Ásmundi blöskrar skóleysi Björns Levís Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2018 18:11 Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson segir Björn Leví Gunnarsson sýna Alþingi mikla vanvirðingu með því að ganga um þingsalinn á sokkaleistunum. Þetta sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins um þingmann Pírata í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag.Ásmundur kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem hann gerði að umræðuefni klæðnað þingmanna í þingsal. Sagði hann það óviðeigandi af þingmönnum að klæðast gallabuxum við þingstörf og velti fyrir sér hvers vegna bindisskyldan var afnumin þingveturinn 2009 til 2013.Konurnar oftast huggulega klæddar Í Reykjavík síðdegis sagði hann karla sem sitja á þingi eiga að lágmarki að vera í jakkafötum og skyrtu. Klæðnaður kvenna sé ögn frjálslegir en Ásmundur sagði að sér hugnaðist ekki að þær væru í gallabuxum í þinginu. „Þær eru oftast mjög huggulega klæddar en stundum í gallabuxum,“ sagði Ásmundur á Bylgjunni.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.FBL/ERNIRHann sagði einn þingmann ganga um á sokkaleistunum en það sé Björn Leví Gunnarsson. Ásmundur sagðist telja að ekki væri kveðið á um það í reglum Alþingis að þingmenn ættu að vera klæddir í skó við þingstörf. „Menn hafa mögulega ekki haft hugmyndaflug til að láta sér detta það til hugar einhver myndi sýna þinginu þá vanvirðingu að vera á sokkaleistunum,“ sagði Ásmundur.Sagði nei við skrifstofustjórann „Er hann í skónum heima hjá sér? Ég er hvergi innandyra í skóm,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi um málið. Björn segist vera ögn heitfengur og svitni óþarflega mikið ef hann er lengi í skónum. „Ég er að spara fólki lykt og svoleiðis,“ segir Björn. Hann segist fáar athugasemdir hafa fengið vegna skóleysisins á Alþingi. Oftast sé honum hrósað fyrir fallega sokka. Skrifstofustjóri Alþingis hafi þó eitt sinn spurt hann hvort hann gæti verið í skóm? „Ég sagði bara; nei!“ Alþingi Tengdar fréttir Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00 Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 11. desember 2018 14:15 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Ásmundur Friðriksson segir Björn Leví Gunnarsson sýna Alþingi mikla vanvirðingu með því að ganga um þingsalinn á sokkaleistunum. Þetta sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins um þingmann Pírata í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag.Ásmundur kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem hann gerði að umræðuefni klæðnað þingmanna í þingsal. Sagði hann það óviðeigandi af þingmönnum að klæðast gallabuxum við þingstörf og velti fyrir sér hvers vegna bindisskyldan var afnumin þingveturinn 2009 til 2013.Konurnar oftast huggulega klæddar Í Reykjavík síðdegis sagði hann karla sem sitja á þingi eiga að lágmarki að vera í jakkafötum og skyrtu. Klæðnaður kvenna sé ögn frjálslegir en Ásmundur sagði að sér hugnaðist ekki að þær væru í gallabuxum í þinginu. „Þær eru oftast mjög huggulega klæddar en stundum í gallabuxum,“ sagði Ásmundur á Bylgjunni.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.FBL/ERNIRHann sagði einn þingmann ganga um á sokkaleistunum en það sé Björn Leví Gunnarsson. Ásmundur sagðist telja að ekki væri kveðið á um það í reglum Alþingis að þingmenn ættu að vera klæddir í skó við þingstörf. „Menn hafa mögulega ekki haft hugmyndaflug til að láta sér detta það til hugar einhver myndi sýna þinginu þá vanvirðingu að vera á sokkaleistunum,“ sagði Ásmundur.Sagði nei við skrifstofustjórann „Er hann í skónum heima hjá sér? Ég er hvergi innandyra í skóm,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi um málið. Björn segist vera ögn heitfengur og svitni óþarflega mikið ef hann er lengi í skónum. „Ég er að spara fólki lykt og svoleiðis,“ segir Björn. Hann segist fáar athugasemdir hafa fengið vegna skóleysisins á Alþingi. Oftast sé honum hrósað fyrir fallega sokka. Skrifstofustjóri Alþingis hafi þó eitt sinn spurt hann hvort hann gæti verið í skóm? „Ég sagði bara; nei!“
Alþingi Tengdar fréttir Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00 Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 11. desember 2018 14:15 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00
Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28
Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 11. desember 2018 14:15
Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15