2. janúar, kynnt. „Við verðum með myndavélar sem munu greina hvaða bifreið er að keyra í gegn. Menn geta skráð sig inn á heimasíðunni okkar, veggjald.is og þannig tryggt að það þurfi enginn að greiða meira en 1.500 krónur fyrir ferðina,“ segir Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga. Stök ferð fólksbíls í gegnum göngin mun kosta 1500 krónur en hægt verður að kaupa inneign og lækka þannig gjaldið eftir því sem fleiri ferðir eru keyptar. Þannig geta þeir sem sjá fyrir sér að ferðast oft í gegnum göngin komið verðinu á hverri ferð niður í 700 krónur.Framkvæmdir hafa staðið yfir á sjötta ár.Vísir/TryggviFramkvæmdin hefur mátt þola töluverða gagnrýni en Hilmar segir göngin þegar hafa sýnt mikilvægi sitt er vegurinn um Víkurskarð, sem göngin munu vera valkostur við, lokaðist á dögunum vegna veðurs. „Við höfum séð það síðustu daga hvað þetta skiptir miklu. Við höfum verið að hleypa neyðarumferð hérna í gegn,“ segir Hilmar. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár. Endanlegur kostnaður við framkvæmdina mun vera í kringum 17 milljarðar. „Auðvitað hafa menn bara lent hér í atvikum sem þeir hafa ekki lent í annars staðar. Og það er alveg frábært að við séum komnir í gegnum það. Og það er auðvitað alveg stórmerkilegt að þrátt fyrir það að þá er útlit fyrir að takist að borga þessu göng upp á þeim tíma sem lagt var af stað með í upphafi,“ segir Hilmar.Hvað er það langur tími?„Það eru 28 ár.“
Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46
Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15
Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38